Morgunblaðið - 02.03.2010, Side 23

Morgunblaðið - 02.03.2010, Side 23
Minningar 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2010 Elsta vinkona mín er fallin frá. Hvað er hægt að segja, ég vil varla trúa þessu ennþá. Símtalið sem ég fékk um and- lát hennar var eitt það hræðilegasta sem ég hef upplifað. Ég hef hræðst þetta símtal í langan tíma en þegar það kemur er það svo óraunverulegt. Ég og Sigrún kynntumst um 5 ára aldur og hefur hún alltaf verið til staðar í mínu lífi, minningarnar sem ég á um hana eru óteljandi. Þegar við vorum að skauta á pollinum á eyr- inni. Þegar við klæddum okkur í snjógalla með vettlinga og húfur og syntum í sjónum og reyndum svo að læðast óséðar inn rennandi blautar, sem gekk ekki því við vorum yfirleitt gripnar og teknar á teppið. Einnig þær óteljandi stundir sem við eydd- um saman í Barbie og ýmsum öðrum leikjum, þetta eru bara brot af okkar æsku saman. Ég er svo heppin að hafa hitt þig viku áður en þú kvaddir þessa veröld, við áttum svo gott samtal, föðmuð- umst og grétum. Aldrei hefði ég trú- að því hve mikil áhrif þetta samtal myndi hafa á mig í dag. Ég veit að þú blómstrar þar sem þú ert núna og að þú munt vaka yfir drengjunum þín- um. Áður en ég kveð þig vil ég votta fjölskyldu þinni mína dýpstu samúð. Elsku vinkona mín, ég mun alltaf sakna þín og minnast þín og okkar tíma sem við eyddum saman. Þín vinkona, Eva Ösp. Elskulega vinkona, mikið þykir mér nú erfitt að þurfa að kveðja þig og hugsa til fjölskyldu þinnar og litlu drengjanna þinna. Ég veit að á mörg- um stöðum er sorgin nú ríkjandi og söknuðurinn mikill, því mikilvæg varstu þínu fólki og svo mörgum öðr- um. Ég veit að mér varstu afar sér- stök og okkar vinskapur var mér kær og mikilvægur, og fyrir því er góð og falleg ástæða. Í gegnum þig fékk ég sýn inn í heim sem sumir þekkja ekki nema af afspurn og gafst mér drif- kraft til að berjast fyrir málefnum ákveðins hóps kvenna, og vegna okk- ar vináttu á hjarta mitt stórt pláss fyrir þessar konur. Ég man svo vel þegar við töluðum saman um þessa baráttu og þú varst alltaf boðin og búin til að leggja fram þá aðstoð sem við þurftum, því þú vissir um svo margar konur sem áttu um sárt um Sigrún Kristbjörg Tryggvadóttir ✝ Sigrún KristbjörgTryggvadóttir fæddist á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 20. september 1980. Hún lést 13. febrúar síðastliðinn. Útför Sigrúnar fór fram frá Glerárkirkju á Akureyri 23. febr- úar 2010. að binda og áttu höfði sínu hvergi að að halla. Þetta finnst mér lýsa þér svo vel, elsku vin- kona, því þetta átti við um fjölskylduna þína og drengina þína líka. Fjölskyldan þín var þér allt og fyrir þau ætlaðir þú þér að vinna þessa baráttu því þú vissir að þrátt fyrir allt þá áttir þú alltaf sama- stað og öruggan stað í skjóli ástar og um- hyggju þeirra. Ein af þeim minningum sem ég er svo þakk- lát fyrir að eiga er þegar við gátum setið og talað um börnin okkar sem eru svo mikilvæg og þó kannski ekki allir skilji það þá tókstu þá stærstu og óeigingjörnustu ákvörðun sem móðir getur tekið og gafst drengj- unum þínum það besta sem völ var á á þeim tíma. Þessir strákar voru þér svo mikilvægir og þú ljómaðir öll þegar við töluðum um þá og framtíð- ina því hún átti að verða svo björt og góð. Þú vissir að þeir voru umvafðir kærleika af fólkinu sínu. Þrátt fyrir raunir þínar þá gátum við alltaf leitt hugann að einhverju jákvæðu og stundum var þögnin bara ágæt yfir kaffibollanum, og sýnir það mér í dag hversu góð