Morgunblaðið - 02.03.2010, Side 17
17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2010
Hey í harðindum Heyrúlla hestamanns nokkurs fór á flakk um götur borgarinnar í gærkvöldi.
Kristinn
HINN 6. marz nk.
á að fara fram þjóðar-
atkvæðagreiðsla um
lög nr. 1/ 2010 er
fjalla um ríkisábyrgð
á hinum svokölluðu
Icesave-skuldum
Landsbanka Íslands
hf. sem forseti Ís-
lands neitaði að stað-
festa hinn 5. janúar
2010.
Íslenzka þjóðin hefir áður gengið
til þjóðaratkvæðagreiðslu um milli-
ríkjasamning. Það var árið 1944
um Sambandslagasamninginn við
Dani frá 1918. Þátttakan í þeirri
þjóðaratkvæðagreiðslu var 98,61%
atkvæðisbærra manna og af þeim
vildu 99,5%, fella Sambandslögin
úr gildi og stofna Hið íslenzka lýð-
veldi. Íslendingar! Höfum þessa
miklu kosningaþátttöku forfeðra
vorra í huga, er við rísum úr
rekkju hinn 6. marz nk.
Mánuðum saman hefir því verið
haldið fram af hálfu ríkisstjórnar
Íslands að við verðum að greiða
Icesave-skuld þessa, ella setji fyr-
irbæri er hún kallar „alþjóða-
samfélagið“ oss út af „viðskipta-
sakramentinu“ og hér fari allt í
kalda kol, enda sé ekki unnt að ná
betri samningum við Breta og Hol-
lendinga en þeim er samn-
inganefnin sáluga hafi marið svo
snilldarlega í gegn hinn 6. júní
2009. En bíðum nú við, ef eitthvað
er til, annars staðar en í áróð-
ursheimi íslenzku ríkisstjórn-
arinnar sem heitir „alþjóða-
samfélagið“, hlýtur það þá ekki að
fara að lögum?
Verður þá ekki að kanna ræki-
lega hvaða lög það eru sem leggja
rígþunga greiðslubyrði á íslenzka
skattgreiðendur vegna skulda er
einkaaðiljar hafa stofnað til.
Þetta var því miður ekki gert af
hálfu ríkisstjórnarinnar (né af fyrri
ríkisstjórn) þótt lagaskyldan sé vit-
anlega grundvallaratriðið í þessu
efni. Þetta var að sjálfsögðu skelfi-
leg yfirsjón af hálfu ríkisstjórn-
arinnar, sem verður að bæta úr.
Það er ekki of seint því að hér er
um grundvallaratriði að ræða, sem
allt annað veltur á.
Sem betur fer sváfu ekki allir á
verðinum í þessu efni eins og rík-
isstjórn Íslands.
Þeir Lárus Blöndal hæstarétt-
arlögmaður og Stefán Már Stef-
ánsson prófessor hafa ritað margar
greinar um þetta efni (síðar bætt-
ist Sigurður Líndal prófessor í
þeirra hóp) og birt í Morg-
unblaðinu þar sem greiðsluskylda
Íslendinga er véfengd með skýrum
hætti og rökföstum. Í þessu sam-
bandi má t.d. vitna til greina
nefndra lögfræðinga í Morgun-
blaðinu hinn 12., 13., 14. og 15. jan-
úar 2010. Þessir menn eiga skilið
þjóðarþakkir fyrir framtak sitt og
ósérplægni í þessu máli.
Einnig er rétt að vekja athygli á
grein eftir Alain Lipietz, franskan
hagfræðing og fyrrverandi þing-
mann Evrópuþingsins, sem var eft-
irlitsaðili í bæði skiptin er breyt-
ingar voru gerðar á tilskipun
Evrópusambandsins um inn-
stæðutryggingar nr. 94/19 EC er
birtist í Morgunblaðinu hinn 12.
febrúar 2010. Vegna starfa sinna á
Evrópuþinginu gerþekkir maður
þessi ákvæði og gildissvið reglna
Evrópusambandsins um inn-
stæðutryggingar. Þá er og rétt að
benda á hvað þeir Sören Wibe,
prófessor og fyrrverandi þingmað-
ur á Evrópuþinginu, og Arne
Hyttnes, forstjóri Innstæðutrygg-
ingasjóðsins norska, hafa um þetta
efni að segja (Mbl. 4. og 18. febr-
úar 2010.) Í greinum þessum ber
allt að sama brunni: Lagaheimildir
skortir til að leggja greiðslubyrði
vegna Icesave-skuldanna á íslenzka
ríkið. Þessu til frekari áréttingar
ber að hafa í huga að
hvorki Bretar né Hol-
lendingar hafa þorað
að vísa máli þessu til
dómstóla til endan-
legrar úrlausnar svo
sem venja er til þá
tveir deila og ekki
næst samkomulag
þeirra í milli. Og það
sem meira er, Evr-
ópusambandið hefir
nú sjálft ákveðið að
gerbreyta tilskip-
unum sínum um innstæðutrygg-
ingar þar sem núgildandi reglur
eru ófullnægjandi á þessu sviði.
Allt segir þetta sína sögu og er
málstað Íslands til geysilegs styrks
þótt enn daufheyrist ríkisstjórn Ís-
lands við þessum álitum og þrá-
stagist á því að við verðum að taka
á okkur sanngjarna greiðslubyrði
vegna Icesave-skuldanna. En
menn hljóta þá að spyrja sig: Hvar
er sanngirnin í þessu máli þegar
lagagrundvöllurinn brestur?
Allt veraldlegt vald í lýðræð-
isríki er frá þegnunum komið.
Þessu valdi beita þegnarnir ýmist
með óbeinni fulltrúakosningu, eða
beinni kosningu við þjóðarat-
kvæðagreiðslu. Í þessum kosn-
ingum liggur valdið beint hjá
þegnunum. Valdi þessu fylgir ekki
aðeins réttur til afskipta af þjóð-
máli heldur einnig þegnskylda til
að fara með þetta vald þannig að
það styrki lýðræði og farsæld með
þjóðinni.
Satt er það að við Íslendingar
erum fáir og smáir, sem þjóð, en
við erum firnasterkir er við stönd-
um saman. Það sýndum við í
Þorskastríðunum. Þá stóðum við
saman sem einn maður og sigr-
uðum Breta. Því miður hefir rík-
isstjórnin ekki reynt, svo sannfær-
andi sé, að þjappa þjóðinni saman í
þessu máli. Við þegnarnir verðum
því að sjá um það sjálfir, treysta
bræðraböndin og mynda eina órofa
heild í þessu þjóðþrifamáli. Þá
munum við sigrast á þeirri lög-
leysu sem hér er höfð í frammi.
Við Íslendingar eigum nú við
gríðarlega efnahagsörðugleika að
etja. Dettur nokkrum í hug að það
verði auðveldara að vinna sig út úr
þessum vanda með því að taka að
auki á sig drápsklyfjar Icesave –
og það án lagaskyldu?
Sagt er að hver þjóð hafi þá rík-
isstjórn sem hún á skilið.
Góðir Íslendingar! Við skulum
öll mæta á kjörstað hinn 6. marz
nk. og fella – já kolfella – þennan
nauðungarsamning um Icesave,
rétt eins og forfeður okkar felldu
Sambandslagasamninginn árið
1944, og sýna þannig og sanna,
gagnvart okkur sjálfum og um-
heimi öllum, að við eigum ekki
þessa ríkisstjórn skilið og neitum
alfarið að beygja okkur undir
skuldaok nýlendukúgaranna.
Þegar þessu þjóðþrifaverki er
lokið tjáum við Bretum og Hol-
lendingum að málið hafi nú hlotið
þá lýðræðislegu meðferð sem
stjórnarskrá hins íslenzka lýðveldis
frá 1944 mæli fyrir um. Frekari
samningaviðræður séu því þýðing-
arlausar en ef þessi ríki telji sig
eiga einhvern lögvarinn kröfurétt á
hendur íslenzka ríkinu vegna Ice-
save skuli þau sækja þann rétt fyr-
ir dómi. Varnarþing hins íslenzka
lýðveldis sé hjá Héraðsdómi
Reykjavíkur.
