Morgunblaðið - 02.03.2010, Blaðsíða 15
Daglegt líf 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2010
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Ölduselsskóli í Reykjavíksigraði í 2. riðli Skóla-hreysti í liðinni viku ogkeppir í úrslitum í fyrsta
sinn. „Við stefnum á fyrsta sætið í
úrslitakeppninni,“ segir Jóna Valdís
Benjamínsdóttir full sjálfstrausts
eftir góða byrjun.
Skólahreysti er keppni grunn-
skólanema í kraftagreinum og
hraðaþraut og er hvert lið skipað
fjórum nemendum og tveimur til
vara. Keppendur Ölduselsskóla
stunda íþróttir af kappi og segja að
þess vegna komi þeir vel undirbúnir
til leiks en hafi ekki æft sérstaklega
fyrir keppnina. Sara Glóð Jóns-
dóttir, Jóna Valdís Benjamínsdóttir
og Garðar Guðmundsson eru í fim-
leikum og Gísli Haraldsson er júdó-
maður.
Vinsæl keppni
Keppnin hófst sl. fimmtudag og
var keppt í fimm greinum. Með
Ölduselsskóla í riðli voru Rimaskóli,
Árbæjarskóli, Víkurskóli, Folda-
skóli, Engjaskóli, Borgaskóli, Selja-
skóli, Fellaskóli, Húsaskóli, Breið-
holtsskóli, Hólabrekkuskóli,
Ingunnarskóli, Norðlingaskóli,
Hamraskóli og Sæmundarskóli.
Ölduselsskóli sigraði í tveimur
þrautum, en varð síðan í 3., 4. og 8.
sæti en í 1. sæti samanlagt með 83,0
stig og tryggði sér þar með sæti í úr-
slitakeppninni 29. apríl. Á fimmtu-
dag heldur keppnin áfram og keppa
þá grunnskólar á Austurlandi á Eg-
ilsstöðum.
Keppnin fór fyrst fram 2005 og þá
sigraði Hjallaskóli í Kópavogi. Sala-
skóli í Kópavogi fagnaði sigri ári síð-
ar, síðan Lindaskóli í Kópavogi 2007,
þá Hagaskóli í Reykjavík og svo
Heiðarskóli í Reykjanesbæ í fyrra.
Að þessu sinni eru 120 skólar
skráðir til leiks og hafa aldrei verið
fleiri.
Tvisvar fengið ostakörfu
Garðar keppir nú í Skólahreysti
þriðja árið í röð og er í fyrsta sinn
kominn í úrslit. Hann segir að liðið
núna sé sterkara en undanfarin ár
og fyrir vikið sé keppnin skemmti-
legri í ár. Undanfarin tvö ár lenti
Ölduselsskóli í 3. sæti í sínum riðli og
fór Garðar þá heim með ostakörfu að
launum en nú vill hann meira. „Þetta
er síðasta árið mitt og ég vil gera
gott úr því,“ segir hann.
Jóna Valdís er í skólaliðinu í annað
sinn. „Þetta er gaman og þetta er
skemmtilegra en í fyrra vegna þess
að við erum komin í úrslit,“ segir hún
og bætir við að hugsunin um að geta
unnið hafi haft mikið að segja.
Sara Glóð tekur í sama streng,
segir keppnina skemmtilega og stuð-
ið mikið. „Þegar allir öskra á mann
fær maður aukakraft,“ segir hún og
vísar til þess að andrúmsloftið í
keppninni sé rafmagnað. Liðið sé
sterkara en í fyrra og því komi ár-
angurinn ekki á óvart. „Við erum
með gott lið,“ segir hún.
Gísli hefur æft júdó í þrjú ár og
segir að það gagnist sér vel í keppn-
inni. „Þetta er mjög skemmtilegt,“
segir hann. Gísli var áður í Klébergs-
skóla á Kjalarnesi og keppti fyrir
hann í grunnskólamótinu í fótbolta í
haust sem leið en hann er ekki frá
því að þessi keppni sé skemmtilegri.
Stefnan sett á fyrsta sæti
Krakkarnir í liði Ölduselsskóla í Reykjavík æfa fimleika og júdó og eru til alls líklegir í úrslita-
keppni Skólahreysti í lok apríl Mikið stuð á áhorfendabekkjunum virkar hvetjandi á keppendur
Morgunblaðið/Ernir
Æfing Krakkarnir í liði Ölduselsskóla taka vel á því í skólanum og á æfingum í fimleikum og júdói með íþróttafélögum sínum.
Skólahreystilið Ölduselsskóla Frá vinstri: Gísli Haraldsson, Sara Glóð
Jónsdóttir, Garðar Guðmundsson og Jóna Valdís Benjamínsdóttir.
Skólahreysti byrjaði
með látum í liðinni viku
og tveir skólar, Öldu-
selsskóli og Austurbæj-
arskóli, tryggðu sér
sæti í úrslitakeppninni.
Næst leiða skólar á
Austurlandi saman
hesta sína á Egils-
stöðum á fimmtudag.
Íþróttakennararnir Eyjólfur Kol-
beinsson og Sigrún Siggeirs-
dóttir sjá um undirbúning liðs
Ölduselsskóla í Skólahreysti.
Þau eru mjög ánægð með liðið
og hrósa keppnishöldurum, en
hjónin Andrés Guðmundsson og
Lára B. Helgadóttir hafa haldið
utan um keppnina frá byrjun.
„Það er mjög vel að öllu
staðið,“ segir Sigrún og Eyjólf-
ur bætir við að mikið sé lagt í
keppnina. Þau segja það mjög
jákvætt að skólar þurfi ekki að
greiða þátttökugjald og að-
gangur að keppninni sé ókeyp-
is.
Það eina sem þau finna að er
riðlaskiptingin. „Við keppum
alltaf við sömu skólana,“ segir
Sigrún og spyr hvort ekki megi
setja alla skóla Reykjavíkur í
einn pott og draga síðan í riðla
frekar en að skipta í riðla eftir
hverfum.
Eyjólfur segir að krakkarnir
haldi áfram að æfa með úrslita-
keppnina í huga. Það hjálpi
mikið að þeir æfi með sínum
íþróttafélögum en þegar nær
dregur verði keppnisgreinarnar
í Skólahreysti æfðar sér-
staklega í skólanum.
Ölduselsskóli er í úrslitum í
fyrsta sinn og segja kennar-
arnir það mikil tilhlökkunarefni
fyrir alla viðkomandi að takast
á við nýja áskorun.
Vel að keppninni staðið