SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Qupperneq 20

SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Qupperneq 20
20 5. desember 2010 Þ að er orðinn býsna stór hópur af fólki, sem komið hefur við sögu á ritstjórn Morgunblaðsins á undanförnum áratugum. Sumir hafa varið mestum hluta starfsævi sinnar þar. Aðrir hafa haft skemmri viðdvöl og komið við sögu annars staðar í samfélag- inu. Þetta á ekki sízt við um pólitíkina. Flestir formenn Sjálfstæðisflokksins síð- ustu 50 ár hafa haft einhver slík tengsl við blaðið. Einu undantekningarnar eru Bjarni Benediktsson, núverandi formaður flokks- ins og Jóhann heitinn Hafstein. Og aðrir forystumenn flokksins hafa einnig komið við sögu. En þessi pólitísku tengsl eru ekki bara við Sjálfstæðisflokkinn. Fólk, sem gegnir lykilstöðum hjá bæði Samfylkingu og Vinstri grænum nú um stundir hefur starfað á ritstjórn Morgunblaðsins. Tengsl ritstjórnar Morgunblaðsins við menningarlífið hafa ekki verið minni en við pólitíkina, þótt þau hafi verið á annan veg. Á bak við það er löng saga og sterk hefð. Valtýr Stefánsson, ritstjóri blaðsins frá 1924 til dauðadags 1963 hafði mikil tengsl við menningarlífið á sínum tíma enda eiginkona hans, Kristín Jónsdóttir, í hópi frumherja og fremstu listmálara þjóðarinnar á fyrri hluta 20. aldar. Og það kom í hlut dr. Matthíasar Johannessen, sem sl. miðvikudag, var gerður að heið- ursdoktor við Háskóla Íslands að stýra menningarstefnu Morgunblaðsins í um- róti kalda stríðsins, ásamt ritstjórn þess að öðru leyti, sem ekki var lítið afrek. Úr þeim frjóa jarðvegi, sem þannig varð til á ritstjórn Morgunblaðsins hefur sprottið afreksfólk á ýmsum sviðum menningar, rithöfundar, leikskáld, ljóð- skáld o.fl. Einn af þeim, úr þessum hópi, sem hefur af hógværð en staðfestu og list- fengi, unnið mikið menningarafrek er Ragnar Axelsson, ljósmyndari, sem starf- að hefur á ritstjórn blaðsins frá 18 ára aldri, eða frá árinu 1976. Vitnisburð um þetta afrek Raxa má sjá á sýningu í Gerð- arsafni í Kópavogi um veiðimenn norð- ursins, líf fólksins á norðurslóðum. Og ánægjulegt að forsvarsmenn Kópavogs- bæjar sýndu honum þann sóma að gera hann að heiðurslistamanni Kópavogs árið 2010. Ljósmyndarar Morgunblaðsins hafa jafnan verið öflugur hópur innan rit- stjórnarinnar en jafnframt hópur, sem náði að skapa sér sérstöðu. Á árum áður, þegar miklar skipulagsbreytingar stóðu yfir á ritstjórninni fannst mér ég tapa öll- um fundum með ljósmyndurum blaðsins. Það var engin leið að koma á þá böndum. Ólafur K. Magnússon var meirihluta starfsævi sinnar þar fremstur í flokki. Raxi ólst upp undir handarjaðri hans. Ljósmyndasafn Ólafs K. Magnússonar, sem Einar Falur Ingólfsson hefur haft for- ystu um að koma skipulagi á, er gullnáma heimilda um Ísland á fyrstu áratugum lýð- veldisins. Raxi, þessi ungi piltur, sem nú er kom- inn yfir fimmtugt og hefur alla tíð látið lít- ið yfir sér, hefur unnið einstakt afrek, ekki bara á mælikvarða okkar hér á þessari eyju, heldur á alþjóðavísu með því að ljós- mynda lífshætti fólks á norðurhjara ver- aldar og tryggja með því að heimildir um líf þess verða til, hvernig sem fer um framtíð þess á þeim slóðum á næstu