SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Blaðsíða 6
6 5. desember 2010 Fjölmiðlar víða um heim hafa tekið afstöðu til skjala- birtingar WikiLeaks og sýnist sitt hverjum. Í bandaríska vinstra blaðinu The Nation er fjallað um þá miklu leynd, sem hvílir yfir aðgerðum Bandaríkjanna á er- lendri grund. Leynileg stríð eigi sér stað í Pakistan og Jemen. Í stríðinu í Afganistan geri bandarískar sérsveitir árásir og fremji morð á laun. Bandaríska leyniþjónustan, CIA, sé með leyniher í Afganistan. Leynistimpill sé á öll- um gögnum um störf Stanleys McChrystals herforingja í Írak. Niðurstaða blaðsins er sú að birting WikiLeaks á gögnunum þjóni þeim tilgangi að afhjúpa ósannindi, sem yfirvöld beiti til að ekki dragi enn frekar úr stuðningi al- mennings við aðgerðir þeirra. Á vefsíðu The New Yorker skrifar Raffi Katchadourian að efast megi um að fullyrðingar stjórnvalda um að birt- ing gagnanna sé ólögleg standist. Fjölmiðlar hafi iðulega leynigögn undir höndum. Eins virðist yfirlýsingar Clinton um að birtingin ógni þjóðaröryggi ýkjukenndar. Katchadourian bendir á að nýlundan í starfsemi Wiki- Leaks felist í magninu, birtingu heilla gagnabanka. Hann telur að hefði Assange tekið sig til og birt smám saman fréttir upp úr gögnum í stað þess að demba þeim öllum út í einu hefðu viðbrögðin verið önnur. Þá hefði hvorki verið talað um njósnir né hryðjuverk, heldur einfaldlega fréttir. Njósnir, hryðjuverk eða einfaldlega fréttir? Ástralinn Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, hefur valdið uppnámi með birtingu leyniskjala. Reuters E rfitt hefur verið að halda vefsíðu uppljóstrunarvefjarins Wiki- Leaks gangandi eftir að aðstand- endur hans komu á framfæri rúmlega 250 þúsund bandarískum sendi- ráðsskjölum við valda fjölmiðla í fimm löndum. Í skjölunum birtist í raun sýn banda- rískra stjórnvalda á heiminn. Þar má lesa vafningalaust mat á ráðamönnum víða um heim og samskiptum við þá og er birtingin í mörgum tilfellum hin vandræðalegasta fyrir Bandaríkjamenn. Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fordæmdi birtingu skjal- anna harðlega á þriðjudag: „Þessi upp- ljóstrun er ekki aðeins árás á utanrík- ishagsmuni Bandaríkjanna. Þetta er árás á alþjóðasamfélagið – bandalögin og sam- starfsríkin, viðræðurnar og samn- ingagerðirnar, sem tryggja öryggi heims- ins og stuðla að efnahagslegri velmegun.“ Clinton sagði að samskipti ríkisstjórna væru ekki eina áhyggjuefnið sem fylgdi birtingu þessa efnis: „Bandarískir stjórn- arerindrekar hitta baráttumenn fyrir mannréttindum, blaðamenn, trúar- leiðtoga og aðra sem standa utan raða stjórnvalda og tala opinskátt um innsýn sína. Þessi samtöl byggjast líka á trausti og trúnaði. Til dæmis, ef baráttumaður gegn spillingu deilir upplýsingum um misferli opinberra aðila, eða ef hjálparstarfsmaður afhendir skjöl um kynferðislegt ofbeldi, gæti uppljóstrun um hver viðkomandi er haft alvarlegar afleiðingar: fangelsun, pyndingar, jafnvel dauða.