Morgunblaðið - 02.03.2010, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2010
ÞAÐ þarf ekki að spyrja að því að
leikstjórinn mikilfenglegi Martin
Scorsese fer beinustu leið á topp
Bíólistans með mynd sína Shutter
Island. Tæp 4.000 manns sóttu hana
um helgina en hún skartar þeim Ben
Kingsley, Leonardo DiCaprio og
Mark Ruffalo í burðarrullum. Er
þetta á kostnað Loftkastalans sem
hrundi, sem hrynur við þetta niður í
annað sætið. Aðsókn á þá mynd er
annars búin að vera góð, yfir 12.000
manns hafa nú séð myndina. Aðrar
nýjar myndir eru hin lofaða Precious
og svo rómantíska gamamyndin The
Rebound sem fær grænt ljós hjá
gagnrýnanda Morgunblaðsins á síð-
um þessum. Segjum þetta gott úr
Bíólistalandi að sinni. Góðar stundir.
arnart@mbl.is
Tekjuhæstu myndirnar í íslenskum kvikmyndahúsum
Meistari Scorsese á toppnum
! "#
$ %#
&'
'
(
)
*
&
+
,
-
.
'/
Gírugur Leonardo DiCaprio er
svellkaldur í Shutter Island.
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
„ÞETTA eru mjög mikilvæg verð-
laun, sérstaklega í Þýskalandi, og
náttúrulega mikil viðurkenning fyrir
mig því dómefndin er skipuð mjög
flottu fólki sem mark er á takandi,“
segir Andri Snær Magnason rithöf-
undur um Kairos-verðlaunin sem
hann veitti viðtöku í Hamborg í
Þýskalandi á sunnudaginn. „Í fyrsta
lagi er þetta mjög skemmtileg viður-
kenning því þetta eru ekki bara bók-
menntaverðlaun, valið stendur um
fólk úr öllum listgreinum og því úr
gríðarlega mörgum að velja. Í öðru
lagi skiptir þetta máli fyrir mig því
bækurnar mínar eru að koma út á
þýsku, LoveStar kom t.d. út á
sunnudaginn, og þetta breytir miklu
upp á athyglina,“ bætir Andri Snær
við.
Kairos-verðlaunin eru ein mikil-
vægustu menningarverðlaun Evr-
ópu. Þau eru veitt einu sinni á ári og
ætluð listamönnum á sviði mynd-
listar, tónlistar, arkitektúrs, kvik-
myndagerðar, ljósmyndunar, rit-
listar eða blaðamennsku.
Húmor og sannfæringarkraftur
Verðlaunaathöfnin á sunnudaginn
var helguð Andra Snæ og verkum
hans, fór hún fram í Borgarleikhús-
inu í Hamborg að viðstöddum 1.200
gestum. Fram komu m.a. Emilíana
Torrini, Pétur Hallgrímsson, Stein-
dór Andersen, Páll frá Húsafelli og
Hilmar Örn Hilmarsson.
Í umsögn dómnefndar um valið í
ár segir að hún hafi meðal annars
byggt það á því að höfundurinn
Andri Snær stillir sér ekki upp sem
hlutlausum áhorfanda heldur sem
beinum þátttakanda í samfélaginu,
„með húmor og sannfæringarkrafti
ljái hann kraftmikilli grasrótar-
hreyfingu á Íslandi rödd sína og
sköpunarhæfileika,“ segir um Andra
Snæ í fréttatilkynningu frá Alfred
Toepfer-stofnuninni sem veitir verð-
launin. Kairos-verðlaunin voru fyrst
veitt árið 2007 og þeir sem hafa áður
hlotið þau eru þýski tónlistarfræð-
ingurinn Albrecht Dümling, rúm-
enski sýningastjórinn Tímea Jung-
haus og flæmsk-marokkóski
danshöfundurinn Sidi Larbi Cherka-
oui. Andri Snær fékk 75.000 evrur í
verðlaunafé.
„Ég fékk líka fallegt tímaglas úr
silfri. Auk þess er stofnunin með
mjög fín tengsl inn í allt menningar-
líf og heldur utan um mjög marga
listamenn sem á eflaust eftir að
reynast vel,“ segir Andri Snær.
Já og nei og svart og hvítt
Hvað ætlar þú svo að gera við pen-
ingana sem frúin í Hamborg gaf þér?
„Það er svona einhvers staðar á
milli já og nei og svart og hvítt held
ég. Ég deili þessu með Steingrími J.
Sigfússyni en restin fer í listina,
þetta skiptist á milli velferðarkerf-
isins og listarinnar,“ segir Andri
Snær og það veitir líklega ekki af
enda er hann með margt á döfinni.
„Síðasta vika var risastór, þá skiluðu
ég og Þorleifur Örn fyrsta aðal-
handriti að leikriti sem verður sett
upp í Borgarleikhúsinu í lok mars.