ára- tugum, sem enginn getur spáð fyrir um. Þetta hefur Raxi gert án þess, að sér- staklega væri eftir því tekið ásamt því að sinna daglegum störfum sínum á ritstjórn Morgunblaðsins. Með myndum sínum frá norðrinu hefur Raxi ekki aðeins tryggt að heimildir verða til um menningu fólksins, sem þar býr. Hann hefur líka þau áhrif með myndunum að beina athygli okkar að því, sem okkur stendur sem þjóð nær en flest annað. Við lifum í útjaðri veraldar þessa fólks en við erum engu að síður í hópi næstu nágranna þess og þess vegna eigum við að láta örlög þess okkur nokkru varða. Það er ekki oft sem ljósmyndir hafa áhrif á utanríkisstefnu þjóðar. En myndir Raxa í Gerðarsafni eiga að hafa þau áhrif á utanríkisstefnu íslenzka lýðveldisins, að það beini kröftum sínum að málefnum nágranna okkar í norðri. Myndirnar lýsa einföldu og fábrotnu lífi. Við hér skiljum ekki, hvernig þetta fólk lifir af. En út af fyrir sig skiljum við heldur ekki, þegar við lesum sögu okkar eigin þjóðar, hvernig hún lifði af í þessu landi öld eftir öld þegar fólk svalt til dauða m.a. vegna þess, að dönsku skipin komu ekki með nægilegt magn af matvöru til lands- ins. Fólkið, sem Raxi fjallar um í myndum sínum er af öðrum kynþætti en við en þó er það okkur mjög nákomið. Það hefur lif- að af við erfiðar aðstæður. Við lifðum af í myrkri, kulda og einangrun. Hvernig var hægt að vera til á Íslandi áður en rafmagn og hiti komu til sögunnar? Á bak við þessar myndir – eins og öll al- vöru menningarafrek – er óhemju vinna, erfið ferðalög og jafnvel hættuleg en jafn- framt djúpur skilningu á lífi fólksins. Á bak við þetta látleysi og hógværð er mikill listamaður á ferð. Matthías Johannessen sagði stundum, að ef Jóhann Sebastian Bach boðaði til blaðamannafundar á okkar dögum mundu fáir blaðamenn og fréttamenn mæta, svo takmarkaður væri skilningur samtímans á því, sem máli skipti. Það er eins gott fyrir okkur samstarfsmenn Raxa á undan- förnum áratugum að átta okkur á með hverjum við vorum að vinna! Ég efast ekki um, að Ragnari Axelssyni hefur þótt nokkuð til þess koma átján ára gömlum að vera ráðinn til starfa á Morg- unblaðinu. Nú er það Morgunblaðinu vegsauki að hafa Raxa í hópi starfsmanna sinna. Á bak við látleysi og hógværð er mikill listamaður á ferð Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@mbl.is W olfgang Amadeus Mozart var aldrei heilsuhraustur maður. Haustið 1791 var honum þó óvenju erfitt. Hann hélt þá til Prag til að fylgjast með uppsetningu á nýjustu óperu sinni, La clemenza di Tito, en veiktist heiftarlega fljótlega eftir komuna. Mönnum gekk illa að átta sig á því hvað amaði að honum og í ævisögu hans, sem Franz nokkur Niemetschek skráði, kemur fram að tónskáldið hafi verið fölt og niðurdregið meðan á dvöl- inni í Prag stóð. Ekki lagaðist heilsufarið við komuna heim til Vín- arborgar, áfram dró af Mozart sem þó gat unnið. Lauk meðal annars við klarínettukonsert sinn, hélt áfram með Sálumessuna og stjórnaði uppfærslu á Töfraflaut- unni 30. september. Hermt er að Mozart hafi rambað á barmi þunglyndis á þessum tíma, orðið tíðrætt um dauðann og sagt að Sálumessan væri í raun ætluð honum sjálfum. „Ég finn,“ var haft eftir honum, „að ég á ekki langt eftir; ég er sannfærður um að eitrað hafi verið fyrir mig. Ég get ekki hætt að hugsa um það.