Morgunblaðið - 02.03.2010, Side 27

Morgunblaðið - 02.03.2010, Side 27
Menning 27FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2010 Hún er uppfull af klisjum og fíflagangi og handritið er algjörlega innantómt. 29 » Í GÆR, mánudag, var ljós- myndasýningin Veður í Fókus opnuð í anddyri Norræna hússins. Hér er á ferðinni sam- sýning félaga í Fókus sem er félag áhugaljósmyndara. Sýndar eru 32 ljósmyndir stækkaðar á álplötur. Allar myndirnar eru teknar á Ís- landi og gefa áhorfandanum innsýn í þann mikla fjölbreyti- leika sem íslensk veðrátta býð- ur upp á. Á myndunum gefur m.a. að líta náttúru, mannvirki, fólk og skepnur í samspili við ýmis blæbrigði veðráttunnar. Norræna húsið er opið fyrir almenning alla daga frá kl. 12 til 17. Sýningin stendur til 15. mars nk. Ljósmyndun Veður í Fókus í Norræna húsinu Seljalandsfoss (brot) eftir Pál Jökul. LÚÐRASVEIT Reykjavíkur heldur tónleika í Neskirkju á morgun kl. 20.30. Dagskráin er latínskotin og sveiflukennd. Sigurður Flosason verður í ein- leikarahlutverki í saxófónkons- ertinum Peqena Carda efitir Pedro Iturralde og í verkinu Musica Divertida eftir Jan Ha- deman, en þar leggja þeir einni lið Agnar Már Magnússon pí- anóleikari og Gunnar Hrafns- son bassaleikari. Meðal verka á tónleikunum er Cugat’s Cocktails eftir Antonio Tomba, Harlem Nocturne eftir Earle Hagen og Jazzsvíta eftir Manfred Schneider. Stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur er Lárus Halldór Grímsson. Tónlist Lúðrasveit Reykja- víkur í Neskirkju Sigurður Flosason DAGNÝ Björgvinsdóttir og Helga Þórarinsdóttir flytja verk eftir Þórð Magnússon og Luise Adolpha Le Beau á há- skólatónleikum á miðvikudag. Dagný Björgvinsdóttir, sem er nú píanókennari við Tónlistar- skóla Seltjarnarness, hefur lengi starfað við kennslu og tónlistarflutning á höfuðborg- arsvæðinu. Helga Þórarins- dóttir kennir einnig við Tón- listarskólann á Seltjarnarnesi. Síðast komu þær fram saman á þingi norrænna víóluleikara í Stokkhólmi í október. Þar léku þær verk Þórðar sem er á efnisskránni í dag. Tónleikarnir verða haldnir í Norræna húsinu og hefjast kl. 12.30. Tónlist Háskólatónleikar í Norræna húsinu Þórður Magnússon Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is SÍÐASTLIÐINN laugardag flutti Nýlistasafnið sig um set, kom sér fyrir í nýju húsnæði á Skúlagötu 28, og um líkt leyti kom út bók um starfsemi safnsins þau ríflega þrjátíu ár sem það hefur verið starfrækt; Nýlistasafnið / The Living Art Museum 1978-2008. Bókin er mikil að vöxtum, 360 blaðsíður í stóru broti, en ritstýra hennar er Tinna Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra safnsins. Tinna segir að bókin sé ekki sagnfræðileg úttekt, enda sé hún ekki sagnfræðingur, „en ég kalla þetta saman- tekt, þetta er upptalning á sýningum sem verið hafa í safninu og á viðburðum, hverjir hafa verið í stjórn og svo framvegis. Í bókinni kemur fram hvað gerðist en ekki hvernig eða af hverju. Það verður einhver annar að túlka og fylla inn í eyðurnar en við drögum fram staðreynd- irnar, dagsetningar og staðsetningar.