SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Qupperneq 23
Þ
rátt fyrir fjörlegar sveiflur í verslun og
viðskiptum hér á landi síðustu tvö ár eða
svo virðist sem bóksala láti lítið á sjá; þó
metárið 2007 verði ekki jafnað í bráð þá
er mál manna í bókaútgáfu að samdrátturinn sé
minni en menn höfðu óttast, í það minnsta hafi
síðasta ár, 2009, verið gott bókaár, ekki síst sé litið
til þess sem var á seyði í þjóðfélaginu. Hvað þetta
ár varðar er sala varla farin af stað, menn gera ráð
fyrir því að hún hrökkvi í gang um þessa helgi, líkt
og verið hefur undanfarin ár. Þó virðist sem sala á
söluhæstu titlunum, Léttum réttum Hagkaupa
eftir Friðriku Hjördísi Geirsdóttur, Furðuströnd-
um eftir Arnald Indriðason, Ég man þig eftir Yrsu
Sigurðardóttur og Stóru Disney matreiðslubók-
inni sé meiri en í meðalári sé litið til metsölubóka.
Morgunblaðið/Kristinn
Ár norrænu
spennusögunnar
Bókaútgefendur og -salar eru í viðbragðsstöðu því þeir
telja að salan hrökkvi í gang nú um helgina. Að því sögðu
þá hafa svonefndar metsölubækur selst í meira mæli nú
þegar en á sambærilegum tíma síðustu árin
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Bækur Sunnudagsmogginn ræðir við Yrsu Þöll Gylfadóttur, Helga Ingólfsson, Gunnar Hersvein, Jónínu Leósdóttur, Kristínu Eiríksdóttur og marga fleiri.