“ Verði stimpluð hryðjuverkasamtök Í Bandaríkjunum hafa komið fram hörð viðbrögð vegna lekans. Philip Crowley, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneyt- isins kallaði Assange „anarkista“. Liz Cheney, dóttir Dicks Cheneys, fyrr- um varaforseta Bandaríkjanna, ítrekaði í sjónvarpsfréttum í Bandaríkjunum í lið- inni viku, að hún teldi að stjórnvöld á Ís- landi ættu að loka vefsíðunni WikiLeaks. „Ég tel enn og aftur, að ríkisstjórn Íslands eigi að loka þessari vefsíðu. Ég tel að þau eigi ekki að leyfa þessu efni að birtast á vefsíðunni á Íslandi og ég tel að rík- isstjórnin eigi að einbeita sér að því að sækja þá, sem bera ábyrgð á þessu, til saka,“ sagði Cheney við sjónvarpsstöðina Fox, en þess má geta að síðan er ekki vist- uð hér. CNN hafði eftir Mick Huckabee, sem sóttist eftir að verða forsetaframbjóðandi repúblikana í forsetakosningunum í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum, að þeir, sem bæru ábyrgð á lekanum hefðu gerst sekir um landráð og ættu að eiga dauðadóm yfir höfði sér. Peter King, flokksbróðir hans og for- maður nefndar fulltrúadeildarinnar Bandaríkjaþings um öryggi innanlands, þrýsti á Barack Obama Bandaríkjaforseta að skilgreina WikiLeaks sem hryðjuverka- samtök. Tom Flanagan, ráðgjafi Stephens Har- pers, forsætisráðherra Kanada, sagði í hálfkæringi í sjónvarpsviðtali að „ráða ætti Assange af dögum“ og bætti við að Obama ætti að setja fé til höfuðs honum og „nota kannski ómannaða flugvél“. Telja Assange í hættu Slíkar yfirlýsingar hafa orðið til þess að innan WikiLeaks er litið svo á að Assange sé í hættu. „Við höfum fengið hótanir frá ríkisstjórnum og fréttaskýrendum, sumar þeirra algerlega fáránlegar, jafnvel áskor- anir um að ráða Julian Assange af dögum,“ sagði Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks, í umræðum í Front- line-klúbbnum. Hann sagði að tímasetning hand- tökuskipunar Interpol á hendur Assange í liðinni viku vekti spurningar. Stjórnvöld víða um heim hafa gagnrýnt WikiLeaks og eiginlega ríkir bara ánægja í herbúðum Ísraela, sem hafa lýst yfir því að skjölin sýni að þeir séu sjálfum sér sam- kvæmir hvort sem þeir koma fram op- inberlega eða í trúnaði. Fyrsti umgangur forsíðna blaðanna The Guardian, The New York Times, Der Spiegel, Le Monde og El País, sem fengu aðgang að sendiráðsskjölunum hjá uppljóstrunarvefnum WikiLeaks. Reuters WikiLeaks til góðs eða ills? Snýst leyndin um að fela eða vernda? Vikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks, ræðir við blaðamenn í London. Reuters „Guð einn veit hvað gerist nú. Vonandi umræða um allan heim, skoðanaskipti og um- bætur. Ef ekki … er úti um okkur sem tegund. Ég mun opinberlega gefa upp von um samfélag okkar ef ekkert ger- ist.“ Bradley Manning eftir að hafa sent skjölin til Wikileaks. Hann situr nú í fangelsi. Vonandi umbætur h fð ir J óla hefð hefð ir Jó lah efði r J óla hefð ir Jó lah efði r J óla hefð ir h fð ir Jó lah efði r Jó lah efði r Jó lah efði r Jó lah efði r Jó lah efði r J óla hefð ðir Jó lah efði r J Jó lah efði r Jó lah efði r Jólahefðir Nóatúns Gómsætar uppskriftir af vinsælasta jólamat Íslendinga undanfarin ár. Meistarakokkurinn Friðrik V er höfundur uppskriftanna og setur hann réttina í óvæntan en skemmtilegan búning sem gælir svo sannarlega við bragðlaukana. Fáanlegur í næstu verslun Nóa túns www.noatun.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.