Þetta er eiginlega sjálfstætt fram-
hald af því samstarfi sem spratt út
frá verkinu Eilíf hamingja sem var
sett upp 2007. Þetta er samtímaverk
og það er bannað að segja Icesave,
banki og 2007 í því og við forðumst
helstu klisjurnar sem liggja í loftinu.
Síðan er ég með barnabók sem er
vonandi að sigla áfram og síðan ann-
aðhvort skáldsögu eða sagnasafn.
Svo er ég aftur flæktur í heimilda-
myndarverkefni sem kemur seinna í
ljós,“ segir Andri Snær sem fékk
einnig Edduverðlaun á laugardag-
inn. „Þetta var stór helgi, það var
frumsýning á LoveStar á föstudeg-
inum hjá Herranótt, Edda á laugar-
deginum og Kairos á sunnudeginum,
ein helgi verður ekki mikið stærri
hjá manni. Ekki nema maður fá
Nóbel og Óskar um sömu helgi, það
er eina leiðin til að toppa þetta.“
„Þetta var stór helgi“
Andri Snær Magnason fékk Kairos-menningarverðlaunin afhent í
Hamborg um helgina „Ein helgi verður ekki mikið stærri hjá
manni. Ekki nema maður fái Nóbel og Óskar um sömu helgi“
Afhending Andri Snær tekur við verðlaununum úr hendi dómnefndar.
Hátíðarstund Emilíana Torrini og Steindór Anderssen komu fram.
SUMIR ERU HEPPNIR Í ÁSTUM
AÐRIR EKKI!
FRÁBÆR,
GAMANSÖM
OG RÓMANTÍSK
MYND
HHH
- S.V. – MBL.
SÝND Í KRINGLUNNI
Besti leikarinn,
Robert Downey Jr.
SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI
TILNEFND TIL
2 ÓSKARSVERÐLAUNA
FRÁ SAMA LEIKSTJÓRA OG FÆRÐI OKKUR
PRETTY WOMAN
SÝND Í ÁLFABAKKA
SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI
SÝND Í ÁLFABAKKA, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
HHH
„Flottur stíll, góðar brellur, afbragðs förðun
og MIKIÐ blóð. Ég fékk semsagt allt sem
bjóst við og gekk alls ekki út ósáttur.”
T.V. -Kvikmyndir.is
SÝND Í KRINGLUNNI
Clint Eastwood
leikstýrir hér
frábærri mynd
um það hvernig
Nelson Mandela
sameinaði
Suður Afríku ÞAÐ ERU TVÆR HLIÐAR Á ÖLLUM MÁLUM
FRÁ FRAMLEIÐANDANUM SIGURJÓNI SIGHVATSSYNI KEMUR EIN AF STÓRMYNDUM ÁRSINS
„BESTA KVIKMYND SEM HEFUR VERIÐ FRAMLEIDD SÍÐASTLIÐINN 20 ÁR.“
- DAVID LETTERMAN
SÝND Í ÁLFABAKKA,
KRINGLUNNI OG AKUREYRI
TILNEFND TIL
2 ÓSKARS-
VERÐLAUNA
HHHH
- NEW YORK TIMES
HHHH
- ENTERTAINMENT WEEKLY
SÝND Í ÁLFABAKKA,
KRINGLUNNI OG AKUREYRI
HHHHH
- RICHARD ROEPER, RICHARDROEPER.COM
HHHH
- 88REELVIEWS - JAMES B.
HHHH
- PETE HAMMOND, BOXOFFICE MAGAZINE
HHH
- MBL
HHH
- DV
600 kr.
600 kr.
600 kr.
600 kr.
600 kr.
600 kr.
BJARNFREÐARSON
- Kvikmynd ársins
- Leikari ársins í aðalhlutverki
- Handrit ársins
- Kvikmyndataka ársins
- Búningar ársins
- Leikstjóri ársins
- Meðleikari ársins
HLAUT 7 EDDUVERÐLAUN
/ KEFLAVÍK
THE WOLFMAN kl. 8 16
NINE kl. 8 L
IT'S COMPLICATED kl. 8 L
THE WOLFMAN kl. 8 16
/ SELFOSSI
VALENTINE'S DAY kl. 8 L
BROTHERS kl. 10:20 12
TOY STORY 2 - 3D m. ísl. tali kl. 6 L
WHERE THE WILD THINGS ARE kl. 6 L
THE BOOK OF ELI kl. 8 16
SHERLOCK HOLMES kl. 10:20 12
/ AKUREYRI
GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR, VIP OG 3D MYNDIR
27.02.2010
2 5 12 27 35
6 8 0 1 1
6 0 7 5 2
31
24.02.2010
2 4 8 15 25 26
819 20