Morgunblaðið - 02.03.2010, Side 36
ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 61. DAGUR ÁRSINS 2010
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
FÓLK Í FRÉTTUM»
! " #
$ $
!
%& '!& ! (
)*+,-+
)-*,*.
)*),/-
*0,0--
*),1-1
)+,2.2
))-,3)
),.0)/
)-1,-*
)+.,)+
456
4 )" 5 *3)3
)*2,*2
)-*,+)
)**,31
*0,./+
*),/1-
)+,-
))-,0.
),.012
)-/,1
)+.,//
**-,-1+.
%
78 )*2,1-
)-0,)2
)**,.)
*0,101
*),+*0
)+,-1*
))-,/+
),..
)-+,32
)+1,)1
Heitast 5 °C | Kaldast 0 °C
Rigning eða slydda
með köflum um landið
sunnan- og vestanvert.
Yfirleitt bjartviðri
norðan- og austanlands. » 10
Eysteinn Guðni
Guðnason hefur
endurgert myndina
Hringinn eftir leik-
stjórann Friðrik Þór
Friðriksson. »28
KVIKMYNDIR»
Hring eftir
hring
KVIKMYNDIR»
Tvær rómantískar mynd-
ir dæmdar. »29, 31
Vegleg bók er komin
út vegna þrjátíu ára
afmælis Nýlista-
safnsins í ritstjórn
Tinnu Guðmunds-
dóttur. »27
MYNDLIST»
Nýló fagnar
afmæli
ÍÞRÓTTIR»
Skrautlegir Vetrar-
ólympíuleikar. »30
BÓKMENNTIR»
Andri Snær átti anna-
sama helgi. »33
Menning
VEÐUR»
1. Andlát Þorsteinn Geirsson
2. Sex lifandi ættliðir
3. Verjast með vopnum
4. Ekki sjálfgefið að fangar fái leyfi
Íslenska krónan styrktist um 0,18%
»MEST LESIÐ Á mbl.is
Hinn heims-
kunni norski pí-
anóleikari Leif
Ove Andsnes
mun koma fram á
Listahátíð í
Reykjavík í Há-
skólabíói hinn 13.
maí næstkomandi ásamt þýsku
systkinunum Christian Tetzlaff
fiðluleikara og Tönju Tetzlaff selló-
leikara.
Miðasala á tónleika þessara
þriggja stjarna klassískra einleik-
ara er hafin á vef hátíðarinnar,
www.listahatid.is.
TÓNLIST
Píanósnillingurinn Leif Ove
Andsnes á Listahátíð í vor
Þjálfari kvenna-
liðs Fram í hand-
knattleik, Einar
Jónsson, er súr
yfir því að þurfa að
spila báða leikina
gegn Metalurg
Skopje í Áskor-
endabikar Evrópu á útivelli. Félögin
komust að samkomulagi um það í
gær. „Peningahliðin verður víst að
ráða. Við förum þá bara til Make-
dóníu með því hugarfari að ætla okk-
ur að komast í undanúrslit keppn-
innar og þá fáum við örugglega að
spila á heimavelli,“ sagði Einar við
Morgunblaðið.
HANDBOLTI
Framarar spila báða
Evrópuleikina í Makedóníu
Himnaríki og
helvíti eftir Jón
Kalman Stef-
ánsson kom út í
Frakklandi, hjá
hinu virta forlagi
Gallimard, fyrir tíu
dögum. Bókina á
nú að endurprenta ekki seinna en í
gær, samkvæmt fjölmiðlafulltrúa
Bjarts sem gefur Kalman út hér.
Stór og mikilvæg bókaverslun í
París, Millepages, hefur þá ýtt öllu
öðru úr búðarglugga sínum og eru
það nú aðeins eintök af Entre ciel et
terre eftir Jón Kalman Stefánsson
sem prýða gluggann.
