Morgunblaðið - 02.03.2010, Side 9
Fréttir 9INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2010
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
ÞETTA er búið að vera ævintýri lík-
ast í vetur,“ segir Þórgnýr Dýrfjörð,
forstöðumaður Akureyrarstofu, um
aðsóknina í bæinn að undanförnu.
Ferðamenn og aðrir gestir á Akur-
eyri hafa skipt þúsundum undan-
farnar vikur og sem fyrr hafa skíða-
brekkurnar í Hlíðarfjalli haft mesta
aðdráttaraflið, auk Vetrarleika ÍSÍ
og fleiri viðburða.
Líklega hefur gestafjöldi í bænum
aldrei verið meiri en um liðna helgi
en þá var gríðarleg aðsókn í Hlíðar-
fjallinu, um 1.600 manns hvorn dag,
laugardag og sunnudag, og til við-
bótar fóru fram fjölmenn íþróttamót
meðal ungmenna; Goðamót Þórs í
knattspyrnu og skautamót, þar sem
þátttakendafjöldi skipti hundruðum,
að viðbættum foreldrum og öðru
fylgdarliði.
Allt gistirými hefur verið full-
bókað, matsölustaðir og kaffihús full
út að dyrum, mikil aðsókn í sund-
laugarnar og fullbókað í flestar sýn-
ingar hjá Leikfélagi Akureyrar til
vors, svo nokkur dæmi séu tekin.
Um helgar hafa biðraðir verið al-
geng sjón í bænum.
Ævintýrið rétt að byrja
Það er í raun sama við hvaða
rekstraraðila er talað, allir tala um
aukin viðskipti í vetur og þakka það
ekki síst aðsókninni í Hlíðarfjall. Ak-
ureyringar sjá fyrir sér áframhald-
andi gósentíð fram yfir páska og
hina árlegu Andrésar Andar-leika
kringum sumardaginn fyrsta. Æv-
intýri vetrarins er því rétt hafið.
Starfsmaður Sundlaugar Akureyrar
segir helgarvaktina hafa verið
„býsna fjöruga“ líkt og fyrri helgar í
vetur. Aðsóknin hafi dreifst betur
yfir daginn en oft áður, þegar sund-
laugin hefur fyllst síðdegis þegar
Hlíðarfjalli er lokað.
María Sigurðardóttir leikhússtjóri
er hæstánægð með aðsóknina í vetur
og segir áberandi hvað sunnanmenn
og aðrir aðkomumenn séu fjölmenn-
ir í röðum leikhúsgesta.
Hallgrímur Arason, veitinga-
maður á Bautanum, hefur svipaða
sögu að segja. „Þetta er búið að vera
mjög líflegt og við getum alls ekki
kvartað, veitingamenn á Akureyri,
eftir janúar og febrúar sem annars
hafa verið frekar daufir.“
Óðinn Svan Geirsson, verslunar-
stjóri Bónuss á Akureyri, segist hafa
orðið var við mikla aukningu í veltu
undanfarnar vikur. Erfitt sé þó að
vera strax með lengri samanburð
þar sem Bónus hafi nýlega bætt við
sig verslun á Akureyri. Frá því að
verslanirnar urðu tvær segir Óðinn
veltuna hafa aukist um 30%.
Febrúar var „frábær“
„Febrúarmánuður var frábær og
ekki síst öskudagsvikan þegar
margir voru í vetrarfríi í bænum.
Fólk virðist nota mikið matvöru-
verslanir þegar það er hérna og
dvelur þá í heimahúsum eða orlofs-
húsum. Traffíkin var gríðarleg um
helgina, sjálfur ætlaði ég að fara út
að borða en það var bara ekki hægt,
sama hvar maður kom,“ segir Óðinn
Svan.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Akureyri Hlíðarfjall hefur verið helsta aðdráttarafl ferðamanna í vetur.
„Ævintýri líkast í vetur“
Sjaldan verið fleiri vetrargestir á Akureyri en um helgina Hlíðarfjall laðar til sín
skíðafólk í þúsundatali og aðrir njóta góðs af Sjá fram á góða tíð fram yfir páska
Í HNOTSKURN
»Fyrir utan mikla aðsókn íHlíðarfjall um helgina
voru margir gestir mættir á
aðra viðburði í bænum.
