Morgunblaðið - 02.03.2010, Side 28

Morgunblaðið - 02.03.2010, Side 28
28 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2010 Fólk Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „ÉG hef verið aðdáandi Carpenters síðan ég var fjórtán ára, ég varð strax ofsalega hrifin af þeim og þá sérstaklega af söngkonunni Karen Carpen- ter, hún var það flottasta sem ég hafði heyrt í. Ég söng einmitt í fyrsta skipti sóló þegar ég var 14 ára í söngvakeppni Samfés og tók þá Carpenters- lag, tvö ár í röð, þannig að þau eru búin að fylgja mér í öll þessi ár,“ segir Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona sem mun halda Carpenters-tónleika í Salnum í Kópavogi að kvöldi 18. mars næstkom- andi. „Það er búið að vera á stefnuskránni í mörg ár að halda svona tónleika en hef aldrei lagt í það fyrr en núna,“ bætir Regína við. Karen Carpenters hefði orðið 60 ára í dag, 2. mars, en hún lést í febrúar 1983, 32 ára að aldri. „Hún var jafngömul og ég er í dag þegar hún dó, þetta var sorgarsaga. Ég var búin að ákveða að halda þessa tónleika þegar ég áttaði mig á að hún ætti stórafmæli á árinu og meira að segja í mars, þessu var ætlað að verða,“ segir Regína. „Þegar ég var yngri fannst mér Karen svo æð- isleg og ég reyndi að syngja alveg eins og hún eða þangað til að ég skildi að maður þarf að finna sína eigin rödd.“ Á efnisskrá Carpenters-tónleikana í Salnum er tuttugu og eitt lag, öll þeirra bestu að sögn Regínu. „Það liggur svo mikið eftir þau enda voru þau á fullu í tónlistinni frá 1969 til ’83. Á efn- isskránni eru uppáhaldslögin mín og lög sem verða líka að vera með, annars finnst mér þetta allt gott. Ég er með mikið af ballöðum en líka hresst inni á milli, Carpenters-systkinin voru mik- ið í því að taka lög annarra og endurútsetja og gerðu þau þannig að sínum,“ segir Regína. Hljómsveitin sem leikur undir hjá Regínu á tón- leikunum er skipuð: Pálma Sigurhjartarsyni, Hannesi Friðbjarnarsyni, Friðriki Sturlusyni, Ein- ari Þór Jóhannssyni og Haraldi V. Sveinbjörns- syni. „Þegar hljómsveitin var sett saman var skil- yrði að þeir gætu raddað og fíluðu tónlistina og þeir uppfylltu þau skilyrði. Ég er nefnilega ekki með bakraddir. Okkur finnst gaman að vinna saman, þetta er ástríðuverkefni fyrir mér og þeir eru með mér í þessu,“ segir Regína að lokum. Hef verið Carpenters-aðdáandi frá 14 ára aldri Í uppáhaldi Regína hefur lengi hlustað á Car- penters og féll ung fyrir töfrum Karenar.  Það er ekki mikill frumleiki á Ríkisútvarpinu þegar kemur að nafnavali á útvarpsþætti, vísan í nöfn þáttastjórnenda, upphafsstafir eða eftirnöfn, virðist vera tískan þar á bæ. Heiða Ólafsdóttir og Margrét Erla Maack stýra þættinum H og M, Atli Þór Albertsson og Jóhann Gunnar Jóhannsson eru með þátt- inn Frá A til J og Bergsson og Blön- dal er stýrt af Felix Bergssyni og Margréti Blöndal. Svo ekki sé talað um Morgunstund með KK, Færi- bandið með Bubba Morthens, Helg- arútgáfuna með Guðna Má Henn- ingssyni og Sirrý á sunnudags- morgnum. Spurning hvenær Popp- landi verður breytt í Óla Palla- land. Verður það Óla Palla-land næst?  