vinátta okkar var. Við gátum stundum bara setið og spjall- að um allt eða ekkert og allt þar á milli. Mér þótti svo vænt um þig, elsku vinkona, og ég á eftir að sakna þín svo mikið. En ég finn ró í því að hugsa til þess að í þínum síðustu and- ardráttum hefur góður Guð tekið þig í faðm sér og umlukið þig ást og kær- leika í eilífum frið, þar sem hann hafði áður búið þér stað en þar munt þú lifa áfram í hamingju, gleði og heilbrigði. Elsku Patrik og Geir, ég bið Guð um að blessa ykkur og fjölskyldu ykkar og styrkja ykkur í sorginni Jónheiður Pálmey Halldórsdóttir (Jóna Palla). Okkur langar til að kveðja Sigrúnu með þessum orðum, hvíldu í friði. Guð, gefðu mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Að lifa einn dag í einu, njóta hvers andartaks fyrir sig, viðurkenna mótlæti sem friðarveg, með því að taka syndugum heimi eins og hann er, eins og Jesús gerði en ekki eins og ég vil hafa hann og treysta því að þú munir færa allt á réttan veg ef ég gef mig undir vilja þinn svo að ég megi vera hæfilega hamingjusamur í þessu lífi og yfirmáta hamingjusamur með þér þegar að eilífðinni kemur. Amen. (Reinhold Niebuhr.) Elsku Arna, Viddi, Patrik Orri, Geir Örn, Viðar Geir, Rakel Ósk, Arna Lind og fjölskyldur, okkar dýpstu samúðarkveðjur. Guðrún, Birgir, Ása Rut, Valþór Atli og Marinó Snær. Það voru þungar fréttir þegar mér var sagt að þú hefðir kvatt þennan heim. Ótal spurningar vakna og ég spyr mig af hverju þú? Þér er greini- lega ætlað mjög mikilvægt hlutverk hjá Guði. Þessu fær enginn breytt. Í stað þess að spyrja mig aftur og aftur af hverju þetta fór svona ætla ég að rifja upp það besta. Það sem er mér efst í huga er þeg- ar við vorum með strákana okkar litla, þú með Geir og ég með frum- burðinn minn. Þetta var yndislegur tími og dýrmætt er að muna hann. Ég man þegar þú bjóst í Vestursíð- unni og ég í Keilusíðu. Gluggarnir okkar sneru þannig að við sáum hvor aðra úr fjarlægð. Á morgnana fórum við út í glugga til að athuga hvort við sæjum ljós, svo var hringt á milli um leið og ljós hjá annarri hvorri kvikn- aði og þá var farið að plana daginn. Oft urðu göngutúrar um Akureyri fyrir valinu og við vorum svo sann- arlega duglegar með kerrurnar. Oft fórum við líka á róló og þá var svo gaman hjá litlu dúllunum. Þessi tími var yndislegur í alla staði. Við töl- uðum svo oft um heima og geima og vonir okkar og þrár. Það gekk svo vel hjá okkur báðum. Við ákváðum að prjóna eins peysur á strákana okkar en þú varst búin áð- ur en ég náði almennilega að byrja. Þú varst einstaklega fær og dugleg í höndunum, enda hafðir þú bestu kennarana. Ég man þegar þú prjón- aðir þér gráa kjólinn, þú varst svo glöð þegar þú varst búin með hann. Þú kenndir mér að hekla þegar við vorum í Kópavogi 2004 og ég man ennþá hvað þú sagðir þegar þú varst að reyna að sannfæra mig: „Inga, við höfum hvort eð er ekkert betra að gera,“ og með það sama var ég komin með heklunál í hönd og við hekluðum í marga daga og úr því kom teppi. Þú varst svo hjartahlý og góð og vildir allt fyrir alla gera en oft týnd- irðu þér í því. Þú varst afskaplega snyrtileg og heimilið þitt var svo hlýtt og notalegt og alltaf svo hreint. Fjölskyldan var þér allt. Augun þín ljómuðu þegar þú varst að dúllast með Patrik og Geir og eins þegar þú talaðir um þá. Þú varst hamingjan uppmáluð. Ég man að þér fannst svo gott að fara til mömmu þinnar í kaffi á hverjum degi og það fannst þér dýrmætt. Líf þitt var um tíma fullkomið. Svo byrjaði allt að þyngjast