BÓKMENNTIR
Jón Kalman endur-
prentaður í Frakklandi
TVÖ þúsund skíðakappar renndu sér í Bláfjöllum
í gær þegar lyftur skíðasvæðisins voru opnaðar í
fyrsta sinn í vetur. „Fólk hefur greinilega verið
farið að bíða,“ segir Magnús Árnason, fram-
kvæmdastjóri skíðasvæðanna á höfuðborgar-
svæðinu. „Við erum með fimm lyftur opnar, og
hefur verið stöðug biðröð í þær. Þá hefur einnig
verið pakkað í skíðaleigunni,“ sagði hann þegar
Morgunblaðið náði tali af honum í gærkvöldi.
HÖFÐU BEÐIÐ LENGI EFTIR SNJÓNUM
Morgunblaðið/Golli
GRINDVÍSKA atvinnuleikhúsið og
Háloftið eru tveir af þrettán atvinnu-
leikhópum sem í gær hlutu styrki
Leiklistarráðs en báðir hlutu leik-
hóparnir yfir fjórar milljónir til að
setja upp sýningar er nefnast Enda-
lok alheimsins og Hrekkjusvínin.
Í ár bárust umsóknir frá 73 aðilum
til 95 verkefna, auk sjö umsókna um
samstarfssamninga til lengri tíma.
Lagt var til að tveir slíkir samningar
yrðu gerðir, til eins árs, við Hafnar-
fjarðarleikhúsið, sem fékk 15 millj-
ónir, og Vesturport, sem fékk 7,5
milljónir.
Á fjárlögum ársins eru 64,9 millj-
ónir veittar atvinnuleikhópum og
hljóta styrkþegar frá einni upp í
fimm milljónir hver. | 27
Hrekkjusvín og
Gilitrutt styrkt
Ólöf Ingólfsdóttir er styrkþegi.
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
ÞRÁTT fyrir gífurlega aðsókn lands-
manna í vetur, þar sem bærinn hefur
fyllst af fólki um hverja helgi, hefur
Akureyrarbær ekkert gefið eftir í
markaðssetningu meðal erlendra
ferðamanna. Til marks um það er full
vél frá Atlantic Airways væntanleg í
beinu leiguflugi frá Færeyjum í mars
með færeyskt skíðafólk sem ætlar að
renna sér niður brekkurnar í Hlíðar-
fjalli og skoða mannlífið á Akureyri.
Þórgnýr Dýrfjörð, forstöðumaður
Akureyrarstofu, segir stefnuna hafa
verið setta á danska og breska mark-
aðinn. Árlega fari t.d. um 500 þúsund
Danir á skíði til annarra Norðurlanda
og í Alpana yfir vetrartímann. „Við
værum sáttir ef við fengjum 1-2% til
að fljúga til Akureyrar.“
Þórgnýr segir ferðatímabilið hafa
verið að lengjast á Akureyri og það sé
ekki lengur bundið við helgarnar.
„Mjög margir komu hingað þegar
vetrarfrí var almennt í grunnskólun-
um og einnig kemur fólk oft norður á
miðvikudegi eða fimmtudegi til að
fara á skíði og í leikhús og fleiri við-
burði. Störfum fjölgar í bænum og
stemningin er líka skemmtilegri,“
segir Þórgnýr. Hann átti fund með
kaupmönnum í síðustu viku og þeir
voru brosandi út að eyrum.
„Akureyri er orðin helsti áfanga-
staður Íslendinga yfir vetrartímann
og það hjálpar okkur að byggja hér
upp ferðaþjónustu og verða heilsárs-
áfangastaður. Við viljum áfram vera
valkostur þegar utanlandsferðir fara
að aukast á ný,“ segir Þórgnýr.
Færeyingar í fjallið
Íslendingar duglegir að sækja Akureyri heim í vetur
Von er á fullri vél af skíðafólki í leiguflugi frá Færeyjum
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Akureyri Veitinga- og kaffihús eru vel sótt af skíðafólki og öðrum ferða-
mönnum á Akureyri. Hið sama er að segja um gististaði og leikhús.
„Ævintýri líkast“ | 9