Morgunblaðið - 02.03.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.03.2010, Blaðsíða 12
12 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2010 GENGI sterlingspundsins gagnvart helstu gjaldmiðlum hélt áfram að lækka á mörkuðum í gær. Gengi pundsins fór lægst niður í 1,48 gagn- vart Bandaríkjadal og hafði ekki ver- ið lægra í níu mánuði. Sömu sögu er að segja af evrunni en gengi punds- ins hefur ekki verið lægra gagnvart henni í tæpt ár. Segja má að fátt styðji við gengi pundsins um þessar mundir. Skoð- anakannanir benda ítrekað til þess að hvorki Verkamannaflokkurinn né Íhaldsflokkurinn fái afgerandi meiri- hluta að loknum þingkosningunum sem munu fara fram í síðasta lagi í sumar. Skuldastaða breska ríkisins ásamt miklum fjárlagahalla gerir það að verkum að styrkan meirihluta á þingi þarf til þess að ráðast í þau erfiðu verkefni sem þarf til þess að koma skikki á ríkisfjármálin. Á sama tíma hafa forráðamenn Englandsbanka látið í veðri vaka að bankinn muni jafnvel halda áfram að auka peningamagn í umferð með beinum kaupum á ríkisskuldabréf- um til þess að örva höktandi hag- vxöt. Slík inngrip geta myndað verð- bólguþrýsting til lengri tíma og vaxandi verðbólguvæntingar grafa því undan gengi pundsins. Það er því ekki að furða að spákaupmenn taki nú í vaxnandi mæli stöður gegn pundinu. Financial Times segir frá því að andvirði skráðra skortstöðu- samninga í pundum í kauphöllinni í Chicago hafi numið ríflega 6 millj- örðum dala í kringum 23. febrúar og um hafi verið að ræða verulega aukningu frá því vikunni á undan. Hagkerfið í Portúgal stendur illa Á skuldabréfamarkaði má einnig finna vísbendingar um þverrandi trú fjárfesta á pundinu og getu stjórn- valda til þess að taka á skuldavanda ríkisins. Eins og fram kemur í Fin- ancial Times er ávöxtunarkrafan á bresk ríkisskuldabréf orðin mun hærri en hjá ríkjum sem einnig njóta hæsta lánshæfismats og eru í AAA- flokki matsfyrirtækja. Munurinn á ávöxtunarkröfu á tíu ára ríkisskulda- bréfum Þýskalands annars vegar og Bretlands hins vegar, er nú um 100 punktar. Samkvæmt Financial Tim- es er krafan aðeins litlu lægri en krafan á portúgölsk ríkisskuldabréf. Portúgal er það hagkerfi evrusvæð- isins, fyrir utan það gríska, sem þyk- ir standa hvað verst um þessar mundir. ornarnar@mbl.is Fjárfestar flýja breska pundið Reuters Takmarkað aðgengi Leigubíll í London ekur framhjá stað þar sem eitt sinn stóð hraðbanki en búið er að múra fyrir. Mikil óvissa ríkir um efnahagshorfurnar ● LANDSFRAMLEIÐLSA í Svíþjóð dróst saman 0,6% á síðasta ársfjórðungi í fyrra. Þetta þýðir að hagvöxtur dróst saman síðustu sex mánuði ársins. Væntingar voru um að hagvöxtur hefði numið 0,3% síðustu mánuði ársins 2009. Samkvæmt Financial Times dróst landsframleiðsla saman í Svíþjóð 4,9% í fyrra og um er að ræða mesta samdráttarskeið í landinu frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Að sögn sér- fræðinga var það fyrst og fremst minnkandi einkaneysla sem stuðlaði að samdrættinum en útflutningur var í takt við væntingar. Samdráttur í Svíþjóð ÞETTA HELST ... ● RÍFLEGA 11 milljarða króna velta var á skuldabréfamarkaði í gær. Bæði verð- tryggð og óverðtryggð skuldabréf hækkuðu í viðskiptunum. Vísitala Gamma fyrir verðtryggð íbúðabréf hækkaði um 0,3% og vísitalan fyrir óverðtryggð ríkisbréf hækkaði um það sama. Ríflega 8 milljarða velta var með óverðtryggðu bréfin. Skuldabréf hækka ● Íslandspóstur skilaði 92 milljóna króna hagnaði af rekstrinum í fyrra. Arðsemi eigin fjár nam 3,7% en sam- kvæmt frétta- tilkynningu frá fé- laginu er miðað við 10% arðsemi af eigin fé. Heildar- tekjur félagsins á síðasta ári námu 6,4 milljörðum króna og drógust saman um 3,7% frá fyrra ári. Heildareignir voru 5,1 milljarður króna í árslok 2009 og eigið fé nam 2,6 milljörðum króna. Félagið greiddi 80 milljónir króna í arð til ríkissjóðs á árinu Tæplega 4% arðsemi af rekstri Íslandspósts Íslandspóstsmaður að störfum. ● SKILANEFND Glitnis hefur yfirráð yf- ir ríflega 10% hlut í bresku matvöru- verslanakeðjunni Iceland. Þegar Baugur varð gjaldþrota í mars 2009, gekk skila- nefndin að hlutabréfunum í Iceland, sem sett voru að veði vegna annarra fjárfestinga og endurfjármögnunar Baugs. Því er stutt í að minnsta kosti 79% hlutabréfa í Iceland í eigu skila- nefnda, því skilanefnd Landsbankans á 40% bréfa í Iceland, og undirbýr yf- irtöku á félaginu Styttu, sem heldur ut- an um 29% hlut í Iceland. Samkvæmt