Morgunblaðið - 02.03.2010, Side 19
Minningar 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2010
✝ Axel Eyjólfssonfæddist í Keflavík
12. maí 1920. Hann
lést á elli- og hjúkr-
unarheimilinu Hlév-
angi í Keflavík 23.
febrúar sl. Foreldrar
hans voru Rósa Sig-
urðardóttir, f. 24.
ágúst 1899, d. 13.
september 1977,
kaupmaður í Reykja-
vík og Eyjólfur Ólafs-
son Ásberg, f. 19. júlí
1891, d. 27. nóvember
1954, kaupmaður í
Keflavík.
Axel giftist hinn 17. júlí 1953 Sig-
ríði Guðmundsdóttur frá Syðstu-
Görðum í Kolbeinstaðahreppi, f. 12.
ágúst 1920, d. 7. júlí 1995. Þau áttu
lengst af heimili í Smáratúni 6 í
Keflavík. Sonur þeirra er Guð-
mundur, f. 21. maí 1953, kona hans
Margrét Hjörleifs-
dóttir og eiga þau
fjögur börn og þrjú
barnabörn. Uppeld-
isdóttir Axels og Sig-
ríðar er Elsa Hall, f.
21. ágúst 1949. Eigin-
maður hennar er
Kristján Hall og eiga
þau fjögur börn og
eitt barnabarn. Axel
var vörubifreiðastjóri
frá átján ára aldri og
sjómaður. Frá 1948
farsæll og framsýnn
útgerðarmaður, síld-
arsaltandi og fiskverkandi allan
sinn starfsaldur. Hann tók virkan
þátt í hagsmunasamtökum útgerð-
armanna, síldarsaltenda og fisk-
verkenda á árum áður.
Útför Axels fer fram frá Kefla-
víkurkirkju í dag, þriðjudaginn 2.
mars 2010, og hefst athöfnin kl. 13.
Elsku afi, allt í einu ertu farinn.
Þú sem alla okkar tíð hefur verið
með okkur, enda bjóstu heima eft-
ir að amma dó, fyrir fimmtán ár-
um.
Þú varst besti afi í heimi og allt-
af góður við okkur, sama hvað
bjátaði á. Við munum sérstaklega
þegar þú varst alltaf til í að gefa
okkur nammi, sama hvað klukkan
var og þótt mamma væri búin að
kalla á okkur til að borða, þú
laumaðir alltaf á einum mola. Svo
var það alveg sama hversu mikið
við hoppuðum í rúminu þínu eða
lögðum bókaskápinn þinn í rúst,
þú varst alltaf brosandi. Við feng-
um líka alltaf að hjálpa þér að
hnýta á önglana, jafnvel þótt við
gerðum það kolvitlaust og þú
þyrftir að laga þá, það var allt í
lagi.
Það sem er einnig sterkt í minn-
ingunni hjá öllum í fjölskyldunni
var hversu vel þú blístraðir, svo
undirfagurt blístur gleymist seint,
enda flautaðir þú öll lögin sem við
spiluðum eða sungum, sama hvað
það var. Einnig munum við mjög
vel eftir æfingunum sem þú gerðir,
æfingum í útvarpinu, og við feng-
um af sjálfsögðu að vera með og
gera æfingarnar líka.
Og svo er það sveitin, Stafholts-
ey, þar sem við vorum með þér,
mömmu og pabba öll sumur, við
vorum alltaf að veiða og laga hús-
ið, þú varst sko mikill veiðikall.
Þær stundir sem þú varst ekki að
veiða varstu annaðhvort úti að
leika með okkur, laga og mála hús-
ið eða bara að hlusta á útvarpið.
Elsku afi, þú skilur eftir margar
góðar stundir sem við geymum á
góðum stað í hjarta okkar. Amma
hlýtur að vera ánægð að sjá þig
loksins, enda er hún búin að bíða
mjög lengi eftir þér. Endilega skil-
aðu kveðju til hennar og að við
söknum ykkar beggja mjög mikið.
Við erum svo þakklát að hafa
kynnst þér og þökkum fyrir það.
Hvít segl
svífa léttilega
yfir bláan
flóann
og hugurinn
ber mig
hálfa leið
til þín.