“ Að þessu sögðu þá segir Tinna að í bókinni sé smá- sagnfræðileg úttekt, „en hún er ekki unnin með hefð- bundnum akademískum aðferðum, heldur vann ég upp úr ársfundagerðunum, en þar hefur alltaf verið mjög góð samantekt á því sem verið hefur að gerast í almennu fé- lagsstarfi, fjármálum og húsnæðismálum og hvað varðar samtarf við aðra aðila; skriffinnskan hefur því verið ágæt hjá okkur,“ segir Tinna og hlær við. Vinnan við bókina hófst 2007 þegar undirbúningur hófst fyrir 30 ára afmælisár safnsins og Tinna segir að það hafi komið að góðum notum að áður hafi verið haldn- ar afmælissýningar. „Við fundum þannig tvær sýningar- skrár, annars vegar frá því þegar safnið varð tíu ára og svo hinsvegar þegar það var fimmtán ára, og í þeim voru nafnalistar sem við notuðum til að koma okkur af stað.“ Aðspurð hversu langt hún telji þau hafi náð í að gera tæmandi yfirlit yfir starfsemina segir Tinna að það sé langt frá því að tekist hafi að skjalfesta allt. „Við lögðum megináherslu á að gera grein fyrir öllum sýningum og ég held að það hafi tekist að mestu leyti en það gæti þó vantað safneignarsýningar og síðan vantar örugglega nemendasýningar úr Myndlista- og handíðaskólanum sem tengdist safninu mikið fyrsta áratuginn,“ segir hún og bætir við að aðstandendur safnsins vonist eftir því að þeir sem sakni einhvers úr samantektinni hafi samband svo hægt verði að gera betur í næstu afmælisútgáfu. Samantekt um Nýló  Nýlistasafnið fagnar þrjátíu ára afmæli með veglegri afmælissamantekt  Megináhersla lögð á að gera grein fyrir öllum sýningum safnsins Morgunblaðið/Einar Falur Afmæli Tinna Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Nýlistasafnsins, ritstýrir doðrantinum Ný- listasafnið / The Living Art Museum 1978-2008 sem segir frá starfi safnsins í þrjátíu ár. HREFNA Róbertsdóttir, sagnfræð- ingur og sviðsstjóri skjalasviðs á Þjóðskjalasafni Íslands, flytur er- indið „Gamall eða nýr tími á 18. öld?“ í dag kl. 12.05 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins, en erindið er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagn- fræðingafélagsins. Aðspurð um hver eftirmæli 18. aldar séu segir Hrefna að það fari eftir því með hvaða augum menn líti tímaskeiðið; ýmsir hafi talið að á henni megi sjá sprota nýjunga í at- vinnulífi sem leiði áfram til nítjándu aldar, en aðrir kallað átjándu öldina öld hörmunga með aflabresti, jarð- skjálfta og þess háttar. Hrefna hefur meðal annars rann- sakað hvaða áhrif Innréttingarnar svonefndu, félagið til að vinna að ir mikilvægi hennar. Þegar inn- leiddur var meiri og sérhæfðari spuni og meiri vefnaður þá var hann því látinn aðlagast sveitasamfélag- inu á sama hátt og fiskveiðarnar – það var hægt að fara á sjó þegar ekki var annatími í sveitum og sama var yfir vetrartímann því þá var hægt að nýta tímann í aðra fram- leiðslu.“ arnim@mbl.is hagrænt hugarfar á Íslandi og í Danmörku og þá hvar menn vildu koma fyrir þessu úrvinnslulagi og hvert samhengið væri á milli frumframleiðslunnar og úrvinnsl- unnar og í báðum löndunum var að- aláherslan áfram á landbúnaðinn, menn sáu það hvergi fyrir sér annað en að hann yrði að vera í fyrsta sæti – úrvinnsla var í öðru sæti þrátt fyr- viðreisn íslensks efnahags, höfðu hér á landi, en því er gjarnan haldið fram að þær hafi skipt miklu varð- andi þéttbýlismyndun á Íslandi. „Innréttingarnar voru mikið framfaramál en mínar rannsóknir sýna að þær voru meira lagaðar að sveitasamfélaginu en menn hafa tal- ið hingað til; það fylgdi þeim ekki bara fyrst og fremst kaupstaða- stofnun og bæjarlíf heldur var sú vinnsla og aðferðafræði sem fólst í Innréttingunum löguð að gamla samfélaginu,“ segir Hrefna og bend- ir á að á um 60% af landinu hafi fólk verið að spinna fyrir framleiðsluna. Þó ýmislegt sé eðlilega ólíkt með Danmörku og Íslandi, þá var af- staða manna um margt svipuð eins og Hrefna greinir frá: „Ég skoðaði Öldin átjánda  Hrefna Róbertsdóttir flytur erindið „Gamall eða nýr tími á 18. öld?