Upp úr skotgröfunum – umræða um framtíð íslenskrar kvikmynda- gerðar nefnist fundur sem nem- endur áfangans BÍÓ213 í Fjöl- brautaskólanum við Ármúla hafa efnt til í dag í skólanum. Meðal þeirra sem hafa staðfest komu sína eru; Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, Páll Magn- ússon útvarpsstjóri, Ragnar Braga- son leikstjóri og Hrönn Kristins- dóttir framleiðandi. Fundarstjórar/þáttastjórnendur eru Þorfinnur Ómarsson og Gylfi Þór Sigurðsson, nemandi við skól- ann. Markmið fundarins er að stuðla að málefnalegri umræðu um fram- tíð kvikmyndagerðar hérlendis. Fundurinn verður tekinn upp, unn- inn og síðan sýndur fullkláraður á heimasíðu skólans. Nemendurnir sem standa að fundinum eru undir handleiðslu Þórs Elís Pálssonar kvikmyndagerðamanns sem kennir við skólann. Fundurinn verður haldinn í and- dyri Fjölbrautaskólans við Ármúla í dag kl. 12 og stendur í 40-50 mín- útur. Upp úr skotgröfunum í Fjölbraut við Ármúla Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is „ÞAÐ eru tuttugu og fimm ár liðin síðan mynd Friðriks Þórs var fyrst sýnd,“ segir kvikmyndagerðarmað- urinn Eysteinn Guðni Guðnason spurður um ástæður þess að hann ákvað að ráðast í endurgerð þessarar frægu myndar. Mynd Friðriks var sýnd árið 1985 og þar fer áhorfandinn eftir þjóðvegi 1 á 80 mínútum. Mynd Friðriks var unnin þannig að mynda- vél var fest á þak bíls sem síðan tók einn ramma með reglulegu millibili. „Ég útskrifaðist úr Kvikmynda- skóla Íslands árið 2005 og þessi hug- mynd er búinn að vera í hausnum í nokkurn tíma. Svo skellti ég mér í þetta haustið 2009 en ákvað að víkka hugmyndina aðeins út. Þannig að myndin er tveir rammar, þar sem ein myndavél vísaði fram en hin aftur á bak. Myndin verður þess vegna sýnd á tveimur veggjum sem snúa hvor á móti öðrum. Þetta er ný upplifun fyr- ir áhorfendur, þeir geta bæði ímynd- að sér að þeir séu í bílnum eða þá ráð- ið því hvernig þeir snúa. Þá keyrði ég norður fyrir en Friðrik keyrði suður fyrir.“ Eysteinn segir lengd myndarinnar, sem er 66 mínútur, vera þannig að ferðalagið verður nógu hratt til að vera áhugavert, en það er ekki það hratt að fólk missi af einhverju. Veðurguðirnir gengu svo í lið með Eysteini og buðu upp á sýnishorn af öllu því sem hið margbrotna íslenska veðurfar hefur upp á að bjóða. „Ég tók einn ramma á tíu metra fresti og náði blessunarlega ekta ís- lensku veðri. Það var þungskýjað, það snjóaði, það kom sólskin, rigning, þoka o.s.frv.“ Keyrði út af Ekki gekk þó slysalaust að koma verkefninu í höfn. „Jú, jú … það var hefðbundinn vandræðagangur ef svo má segja. Ýmisleg tæknileg atriði sem þurfti að leysa. Svo prófaði ég að nota raf- magnsbíl en það gekk ekki upp. Þannig að ég kolefnisjafnaði ferðina í staðinn. Svo keyrði ég allsvakalega út af rétt hjá Akureyri. Ég var ekki einn á ferð, með í för voru þrír rússneskir krakkar sem voru í heimsókn hjá vini mínum. Þau voru með þér þessa fjóra daga sem ferðalagið tók og voru mér til halds og trausts. Það var ekki slæmt að hafa smáfélagsskap.