(Guðrún P. Helgadóttir.)
Þín barnabörn,
Guðbjörg og Axel.
Elsku afi Lalli, mig langar svo
að skrifa nokkrar línur þér til
heiðurs.
Það fyrsta sem kemur upp í
huga minn þegar ég hugsa til þín
er dugnaður og eljusemi.
Þú sagðir mér sögur af því
hvernig þú vannst þér inn peninga
með mikilli vinnusemi strax á
unga aldri. Þú hlustaðir á móður
þína og lagðir hverja krónu til
hliðar af mikilli skynsemi. Á átj-
ánda ári áttir þú fyrir útborgun í
vörubíl, sem þú keyptir og keyrðir
dag og nótt.
Ekki leið á löngu þar til þú áttir
fyrir útborgun í bát sem þú stýrð-
ir svo sjálfur af mikilli kænsku og
fiskiríið lét ekki á sér standa. Þú
sagðir mér margar skemmtilegar
sjóarasögur og ég man vel hvað þú
varst ánægður með það að ég
skyldi sjálfur fara á sjóinn. Áhug-
inn og stoltið leyndi sér ekki þeg-
ar þú spurðir mig út í öll smáat-
riðin sem viðkomu sjómennskunni.
Ekki fannst mér heldur leið-
inlegt að hugsa til hetjusagnanna
um þig þegar ég var á sjónum.
Eins og sögunnar af því hvernig
þið sneruð á varðskipið fyrir utan
Reykjanesvita og ekki er hægt að
sneiða fram hjá magarín-sögunni
víðfrægu.
Þú varst á leið til Grindarvíkur
með fullan bát af fiski í kolvitlausu
veðri. Veðurofsinn og sjógangur-
inn var svo mikill að leki var kom-
inn að bátnum og ótti í mannskap-
inn um borð.
Lafhræddir hásetarnir fundu
fyrir vonarglætu þegar þú breyttir
um stefnu og freistaðir þess að
komast í gegnum innsiglinguna íá
Þorlákshöfn.
Gleði skipverjanna við að kom-
ast í land varð að engu þegar þú
sendir þá strax í Kaupfélagið til að
kaupa upp allt magarínið.
Svo var nótin tekin upp á
bryggju og byrjað að smyrja dekk-
ið á bátnum með magaríninu og
þannig þétta það. Að því loknu
voru leystar landfestar og haldið
aftur út í veðurofsann. Báturinn
komst svo með aflann til Grinda-
víkur eins og þú ætlaðir þér.
Þannig maður varst þú í hnot-
skurn. Þú fórst það sem þú ætlaðir
þér og bauðst sjálfum dauðanum
birginn án þess að blikna. Gerðir
það jafnvel í veikindum þínum á
síðustu árum ævi þinnar. Ég hef
ekki tölu á því hversu oft ég var
búinn að kveðja þig í huganum, en
maður á ekki að vanmeta hörkutól
eins og þig.
Í hvert skipti sem þú steigst upp
úr veikindum varð brosið þitt létt-
ara og værðin virtist smám saman
leggjast yfir þig.
Þú varst í raun löngu tilbúinn að
fara en sennilega of þrjóskur og
harður af þér til að sleppa takinu,
þar til nú.
Það er góð tilfinning að hugsa til
þess hversu vel hefur verið tekið á
móti þér handan þessa heims. Það
var löngu kominn tími á að þú
fengir að hitta hana elsku bestu
Siggu þína.
Ég er þakklátur fyrir allar góðu
minningarnar sem ég á um ykkur
og þá sérstaklega úr Borgarfirð-
inum. Við fjölskyldan munum
hugsa hlýlega til ykkar í sveitinni í
sumar og ég veit að þið munuð líta
inn hjá okkur.
Guð geymi ykkur.
Arnar Fells Gunnarsson.
Axel Eyjólfsson
✝ Kristján ÖrnKristjánsson
fæddist á Sauð-
árkróki 11. desember
1952. Hann lést á
Landspítalanum í
Reykjavík 23. febr-
úar síðastliðinn.
Foreldrar Krist-
jáns voru hjónin
Kristján Jóhannsson
Hallsson, fæddur á
Hofsósi 29. nóv-
ember 1914, d. 25.
maí 1983, og Eygerð-
ur Ágústa Bjarna-
dóttir, fædd í Hafnarfirði 23. sept-
ember 1918, d. 31. maí 1984.