og lá leiðin að Bakkusi sem dró þig af krafti til sín. Þú ert svo sannarlega hetja í mínum augum, þú gafst aldrei upp í eitt og hálft ár áður en Guð tók þig til sín. Ég man eftir samtölunum okkar fyrir jól, við vorum svo bjart- sýnar, þú hlakkaðir svo til að vera með fjölskyldunni þinni um jólin. Ég ætlaði að koma og heimsækja þig og knúsa á milli jóla og nýárs en það var of seint. Elsku Sigrún, ég sakna vinkonu minnar en ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að verða samferða þér um stund. Þú varst svo sannarlega perla og ég mun geyma þig í hjarta mínu alla ævi. Elsku Patrik, Geir, Arna og fjölskylda og Tryggvi og fjölskylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið Guð að vera með ykkur á þessari stundu og alltaf. Guð geymi þig elsku vinkona, við hittumst seinna. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr) Inga Fanney. Elsku Sigrún mín. Það lagði skugga yfir sál mína þegar ég fékk að vita að þú hafðir kvatt þetta líf í skugga hins hræðilega sjúkdóms sem þú hefur þurft að kljást við frá unglingsaldri. Ég man það svo skýrt þegar við hittumst fyrst, ég var ný- fluttur til Akureyrar og átti frekar erfitt með að falla í hópinn en þá komst þú til sögunnar. Þú fórst aldr- ei í manngreinarálit og bauðst mér vinskap þinn án skilyrða og fórum við fljótlega að vera saman flesta daga. Þetta voru fallegir og saklausir dag- ar og við hlökkuðum til framtíðarinn- ar. Þú varst svo ótrúlega góðhjörtuð og hrein og bein, aldrei neitt fals og maður gat alltaf treyst á þig sama hvað og þannig hélst okkar samband alla tíð þótt að samband okkar hafi minnkað með árunum. Elsku Sigrún, ég veit og skil svo vel hvað þú hefur þurft að ganga í gegnum síðustu ár og það nístir hjarta mitt að svona hafi farið. Ég hata þennan sjúkdóm sem þú varst með og ég er með líka og sú var tíðin ekki fyrir löngu síðan að ég var að því kominn að fara sömu leið og þú og svo mörg í okkar hópi hafa farið. Þetta er hinn hræðilegi veruleiki sem birtist mér blákalt þessa stundina. Elsku Sigrún, þú varst alltaf tilbúin til að styðja mig og hvetja mig þegar við hittumst á seinni árum og það er í minningu þinni sem ég ætla að lifa áfram og sigrast á þessum sjúkdómi. Það er gott til þess að hugsa að þú eignaðist tvo yndislega stráka, Pat- rik og Geir, sem ég er viss um að munu bera mömmu sinni gott vitni í framtíðinni. Upplagið þitt var svo sérstakt og gott, það eru svo fáir til sem svipar til þín Sigrún, því miður. Ég vil votta fjölskyldu þinni sem tók mér jafnvel og þú á sínum tíma mína dýpstu samúð og hluttekningu á þessum erfiðu tímum. Megi minning þín lifa meðal okkar allra. Þinn vinur að eilífu, Jósep Freyr Riba. Ég gleymi því aldrei þegar ég sá þig fyrst. Ég vissi það strax að það var eitt- hvað sérstakt við þig og með tíman- um fékk ég að kynnast hvaða mann- eskju þú hafðir að geyma. Ég trúi því að við höfum öll eitt- hvert hlutverk í lífinu og þú spilaðir stórt hlutverk í mínu lífi í þessi sjö ár sem við þekktumst og eitt er víst að þú varst mjög einstök manneskja. Það er mikill synd að líf þitt skyldi fara í þennan farveg þar sem ég veit að þú þráðir og áttir skilið betra líf. Þú skilur eftir þig sannkallaða guðsgjöf, hann Geir Örn son okkar ásamt Patrik bróður hans. Þegar við sögðum Geira frá því að mamma hans væri dáin og komin til Guðs sagði hann eftir smáumhugsun: „Ég veit, ég fer bara á geimskutlunni að heimsækja hana.“ Bara ef lífið væri jafn einfalt og í augum þriggja ára barns. Kæra Sigrún, ég mun tryggja það að minning þín muni lifa um ókomna tíð og að Geiri fái alla þá ást sem hann þarfnast. Hvíl í friði, Sigrún mín. Jón K. Jacobsen. Þú, fallega prinsessan mín, nú ertu farin. Ég trúi ekki að ég fái aldrei að sjá þig aftur, fyrr en ég kem til þín, en ég veit að englarnir tóku á móti þér. Sigrún, ég man hvað við töluðum oft um það og vorum sammála um það hvað við værum lík, ég og þú. Ég veit að ég náði aldrei að verða þér það sem ég vildi vera þér. Ég reyndi að fylgjast með þér úr fjarlægð og biðja fólkið sem þú umgekkst að passa þig, ég veit að þú þurftir að ganga í gegnum slæma hluti. En, ást- in mín, þú varst góð í gegn og það fær engin að taka það frá þér. Ég er svo þakklátur fyrir að hafa fengið að hýsa þig og halda utan um þig fyrir hálfum mánuði. Þú varst svo yndislega falleg. Þú verður alltaf í huga mér. Ég elska þig. Ég ætla að reyna að verða fallegu strákunum þínum stoð. Þinn faðir, Tryggvi. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR HAUKS EIRÍKSSONAR, Víðimel 60. Auður Ingvarsdóttir, Rannveig Sigurðardóttir, Hermann Þórisson, Freyr Hermannsson, Helga Rún Runólfsdóttir, Nanna Hermannsdóttir, Hlynur Freysson. Eftirfarandi grein var í blaðinu sl. mánudag en þar sem hluti undir- skriftar féll niður birtum við grein- ina aftur og biðjum hlutaðeigandi velvirðingar. Bjarni Magnússon var giftur Helgu Dagbjartsdóttur en Helga var nokkurs konar fóstursystir eig- inkonu minnar Jóhönnu Ásdísar Bjarni Magnússon ✝ Guðlaugur BjarniMagnússon fædd- ist 28. ágúst 1921 í Hafnarfirði. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss við Hringbraut 21. febr- úar síðastliðinn. Útför Bjarna fór fram frá Fossvogs- kirkju í Reykjavík 1. mars sl. Jónasdóttur heitinn- ar. Helga var ung- lingur þegar hún kom til Siglufjarðar á heimili foreldra Ás- dísar og bræðra hennar Hauks og Sig- urðar heitins. Helga kom þangað til að að- stoða við eitt og ann- að á heimilinu og var alla tíð síðan eins og eitt af börnunum. Ár- in liðu og eftir að Helga giftist Bjarna var hann einnig orð- inn hluti af fjölskyldu okkar Ásdís- ar eftir að við hófum búskap í Reykjavík. Mikill samgangur var ávallt á milli fjölskyldu okkar og Helgu og Bjarna og einkadóttur þeirra Guðbjargar. Ásdís og Helga voru alla tíð miklar vinkonur en þær létust sama ár 2005. Bjarni var ekki maður sem bar mikið á. Hann var hæglátur, prúðmenni, las mikið og var fróður um margt auk þess að vera snillingur í skák. Bjarni var vel að sér í erlendum tungumálum og hafði yfir að ráða góðri íslensku- kunnáttu og vann við prófarkalest- ur. Bjarni fór ekki í langskólanám, hann var sjálfmenntaður. Bjarni var í sambandi við marga erlenda skákmenn úti um allan heim og náði því árið 1972 að verða Norð- urlandameistari í bréfskák. Bréfs- kákiðkun á Íslandi fór vaxandi eftir þetta afrek Bjarna. Með Bjarna er genginn mætur maður sem mörgum hefði verið hollt að kynnast. Ég og börnin mín og fjölskyldur þökkum góða sam- fylgd. Guðbjörgu og fjölskyldu sendum við hugheilar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Bjarna Magnússonar. Birgir J. Jóhannsson. Guðrún, Jónas Birgir, Inga Jóhanna, Sigrún, Haukur og fjölskyldur. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnisliður val- inn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birt- ingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birt- ast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hve- nær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.