síðustu stóru viðskiptum með bréf í Iceland, þegar Stytta keypti 29% hlut á 430 milljónir punda, er hlutur Glitnis í Iceland um 150 milljón punda virði. Glitnir á 10% í Iceland STJÓRNENDUR Landsbanki Sec- urities UK seldu vörumerkið Teathers til fjár- festingabankans Straums í nóv- ember 2008, án vitneskju eða samþykkis skila- nefndar Landsbankans. Þetta kemur fram í minnisblaði skila- nefndar bankans til kröfuhafa. Eftir að Landsbankinn komst í þrot í byrjun október 2008 lentu dótturfélög hans víða um heim í vandræðum. Stjórnendur Lands- banki Securities, sem varð til við samruna verðbréfafyrirtækjanna Bridgewell og Teather&Greenwo- od, óskuðu þess við bresk yfirvöld í nóvember 2008 að fyrirtækið yrði lýst ógjaldfært. Stuttu áður en það var gert, var vörumerkið Teathers hins vegar selt til Straums, sem var á þeim tíma enn í fullu fjöri. Í kjölfarið réð Straum- ur til sín fjölmarga starfsmenn sem höfðu unnið hjá Landsbanki Securities. Skömmu fyrir hrun Landsbank- ans höfðu átt sér stað viðræður um kaup Straums á Kepler Equi- tes og Merrion Capital. Lands- bankinn féll hins vegar áður en salan gekk í gegn. Skilanefnd varð þó fljótlega ljóst að koma þurfti fyrirtækjunum í verð sem fyrst, svo eitthvað fengist fyrir þau. Nið- urstaðan varð sú að stjórn- endateymi fyrirtækjanna keyptu þau. thg@mbl.is Seldu Teathers án vitneskju skilanefndar Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is BREYTINGAR á skattalögum hafa það í för með sér að fjöldi erlendra fjármögnunar- og eignarhaldsfélaga er að flytja úr landi, en skatttekjur af starfsemi þessara félaga hefur num- ið milljörðum króna undanfarin ár. Um er að ræða félög, sem þjónað hafa hlutverki nokkurs konar innan- húsbanka í erlendum fyrirtækjasam- stæðum. Taka þau lán, t.d. með skuldabréfaútgáfu, og lána til ann- arra fyrirtækja í samstæðunni. Þeg- ar félögin eru til húsa hér á landi verður eftir í þeim hagnaður, sem þau hafa greitt skatt af. Skattalagabreytingin, sem veldur flóttanum núna, felur í sér að vaxta- greiðslur þessara félaga til lánar- drottna sinna bera 15 prósenta af- dráttarskatt. „Skatturinn gerir það að verkum að ekki borgar sig lengur fyrir langflest slík fyrirtæki að stunda sína starfsemi hér á landi lengur og eru þau því á förum,“ segir Páll Jóhannesson, sérfræðingur í skattarétti hjá lögmannstofunni NORDIK legal. Í hópi þeirra sem mest greiddu Á lista yfir þá tíu lögaðila sem greiddu hæstan tekjuskatt í Reykja- vík í fyrra eru fjögur slík fyrirtæki, en þau greiddu samtals tæpan millj- arð í skatt fyrir árið 2008. Til við- bótar eru svo fleiri sambærileg félög sem ekki komust á þennan lista. Í ákveðnum tilvikum munu félögin ekki þurfa að greiða skatt af vaxta- greiðslunum, ef viðtakandi greiðsln- anna er í landi sem gert hefur tví- sköttunarsamning við Ísland. „Í þeim tilvikum þar sem félagið hefur t.d. gefið út skuldabréf, sem ganga kaupum og sölum á markaði, er illmögulegt fyrir þau að sann- reyna að allir eigendur skuldabréf- anna séu í slíkum ríkjum. Því er ein- faldara að yfirgefa landið með þeim skatttekjum og gjaldeyrisinn- streymi sem þessari starfsemi fylgir. Það má því velta fyrir sér hvort þessi nýja skattlagning hafi í raun orðið til þess að tekjur ríkissjóðs lækki. Þá verður jafnframt að viðurkennast að yfirlýsingar stjórnvalda um frekari umtalsverðar breytingar á skatta- lögum eru ekki til þess fallnar að halda í erlend fyrirtæki, sem auð- veldlega geta flutt úr landinu,“ segir Páll. Milljarðar fældir á brott  Nýr skattur á vaxtagreiðslur til útlanda verður þess valdandi að erlend eign- arhaldsfélög eru á leið úr landi  Félögin hafa greitt milljarða á ári í tekjuskatt Skattur Félögin hafa skilað ríkinu milljörðum í skatttekjur. ● KOPARVERÐ hækkaði mikið á heims- markaði í gær í kjölfar öflugs jarð- skjálfta í Chile. Landið er stærsti, ein- staki koparframleiðandi í heimi. Í kauphöllinni í New York hækkaði kop- arverð um 6,2%. Ekki hafa borist ná- kvæmar upplýsingar um hvaða áhrif skjálftarnir munu hafa á koparfram- leiðslu Chile. Málmurinn er mikilvæg útflutningsvara fyrir landið, og nemur um helmingi 53 milljarða árlegum vöru- útflutningi landsins. Þrátt fyrir að kop- arnámur kunni að hafa komist til- tölulega óskaddaðar frá skjálftanum, er ekki víst hvernig ástandið er á hafn- armannvirkjum landsins. Koparverð hækkar eftir jarðskjálfta í Chile

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.