Systkini Kristjáns eru þau Stefán
Sigurður Bjarnar Kristjánsson, f.
9. júlí 1937, Karín Rósa Kristjáns-
dóttir Lehman, f. 1. apríl 1945,
Hallur Friðrik Kristjánsson, f. 13.
október 1947, Gerður Elísabet
Kristjánsdóttir, f. 16. júlí 1949,
Margrét Dóra Kristjánsdóttir, f.
31. mars 1956, og Eyþór Ágúst
Kristjánsson, f. 31. júlí 1959.
og Ólöf börnin 1) Eydísi Stefaníu
Kristjánsdóttur, f. 2. janúar 1987.
Unnusti hennar er Pétur Ingi Kol-
beins, f. 26. ágúst 1984, saman
eiga þau soninn Aron Emil Kol-
beins, f. 30. ágúst 2009. 2) Þor-
steinn Hermann Kristjánsson, f. 4.
júní 1991.
Fyrstu ár ævinnar bjó Kristján
á Hofsósi en hann fluttist til
Reykjavíkur árið 1963 eftir stutt
stopp í Stykkishólmi. Hann hóf
nám í Laugalækjarskóla í Reykja-
vík og eftir útskrift þaðan lá leiðin
í Menntaskólann í Reykjavík. Árið
1982 kynntist Kristján eftirlifandi
konu sinni, Ólöfu, og bjuggu þau
fyrst um sinn í Reykjavík. Árið
1987 fluttust þau til Njarðvíkur
þar sem Kristján bjó til dauða-
dags. Kristján hefur unnið við ým-
islegt en lengst af vann hann sem
leigubílstjóri í Keflavík. Kristján
spilaði bridge með félögum sínum
í Bridgefélagi Suðurnesja og var í
forsvari fyrir það félag síðustu 10-
15 árin. Hann vann til fjölda verð-
launa fyrir spilamennsku sína.
Hann hafði mjög gaman af því að
veiða og fór oft í veiðiferðir með
sonum sínum.
Útför Kristjáns verður gerð frá
Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, 2.
mars 2010, og hefst athöfnin kl.
13.
Barn Kristjáns af
fyrra hjónabandi er
Kristján Örn Krist-
jánsson, f. 19. janúar
1978.
Eftirlifandi eig-
inkona Kristjáns er
Ólöf Ásta Þorsteins-
dóttir, f. 12. maí
1963. Foreldrar
hennar eru Þor-
steinn Frímann Sig-
urgeirsson, f. 29. júní
1934, og Stefanía Jó-
hanna Guðmunds-
dóttir, f. 5. apríl
1934, d. 13. desember 2004. Barn
Ólafar úr fyrra sambandi er Ellert
Stefán Birgisson, f. 3. október
1979. Barn hans með Aðalheiði
Guðrúnu er Ásthildur Ósk, f. 12.
febrúar 2002, og barn hans með
Kristínu Guðmundsdóttur er Aron
Fannar, f. 14. júní 2003. Unnusta
Ellerts er Ásthildur Lísa Guð-
mundsdóttir, f. 20. janúar 1976,
börn hennar eru Alexandra og
Guðmundur. Saman eiga Kristján
Elsku pabbi minn, nú ert þú far-
inn frá okkur og það alltof fljótt.
Það er erfitt að ímynda sér að ég
muni aldrei sjá þig aftur. Ég sakna
þín strax svo mikið. Ég á svo góð-
ar minningar um þig sem ég geymi
í hjarta mér. Þú varst mér alltaf
svo góður og þú varst alltaf dug-
legur að stjana við litlu prinsess-
una þína. Ég reyni að vera jákvæð
og hugsa um það hversu þakklát
ég er fyrir að hafa fengið að hafa
þig í lífi mínu.
