Morgunblaðið - 02.03.2010, Side 30

Morgunblaðið - 02.03.2010, Side 30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2010 Nokkrar breytingar má umþessar mundir greina íflóru þeirra sýningarsala sem sinna skapandi myndlist á höf- uðborgarsvæðinu. Um leið má sjá tvö „sýningasvæði“ styrkjast í borg- inni; einskonar nanó-Chelsea og míkró-57. stræti, ef ástandinu er líkt við gallerísenuna í New York. Í Hafnarstræti hefur i8 galleríið opnað í nýjum húsakynnum í næsta nágrenni við Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsinu og Ljósmyndasafn Reykjavíkur, sem er í sama húsi og Borgarbókasafn. Slíkt sambýli list- stofnana og einkaframtaks fer oft vel saman. Þá er einnig að myndast kjarni sýningastaða við Skúlagötu, þar sem Nýlistasafnið var opnað um helgina við hliðina á Reykjavík Art Gallerý. Þar eru einnig listamenn, innrömmunarfyrirtæki með sýning- arsal. Það er alltaf gaman að geta farið á sýningarölt; það væri vel til fundið ef forráðamenn yrðu í fram- tíðinni samstiga með opnanir á sýn- ingum í þessum „kjörnum“.    Mörgu áhugafólki um myndlisthefur á síðustu misserum óað við þeirri fækkun sem orðið hefur á stöðum sem sýna og sinna listinni. Við Laugaveginn höfum við til að mynda séð samtímalistasafnið Safn og Start Art loka, og Gallery Tur- pentine, sem var með blómlegan rekstur í góðærinu, fyrst í Ingólfs- stræti og síðan við Skólavörðustíg, hefur nánast horfið. I8 hefur verið lokað um hríð, rétt eins og Nýlista- safnið, sem kvaddi fyrir nokkru hús- næðið á annarri hæð við Laugaveg, en gengið var inn af Grettisgötunni. Möguleikunum fyrir listamenn að sýna verk sín hefur því fækkað tals- vert á þessum tíma – en þá er ég ekki að tala um sölutregðu á mynd- verkum, það er önnur hlið á ten- ingnum. Ef horft er til Reykjavíkur eru vissulega nokkrir sýningastaðir eft- ir; stóru söfnin eru á sínum stað – reyndar með færri sýningar á ári í kreppunni. Gallerí Fold heldur dampi, Gallerí Ágúst einnig, og í Listasafni ASÍ heldur blómleg starf- semi áfram. Þar hafa eftirminnileg- ar sýningar verið settar upp síðustu árin; fyrirkomulagið þar sem lista- menn sækja um að sýna, í bland við sýningar sem stjórnendur skipu- leggja, er greinilega að virka og það vel.    En aftur að Nýlistasafninu; þaðverður forvitnilegt að sjá hvaða stefna verður tekin þar í sýn- ingahaldinu. Á þremur áratugum hefur Nýló hefur haft gríðarlega mikilvægu hlutverki að gegna í að sýna og kynna framsækna myndlist. Birta Guðjónsdóttir, formaður safnsins sagði í viðtali í Lesbók að á næstunni stæði til að miðla áfram rannsóknum á heimildum safnsins, eins gert var síðustu tvö ár. Þá hef- ur sex erlendum sýningastjórum verið boðið að vinna með forsvars- fólki Nýló á næstunni, vinna með safneignina, standa að sýningum, málþingum eða útgáfu. Það verður án efa forvitnilegt. Birta sagði enn- fremur að safnið hefði verið eins konar brú milli íslensku myndlist- arsenunnar og erlendra hræringa; svo yrði áfram. Ánægjulega þróun má sjá hér á landi hvað það varðar að sífellt fleiri eru að mennta sig í listasögu, list- fræðum og sýningastjórnun. Gaman væri að sjá þetta fólk fá að spreyta sig við að setja upp sýningar, í bland við þá eldri og reyndari. Hins vegar vona ég að Nýlistasafnið taki aftur upp á því að auglýsa eftir hugmynd- um að sýningum, eins og gert var hér áður; út úr því kemur oft eitt- hvað forvitnilegt og fleiri raddir fá að hljóma en ef hæstráðendur einir móta stefnuna.    