“ Hringurinn II er fyrsta mynd Ey- steins í fullri lengd, en hann segist að- eins hafa komið að myndbandagerð. Eftirvinnslan á myndinni er síðan bú- in að standa síðan hún var tekin upp. „Þetta konsept er einfalt þannig séð en ég sat á 132 tímum af efni, þar sem ég var með tvo ramma.“ Upprunaleg mynd Friðriks hefur ekki komið út á mynddiski og segir Eysteinn að það væri gaman að sjá það gerast. „Ég sá hana í Þjóðmenningarhús- inu en ég veit ekkert um stöðu mála hvað útgáfur varðar. Það væri gaman að standa að einhvers konar sam- útgáfu, þar sem báðar myndirnar væru.“ Eysteinn segir að eðlilega hafi ým- islegt breyst þegar hann keyrði þenn- an hring; nýjar sjoppur og nýjar beygjur poppi upp hér og hvar. „Stærsti munurinn lá í Hvalfjarð- argöngunum. Svo er nýr vegur rétt hjá Staðarskála, en ég ólst upp þar í nágrenninu.“ Brennu-Njáls saga 2? „Ætli það verði ekki bara Brennu- Njáls saga 2?“ segir Eysteinn rú- skinn þegar hann er spurður út í framtíðarverkefni. Hér vísar hann í fræga stuttmynd Friðriks frá 1980 þar sem fólk fylgdist með nefndri bók brenna til ösku. „Nei, það er ekkert í pípunum sos- um. Ég hef ekkert heyrt í Friðriki með þetta en vona að hann mæti á sýninguna.“ Ferðalag á hljóðhraða  Hringurinn II frumsýnd í kvöld  Endurgerð á mynd Friðriks Þórs, Hringurinn  Sýnd á tveimur húsveggjum, sem snúa hvor á móti öðrum Frumraun Hringurinn II er fyrsta mynd Eysteins Guðna Guðnasonar. Myndin er gefin út undir svokölluðu Creative Com- mons-leyfi. Um er að ræða samtök sem stuðla að frjálsri notkun á höfundar- verki einhvers aðila með hans samþykki. Markmiðið er að ýta undir samstarf og sköpun. „Það má hver sem er taka myndina og vinna með hana eins og honum sýnist, svo fremi að mín sé getið sem upprunalegs höfundar. Þetta fyrirbæri eða vinnuaðferð hefur gengið afar vel erlend- is og þannig fékk ég Finna, Doc & Lena Selyanina, til að búa til tónlist fyrir til- stuðlan Creative Commons. Í raun nokkurs konar al- þjóðlegt samstarf. Ég hefði aldrei haft bolmagn til að kaupa tónlist af einhverjum ráðsettum höfundum. Menn deila verkum þarna frjálst og meðvitað og þú stýrir því sjálfur hversu miklar hömlur þú setur.“ „Creative Commons“ Miðasala á tónleikana er hafin á heimasíðunum www.salurinn.is og www.midi.is og í síma 570 0400.  Fræðslukvöld ÚTÓN um höf- undaréttartekjur og samninga verður haldið í kvöld í Norræna húsinu. Farið verður djúpt ofan í saumana á höfundaréttarsamn- ingum (publishing) og hvað ber að hafa í huga við samningagerð. M.a. mun Keith Harris, sem starfar hjá PPL (Innheimtusamtök flytjenda og framleiðenda í Bretlandi) og er umboðsmaður Stevie Wonder, tala og einnig Ólafur Arnalds. Skráning á kvöldið fer fram hjá thorey@ut- flutningsrad.is. Fræðslukvöld ÚTÓN um höfundaréttartekjur Maus Eysteinn þurfti að huga að ýmsu í ferðinni. Íslandsskot Veðurguðirnir voru Eysteini hliðhollir. Sýningin hefst kl. 20 og verður á tveimur húsveggjum á móti hvor öðrum á Laugavegi 159 (á milli Hlemms og Fíladelfíu). Þar geta gangandi vegfarendur sem og ökumenn komið við lengur eða skemur. www.facebook.com/HringurinnII

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.