Ég er svo þakklát fyrir það að
þú gast verið viðstaddur fæðingu
Arons Emils og veitt okkur þann
heiður að vera skírnavottur við
skírnina hans. Samt er ég svo sár
yfir því að þú fáir ekki að sjá hann
þroskast og að þú fáir ekki að hitta
öll barnabörnin þín sem eiga eftir
að koma í heiminn. Ég mun vera
dugleg að segja þeim frá þér og
deila með þeim þeim minningum
sem ég á um þig. Ég er líka svo
þakklát fyrir að hafa hitt þig áður
en þú fórst frá okkur en samt svo
leið yfir því að hafa ekki náð að
kveðja þig almennilega. Ég veit að
þú ert á góðum stað í faðmi for-
eldra þinna, þið horfið saman nið-
ur á okkur öll og verndið okkur.
Elsku pabbi, hjálpaðu okkur að
komast yfir sorgina sem fylgir því
að missa þig, gefðu okkur styrk til
þess að halda áfram og lifa án þín.
Elsku mamma mín, við munum
öll hjálpast að við að komast í
gegnum þessa erfiðleika. Ég er
alltaf til staðar fyrir þig og bræður
mína. Pabbi er ekki farinn alveg
frá okkur, hann býr í hjarta okkar
og verður alltaf með okkur.
Takk fyrir allar góðu stundirnar
sem við áttum saman, elsku pabbi
minn.
Þín dóttir,
Eydís Stefanía Kristjánsdóttir.
Fallinn er frá góður vinur minn
og félagi Kristján Örn Kristjáns-
son.
Við kynntumst í gegnum brids-
hreyfinguna og urðum síðar makk-
erar síðustu 10 ár. Kristján var
góður spilari, meðal annars
Reykjanesmeistari í tvímenningi
og sveitarkeppni á síðasta ári, auk
þess að hafa landað Íslandsmeist-
aratitli fyrir nokkrum árum síðan.
Við bridsfélagar söknum hans sárt.
Oftar en ekki tók hann byrj-
endur með sér þegar sveitar-
keppnir byrjuðu, gott framtak sem
fleiri mættu taka sér til fyrir-
myndar.
Veiðitúra fórum við nokkra sam-
an bridsfélagarnir og var það ekki
leiðinlegt. Kristján var núverandi
formaður Bridsfélags Suðurnesja.
Hann var mjög óeigingjarn félagi
sem kvartaði ekki þrátt fyrir veik-
indi sín.
Ólöfu eiginkonu hans, börnum
þeirra og barnabörnum vottum við
bridsfélagar á Suðurnesjum okkar
dýpstu samúð.
Garðar Garðarsson.
Kristján Örn
Kristjánsson
HINSTA KVEÐJA
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson.)
Þitt barnabarn,
Aron Emil Kolbeins.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
JÓHANNA LIND PÁLSSON,
Gunnlaugsgötu 10,
Borgarnesi,
lést á Dvalarheimili aldraðra Borgarnesi sunnu-
daginn 28. febrúar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sóley Lind,
Ólafur Páll Lind Egilsson, Ólöf Guðmundsdóttir,
Hilmar Lind Egilsson, Vicenta Villela Adlawan,
Kristinn Lind Egilsson,
Guðmundur Lind Egilsson,
Páll Lind Egilsson,
Rannveig Lind Egilsdóttir,
Þorbergur Lind Egilsson,
Sigrún Lind Egilsdóttir, Magnús Ingólfsson,
Eygló Lind Egilsdóttir,
Sonja Lind Carter, Peter Carter,
Sólrún Lind Egilsdóttir,
Hans Lind Egilsson, Sveinbjörg Stefánsdóttir,
Jenný Lind Egilsdóttir, Gunnar Baldvinsson Ringsted,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
✝
Elskuleg dóttir mín, systir okkar og frænka,
HELGA BERGMANN,
lést á heimili sínu Hátúni 12 aðfararnótt
mánudagsins 1. mars.
Útförin fer fram frá Laugarneskirkju föstudaginn
12. mars kl. 13.00.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á
Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra.
Borghildur Jónsdóttir
og systkyni hinnar látnu.
✝
Elskulegur bróðir okkar og mágur,
EINAR HREIÐAR ÁRNASON
verkfræðingur,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnudaginn
28. febrúar.
Árni Hreiðar Árnason, Jytte Inge Árnason,
Rannveig Árnadóttir,
Ólafur Hreiðar Árnason, Magnúsína Guðmundsdóttir,
Margrét Steingrímsdóttir.