»Fjölsótt knattspyrnumótvar hjá Þórsurum, hið ár-
lega Goðamót, sem laðaði til
sín fjölda ungra knattspyrnu-
drengja og aðstandendur
þeirra.
»Skautamót fór einnig framauk viðburða á ýmsum
sviðum íþrótta, menningar og
lista.
„Mér sýnist aðsóknin í fjallið vera
um 50% meiri en á sama tíma í
fyrra,“ segir staðarhaldarinn í
Hlíðarfjalli, Guðmundur Karl Jóns-
son, sem brosir sínu breiðasta
þessa dagana. Snjónum hefur
kyngt niður síðustu vikur. Þegar
götur voru svo gott sem auðar á
Akureyri, sannaði snjófram-
leiðslukerfið sig í janúar. Frá því
fyrir áramót hefur aðeins þurft að
loka í örfáa daga. Til marks um aðsóknina þá eru sex dagar í vetur komnir
á lista yfir 20 aðsópsmestu dagana frá því mælingar hófust í Hlíðarfjalli.
„Traffíkin byrjaði milli jóla og nýárs og hefur verið nær látlaus síðan þó
að við höfum á tímabili ekkert haft sérstaklega gott veður. Þetta er eig-
inlega fyrsti góði dagurinn í dag þegar ekki sést ský á himni og sólin skín
á allt og alla,“ sagði Guðmundur Karl er rætt var við hann í gær. Þá var
töluverð umferð upp fjallið, miðað við fyrsta virka dag vikunnar. Um helg-
ar eru ferðamenn langfjölmennastir í fjallinu en heimamenn velja sér
frekar góðan dag, ekki síst þegar snjóað hefur mikið. „Með hækkandi sól
og góðu veðri sjáum við fram á áframhaldandi aukningu með góðri mæt-
ingu heimamanna, enda nægur snjór og aðstæður allar eins og best verð-
ur á kosið,“ segir Guðmundur Karl. bjb@mbl.is
Aukningin í Hlíðarfjalli um 50% milli ára
Hlíðarfjall Á skíðum skemmti ég mér.
Rafhitarar
í skip, hús og sumarhús
Neysluvatnshitarar
Hitöld (element), hitastillar,
hitastýringar og flest
annað til rafhitunar.
Við erum sérfræðingar í öllu
sem við kemur rafhitun.
Kaplahrauni 7a • Hafnarfirði,
Sími 565 3265 • Fax 565 3260
rafhitun@rafhitun.is • www.rifhitun.is
Rafhitun
www.feminin.is • feminin@feminin.is
Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222
Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16
Nýjar
vörur
Str. 38-56
www.rita.is
Eddufelli 2, sími 557 1730
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Leggings
- með blúndu
- með rennilás
- með tölum
- rykktar
og flottar
Verð frá
1.990 - 8.900 kr
Íslensk verðbréf:
· Traust og ábyrgt fjármálafyrirtæki
· 23 ára reynsla í ávöxtun fjármuna
· Eignastýring á 95 milljörðum fyrir viðskiptavini
EIGNASAFN 2 hefur skilað 13.1% ávöxtun síðustu 12 mánuði.*
EIGNASAFN 2 er góð ávöxtunarleið fyrir þá sem vilja stöðuga ávöxtun og litla áhættu.
Eignasamsetning EIGNASAFNS 2 (28. febrúar 2010):
Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 460 4700
eða kynntu þér málið á www.iv.is
Íslensk verðbréf bjóða upp á fjögur önnur eignasöfn
með mismunandi fjárfestingarstefnur sem henta bæði
einstaklingum sem og öðrum fjárfestum.
46% RÍKISSKULDABRÉF
54% INNLÁN
Strandgata 3 600 Akureyri I Sigtún 42 105 Reykjavík
Sími: 460 4700 I www.iv.is I iv@iv.is*Miðað við 28. febrúar 2010. Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð.