SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Qupperneq 2
2 5. desember 2010
Við mælum með
5. desember
Hin árlega jólasýning Árbæj-
arsafnsins er haldin nú þrjá
sunnudaga fyrir jól. Þar geta ung-
ir sem aldnir rölt milli húsanna
og fylgst með undirbúningi
jólanna eins og hann var í gamla
daga. Hrekkjóttir jólasveinar
gægjast á glugga og kíkja í potta,
börn og fullorðnir fá að föndra,
syngja jólalög og ferðast um í
hestvagni.
Jól í anda liðinna tíma
6 Wikileaks til góðs eða ills?
Snýst leyndin um að fela eða vernda er spurt í Vikuspegli.
18 Hrifinn af fjölbreytileika …
Árni Bergmann rithöfundur segist dæmdur til að efast um allt sem sé
honum mikils virði.
38 Pöddur þekkja engin landamæri
Sóttvarnir eru í eðli sínu alþjóðlegar og fyrir vikið starfar Haraldur
Briem sóttvarnalæknir í alþjóðlegu umhverfi.
43 Kálfur fæddist í miðri máltíð
Friðrik V. hermir af matargerð í Mývatnssveit og Steingrímur Sig-
urgeirsson rýnir í vínskemmdir.
44 Dræm velgengni
Sæbjörn Valdimarsson segir karlkyns leikara
frá Norðurlöndunum löngum hafa átt erfitt
uppdráttar í henni Hollywood.
45 Vík er ein af
stórborgunum
Guðný Guðnadóttir býr við Ránarbraut
í Vík í Mýrdal.
47 Smákökualsæla
Þá er komið að hinu árlega smákökuæði! Smákökurnar fylla nú hvern
munn og maga og um að gera að njóta þess.
Lesbók
52 Skreytið meinhorn
Bandaríski rithöfundurinn David Sedaris hefur notið mikilla vinsælda
fyrir ýkjusögur af sjálfum sér og ótal meinlegum uppákomum.
50 Ósýnileg stétt
Margrét Guðmundsdóttir sagnfræðingur tilnefnd til Íslensku bók-
menntaverðlaunanna fyrir Sögu hjúkrunar á Íslandi á 20. öld.
21
Efnisyfirlit
Forsíðumyndina tók Ernir Eyjólfsson
Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudags-
moggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Hugrún
Halldórsdóttir, Hólmfríður Gísladóttir, Inga Rún Sigurðardóttir, Ingveldur Geirsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, Orri
Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir , Skapti Hallgrímsson.
Augnablikið
Í
gamla slippinn við Mýrargötu er
ég boðaður til að sjá nýjan meist-
ara uppistandsins, Ara Eldjárn,
grínast við áhorfendur. Þar er
tímabundið búið að innrétta kaffihús
fyrir sjónvarpsupptökurnar. En efnið
verður hluti af sjónvarpsþáttunum
Hringekjunni sem er sýnd á besta tíma
hjá RÚV á laugardagskvöldum. Ekki er
allt í plati því barinn í sviðsetningunni
býður upp á alvöru bjór sem mýkir
áhorfendur upp. Áður en meistarinn
stígur á svið kemur Þórhallur Þórhalls-
son fram til að hita áhorfendur upp.
Hann segir að áhorfendur þurfi engar
áhyggjur að hafa því að upptökuvél-
arnar séu ekki einu sinni í gangi þegar
hann grínist. Sjónvarpið tími ekki að
eyða spólu í grínið hans. Hann minnir
áhorfendur á að vera hláturglaðir og
fær áhorfendur til að vera viðbúna með
því að hlæja hátt og lengi. Þegar svo Ari
Eldjárn stígur upp á sviðið eru menn
þegar skælbrosandi. Frásagnarhæfni
og skopskyn Ara fær menn fljótlega til
að liggja í hlátri. Sumir menn kunna
það sem þeir eru að gera. Eins og Sindri
félagi minn sagði um Ara þá er hann
algjör Brand-Ari.
Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is
Það er hollt að hlæja og mikilvægara að fara á grín með Ara en að fara í líkamsræktina.
Morgunblaðið/Eggert
Herra Brand-Ari
Arinn sjálfur mættur og fékk sér vatn á meðan aðrir kneyfuðu ölið.
Áhorfendur fóru skælbrosandi í rúmið þetta kvöldið.
4. desember
Útgáfuhátíð Geimsteins 2010,
Selma Björns, Klassart og fleiri
skemmta tónleikagestum á Nasa.
10. desember
Litla flugan, öll helstu
lög Sigfúsar Halldórs-
sonar eins og Litla
Flugan og Dagný flutt-
ar af þeim Stefáni
Hilmarssyni og Agli Ólafssyni.
12. desember
Ævintýrið um Augastein sýnd í
Tjarnarbíó. Sýningin er klassísk
jólasaga með óvæntri fléttu þar
sem Steinn gamli í minjagripabúð-
inni segir börnunum ýmis konar
sögur.
8