En ég minntist á sölu á mynd-verkum. Sumir líkja ástandinu um þessar mundir við frost og af- leiðingar kunni að verða kal- skemmdir í akri myndlistarakrin- um. Einn virtur listarmaður sagðist alvarlega hafa íhugað að hætta að vinna við listina og snúa sér að öðru. Fólk má ekki gefast upp þótt hart sé í ári og þetta séu viðbrigði, og eink- um fyrir þá sem hafa selt verk sín vel og þekkja kannski ekki annað. Listamannanna er nefnilega að vinna úr og túlka ástandið, hvers á sinn hátt. Beint eða óbeint. Þess vegna þurfum við líka fleiri sýning- arsali. efi@mbl.is Sýningarsölum fjölgar að nýju AF LISTUM Einar Falur Ingólfsson »Möguleikunum fyrir listamenn að sýna verk sín hefur því fækkað talsvert á þessum tíma – en þá er ég ekki að tala um sölutregðu á mynd- verkum, það er önnur hlið á teningnum. Morgunblaðið/Ásdís Í Nýló Hundruð listamanna hafa sýnt í Nýlistasafninu. Árið 2001 kom breska stjarnan Sarah Lucas þar fyrir verki. Sími 462 3500 Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Leap Year kl. 5:45 - 8 - 10:15 LEYFÐ Loftkastalinn sem hrundi kl. 6 - 9 B.i. 14 ára Percy Jackson / The Lightning Thief kl. 5:30 B.i. 10 ára It‘s Complicated kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára Nikulás litli kl. 6 LEYFÐ Wolfman kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára Precious kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12 ára Leap Year kl. 8 - 10:15 LEYFÐ Loftkastalinn sem hrundi kl. 5 - 8 - 11 B.i.14 ára It‘s Complicated kl. 8 - 10:35 B.i.12 ára Avatar 3D kl. 5 B.i.10 ára Mamma Gógó kl. 6 LEYFÐ Shutter Island kl. 6 - 9 B.i. 16 ára Loftkastalinn sem hrundi kl. 6 - 9 B.i. 14 ára SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍOI OG REGNBOGANUM BRÁÐSKEMMTILEG RÓMANTÍSK GAMANMYND MEÐ AMY ADAMS ÚR „ENCHANTED“ ANNA HAFÐI Í HYGGJU AÐ BIÐJA UM HÖND KÆRASTANS ÞANN 29. FEBRÚAR ...EN ÞETTA ER EKKI KÆRASTINN HENNAR! HHHH Átakanleg saga sem skilur engan eftir ósnortinn... Leikurinn er hreint út sagt magnaður!” - T.V., Kvikmyndir.is HHHH „Scorsese veldur ekki vonbrigðum frekar fyrri daginn.... Shutter Island er útpæld, vel unnin, spennandi og frábærlega leikin.” T.V. - Kvikmyndir.is STÆRSTA OPNUN ALLRA TÍMA Á MARTIN SCORSESE MYND SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG SMÁRABÍÓI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI HHHHH -H.K., Bylgjan HHHHH -H.S., MBL HHHH+ -Ó.H.T., Rás 2 HHHHH -V.J.V., FBL HHHHH -T.V., Kvikmyndir.is SÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI HHH -H.S.S., MBL HHH T.V. - Kvikmyndir.is SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI 600 kr. Gildir ekki á 3D 600 kr. 600 kr. 600 kr. 600 kr. TOPPMYNDIN Í DAG Á ÍSLANDI OG Í BANDARÍKJUNUM HHHH „Precious er einstaklega vel leikin mynd á alla kanta, vel leikstýrt, einföld og gífurlega áhrifamikil.“ -T.Þ.T, DV Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og HáATH. ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIÐ GILDIR EKKI Í BORGARBÍÓI, LÚXUS, 3-D MYNDIR OG ÍSLENSKAR MYNDIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.