Eftir Magnús
Thoroddsen
» Við skulum öll mæta
á kjörstað hinn 6.
marz nk. og fella – já
kolfella – þennan nauð-
ungarsamning um Ice-
save …
Magnús Thoroddsen
Höfundur er fyrrv.
hæstaréttarlögmaður.
Þjóðaratkvæða-
greiðslan 6. marz
Í ALLRI framleiðslu
er markaðsstarf sá
þáttur sem er hvað oft-
ast vanmetinn. Einu
gildir hvort um ræðir
landbúnað, áliðnað eða
sjávarútveg. Í sjávar-
útvegi nútímans eru
mikil tengsl á milli
fiskimiða og markaðar.
Sá sem stýrir veið-
unum er yfirleitt í
beinu sambandi við kaupendur,
hvort heldur þeir eru hér á landi, í
Evrópu eða enn lengra í burtu.
Þegar kemur að ákvörðun um við-
skipti horfa kaupendur til áreið-
anleika seljanda þar sem m.a. er litið
til aflaheimilda sjávarútvegsfyrir-
tækja, hver fjárhagsstaða þeirra er,
hvernig skipakosti fyrirtækið ræður
yfir og hvernig er staðið að vinnslu
afurðanna. Séu þessir þættir allir
eins og kaupendur gera kröfur um
eru þeir oft tilbúnir að gera lang-
tímasamninga, þar sem greitt er
hærra verð fyrir afurðirnar en geng-
ur og gerist. Með samhæfðri og öfl-
ugri virðiskeðju veiða, vinnslu og
markaðssetningar hámörkum við
arðinn af auðlindinni öllum til hags-
bóta.
Afhendingaröryggi
teflt í tvísýnu
Það sem einkennir
markaðinn í dag er
hversu vel upplýstur
hann er um alla þætti.
Erlendir kaupendur
vita vel af hugmyndum
stjórnvalda um upp-
töku aflaheimilda.
Þessi áform grafa und-
an afhendingaröryggi
afurða sem aftur leiðir
til þess að þeir leita
hófanna hjá öðrum seljendum til
þess að tryggja sér afurðir. Um leið
þrýstir þetta verðinu einnig niður.
Allir tapa ef við fáum ekki hæsta
mögulega verð fyrir afurðir okkar;
hlutur sjómanna lækkar, framlegð
fyrirtækjanna lækkar og skatt-
tekjur ríkis og sveitarfélaga dragast
saman.
Lykilorðið í markaðsstarfi í dag er
„Ábyrgar fiskveiðar.“ Við fullyrðum
við kaupendur að við umgöngumst
fiskistofnana af ábyrgð, veiðum ekki
meira en stofnarnir þola. Erlendir
kaupendur nýta sér þessa vissu í öllu
kynningarstarfi og auglýsingum til
neytenda. Við skýrum einnig út fyrir
kaupendum hvernig fiskveiðistjórn-
unarkerfið ýtir undir ábyrgar fisk-
veiðar. Ef talið er að of mikið hafi
verið veitt úr stofni og draga þurfi
fyrir vikið úr veiðum þá sé það í okk-
ar þágu enda skili það sér til baka
þegar stofnarnir stækka á ný.
Ímynd Íslands ógnað
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp
sjávarútvegsráðherra, þar sem
kveðið er á um heimild hans til að
leyfa veiðar á 4.000 tonnum af skötu-
sel utan aflamarks á þessu og næsta
fiskveiðiári eða sem nemur 80% um-
fram ráðleggingar fiskifræðinga.
Þetta frumvarp sjávarútvegs-
ráðherra og hugmyndir stjórnvalda
um upptöku aflaheimilda munu ekki
aðeins raska erlendu markaðsstarfi
sem unnið hefur verið um margra
ára skeið heldur einnig grafa undan
ímynd Íslands sem ábyrg fisk-
veiðiþjóð.
Eftir Sverri
Pétursson »Með samhæfðri og
öflugri virðiskeðju
veiða, vinnslu og mark-
aðssetningar, hámörk-
um við arðinn af auð-
lindinni öllum til
hagsbóta.
Sverrir Pétursson
Höfundur er útgerðarstjóri hjá Hrað-
frystihúsinu-Gunnvöru hf. á Ísafirði.
Fyrningarleiðin vegur að
markaðsstarfi í sjávarútvegi