SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Qupperneq 18

SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Qupperneq 18
18 5. desember 2010 Á rni Bergmann rithöfundur og blaðamaður er höfundur ævisögu Gunnars Eyjólfssonar leikara en hún ber titilinn Alvara leiksins. Þeir Gunnar eru vel kunnugir og báðir uxu þeir úr grasi í Kefla- vík. „Gunnar er níu árum eldri en ég en í Keflavík þekktust allir og þegar ég byrjaði í blaðamennsku árið 1962 þá var það fyrsta sem ég gerði að fylgjast með Gunnari æfa Pétur Gaut,“ segir Árni. „Ævisaga sem þessi er að mestu leyti sjálfsmynd og þá sakar ekki að sá sem hana skrifar hafi góðar forsendur til að setja sig í spor viðmælandans. Við Gunnar vorum aldir upp í þessu litla fiskiplássi, önduðum að okkur sömu saltfisklyktinni og þekktum sama fólkið. Samskipti okkar teygja sig lengra. Ég, sem hef starfað við blaða- mennsku og bókmenntaskrif, þurfti oft að koma í leikhús og fjalla um leikrit. Svo er Gunnar kaþólikki og sú trú er áberandi þáttur í hans persónu og ég þekki þann heim nokkuð vel því ég skrifaði tvær bækur í kaþólsku klaustri.“ Það er mikil dramatík í lífi Gunnars í æsku og framan af. Kom það þér á óvart? „Gunnar hefur sagt kunningjum sínum allmargar af þessum sögum en það er alltaf margt ósagt um líf hvers og eins og vonandi kemur sem mest af því í ljós þegar menn tala saman og vinna að bók eins og þessari. Svo er eitt með ævisögur af þessu tagi: þær eru alltaf litríkastar framan af því minni manna vinnur þannig. Þegar menn lýsa æskuárum sínum, þegar allt sem kemur fyrir þá er nýtt og þar með merkilegt, verða til annars konar lýsingar en þeg- ar menn lýsa því sem gerist þegar þeir eru orðnir fullorðnir og búnir að finna sér ævistarf. Og þá er að leysa það á annan veg, til dæmis með því að spyrða minningabrot og ályktanir saman í þemu.“ Gott að vera í klaustri Snúum okkur að þér. Þú sagðist hafa skrifað tvær bækur í klaustri. Af hverju kaustu að skrifa þar? „Þegar ég skrifaði skáldsögu mína um Þorvald víðförla taldi ég vænlegast til árangurs að vera í umhverfi sem tengdist einsetu og kaus að vera í and- rúmslofti klausturs. Ég notaði kunningsskap minn við íslenska kaþólikka til að komast í þýskt klaustur. Þetta gerði ég líka þegar ég skrifaði bókina Glím- an við Guð. Það er afskaplega gott að vera í klaustri. Maður er laus við heimskulegt áreiti og skynjar hversu mikið af því sem berst að eyrum er óþarfi. Og maður nær þrisvar sinnum meiri árangri en ella í því sem maður er að vinna vegna þess að kyrrðin greiðir allar götur um heilabúið.“ Það kom mörgum á óvart þegar vinstrimaður eins og þú skrifaðir Glím- una við Guð, bók sem er hugleiðingar um trúmál. Hafa hugmyndir þínar um Guð breyst mikið frá barnæsku og til dagsins í dag? „Það er óhjákvæmilegt að svo verði. Flestir eru fæddir til ákveðinna trúar- hugmynda og taka þeim sem sjálfsögðum hlut, því börnum finnst það eðli- legt sem að þeim er haldið. Svo ganga menn af þessari barnatrú með ein- hverjum hætti. Kannski verða þeir fyrir miklum vonbrigðum með hana og síðan er spurningin hvað þeir kjósa sér í hennar stað því eins og Rússar segja: Helgur staður mun ekki lengi standa auður. Síðan verða menn einatt fyrir vonbrigðum með það líka sem kom í staðinn, hvort sem það er pólitísk Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Morgunblaðið/Golli Hrifinn af fjöl- breytileika tilverunnar Árni Bergmann segist dæmdur til þess að efast um allt sem sé honum mikils virði. Í viðtali ræðir hann um ritstörf, menning- arskrif, pólitík, trúarviðhorf og blaða- mennsku. Ég þoli illa fól og fanta en ég hef verið svo heppinn að ég á auðvelt með að umgangast alls konar fólk í pólitík og trú.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.