“ Eiginkona Mozarts, Constanze, hafði að vonum miklar áhyggjur af bónda sínum og gerði allt sem í hennar valdi stóð til að hressa hann við. Fékk hann meðal annars til að leggja Sálumessuna frá sér um stund og ljúka í staðinn við Frímúrarakantötuna sem samin var í tilefni af opnun nýrra bækistöðva þeirrar ágætu reglu í Vínarborg. Þessi áætlun gekk upp, Mozart braggaðist aðeins og var við- staddur frumflutning á Frímúrarakantötunni 18. nóv- ember. Féll verkið í frjóa jörð. En Adam var ekki lengi í paradís. Aðeins tveimur dög- um síðar var Mozart orðinn rúmfastur, sannfærðari en nokkru sinni um að eitur vætlaði í æðum. Hann þjáðist af þrota, uppköstum og allsherjar verkjum. Svo mikill varð þrotinn undir það síðasta að Mozart gat ekki einu sinni sest upp í rúminu. Allir sáu í hvað stefndi. Ýmsar heimildir eru um síðustu klukkustundirnar í lífi Mozarts og ber þeim ekki öllum saman. Svo virðist þó að hann hafi látið færa sér nóturnar að Sálumessunni og jafnvel hnikað einhverju til. „Sagði ég ykkur ekki að ég væri að skrifa þessa sálumessu fyrir sjálfan mig?“ er haft eftir honum í ævisögunni sem Niemetschek skráði. Á dánarbeðinum hjá Mozart voru Constanze og henn- ar nánasta fjölskylda sem tónskáldið hafði miklar mætur á. Hann gaf upp öndina á slaginu klukkan eitt eftir mið- nætti á þessum degi 1791. Aumingja Constanze bugaðist alveg við áfallið. „Ég get ekki einu sinni komið taumlausum harmi hinnar dyggu eiginkonu hans í orð,“ skrifaði Sophie, systir Constanze, síðar, „þegar hún fleygði sér niður á hnén og sárbændi almættið að miskunna sig yfir sig. Hún gat ómögulega slitið sig frá honum enda þótt ég þrábæði hana.“ Mozart var jarðsunginn og borinn til grafar í St. Marx- kirkjugarðinum í Vínarborg tveimur dögum síðar að viðstöddu fámenni, eins og tíðkaðist um útfarir á þess- um tíma. Sumar heimildir herma að snjóbylur hafi sett svip sinn á athöfnina, aðrar að stillt hafi verið í veðri. Læknisfræðin var skammt á veg komin þegar Mozart kvaddi þennan heim og aldrei hefur fengist staðfest hvað olli dauða tónskáldsins. Ýmsar tilgátur hafa verið uppi gegnum tíðina, sú dramatískasta að kollegi Moz- arts, Antonio Saleri, hafi byrlað honum eitur. Eins krassandi og tilgátan er bendir fátt til þess að hún fái staðist. Það breytir ekki því að illar tungur höfðu slæm áhrif á Saleri og fékk hann á endanum taugaáfall. Önnur tilgáta er sú að Mozart hafi í raun verið fórn- arlamb eigin ímyndunarveiki en hann mun hafa verið sannfærður um að lyf sem innihélt silfurhvítan málm hafi verið heilsu hans bráðnauðsynlegt. Þannig hafi hann óvart eitrað fyrir sjálfan sig. Flestar seinni tíma rannsóknir benda þó til þess að Mozart hafi látist af eðli- legum orsökum. Hann var ekki nema 35 ára. orri@mbl.is Mozart deyr eftir veikindi Tónskáldið mikilvirka, Wolfgang Amadeus Mozart. AP ’ Ég finn að ég á ekki langt eftir; ég er sannfærður um að eitrað hafi verið fyrir mig. Aðdáandi leggur blómsveig á leiði Mozarts í Vínarborg. Reuters Á þessum degi 5. desember 1791

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.