“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Fyrirlestur Hrefna Róbertsdóttir hyggst fjalla um áhrif Innréttinganna. TILKYNNT var í gær hvaða at- vinnuleikhópar hljóta styrki til starf- semi atvinnuleikhópa 2010, en Leik- listarráð tekur ákvörðun um styrkveitingar hvers árs. Í ár bárust umsóknir frá 73 aðilum til 95 verk- efna, auk sjö umsókna um samstarfs- samninga til lengri tíma. Á fjárlögum 2010 eru 64,9 milljónir króna til starf- semi atvinnuleikhópa, en af þeirri upphæð eru 4,5 milljónir eyrna- merktar skrifstofu Sjálfstæðu leik- húsanna og því ekki til úthlutunar. Leiklistarráð lagði til við ráðherra að styrkja þrettán verkefni og gera tvo samstarfssamninga. Verkefnin þrettán sem hlutu styrk í ár eru eft- irtalin: Skrokkar, Anna María Rich- ardsdóttir, 1.490.000 kr. Verði þér að góðu, Ég og vinir mínir - Álfrún Helga Örnólfsdóttir, 3.500.000 kr. Gilitrutt, Fígúra ehf. - Hildur M. Jónsdóttir, 1.800.000 kr. Endalok Alheimsins, Grindvíska atvinnuleikhúsið - Víðir Guðmunds- son, 4.050.000 kr. Hrekkjusvínin, Háloftið – Tinna Hrafnsdóttir, 4.900.000 kr. Klúbburinn, Hitt og þetta sf. - Gunnlaugur Egilsson, 2.600.000 kr. Kandíland, Íslenska hreyfiþróun- arsamsteypan, Vigdís Eva Guð- mundsdóttir, 2.850.000 kr. Þjófurinn, Lab Loki – Rúnar Guð- brandsson, 1.000.000 kr. Súldarsker, Leikhópurinn Soðið svið - Aðalbjörg Þóra Árnadóttir, 3.200.000 kr. Litla systir skrímsli, Leikhúsið 10 fingur - Helga Arnalds, 1.850.000 kr. Eins og vatnið, Ólöf danskompaní - Ólöf Ingólfsdóttir, 2.690.000 kr. Miskunnsömu Pönkararnir, STOPP-leikhópurinn - Eggert Kaab- er, 2.500.000 kr. Nígeríusvindlið, Sviðslistahóp- urinn 16 elskendur - Karl Ágúst Þor- bergsson og Friðgeir Einarsson, 3.950.000 kr. Við val verkefna var fyrst og fremst litið til verkefnanna og list- rænna möguleika þeirra. Haft var til hliðsjónar að sinna sem flestum list- greinum og aldurshópum og fleiri stöðum á landinu. Ráðið lagði til að gerðir væru tveir samstarfssamn- ingar til eins árs: Hafnarfjarðarleik- húsið, 15.000.000 kr., og Vesturport, 7.500.000 kr. Styrkir til leikhópa Úthlutanir Leiklist- arráðs fyrir 2010 Nýlistasafnið var stofnað árið 1978 af hópi myndlistarmanna. Samtímis var stofnað Félag um Nýlistasafnið, sem rekur safnið, en í því eru tæplega 300 félagar, innlendir og erlendir. Haldnar hafa verið um 600 sýningar í safninu, með þátttöku um 1.900 listamanna – sem dæmi má nefna að árið 1997 voru 46 sýningar í safninu og þá sýndu 217 lista- menn, þar af 79 erlendir. Einnig hafa um 200 viðburðir verið haldnir í safninu auk þess sem safnið hefur komið að listútgáfu. Fyrsta húsnæði safnsins var í bakhúsi á Vatnsstíg 3b. Safnið var síðan um skamm- an tíma rekið í geymslukjallara í Þing- holtsstræti 6, þá á Vatnsstíg 3, svo á Laugavegi 26 og er nú flutt á Skúlagötu 28. Frá stofnun hefur safnið þegið listaverk að gjöf frá listamönnum og á nú um 2.000 listaverk íslenskra og erlendra samtíma- listamanna. Sýning á verkum úr safneign Nýlistasafnsins verður opnuð í nýju safn- húsnæði fimmtudaginn 11. mars 600 sýningar 1.900 listamanna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.