SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Side 35

SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Side 35
5. desember 2010 35 B unch of money,“ sagði Megas er hann var spurður hvaða þýðingu það hefði fyrir hann að fá Jónasarverðlaunin á degi íslenskrar tungu. Þetta vakti kátínu hjá sumum, hneykslan hjá öðrum. Og má segja að hvort tveggja sé einkenni á ferli meistara Megasar. En ekki fer á milli mála, að fer- ill hans hefur mikla þýðingu fyrir íslenska tungu. Lagatextar hans eru sungnir á mannamótum. Og þó að framburðurinn sé ekki alltaf skýr eða greinilegur, þá leggja aðdáendur hans bara þeim mun meira á sig við að hlusta eftir orðunum – ljóðum í bundnu máli. Memfismafían hefur einnig haft mikið fram að færa fyrir íslenska tungu og er þó fer- illinn rétt að hefjast. Inga Rún Sigurðardóttir ræðir við þríeykið, sem starfar þéttast saman innan þessarar listhneigðu mafíu, í Sunnudagsmogganum í dag. Það eru þeir Guðmundur Kristinn Jónsson eða Kiddi Hjálmur, Bragi Valdimar Skúlason og Sigurður Guðmundsson. Og fer ekkert á milli mála af hverju þeir velja íslensku fyrir listsköpun sína, eins og Kiddi Hjálmur kemst að orði: „Okkur hefur aldrei dottið í hug að gera plötu með enskum textum. Ég hlusta sjálfur á Spilverkið, Megas og alla þessa músík sem er á íslensku. Það er auðveldara að fela sig á bak við enskan texta en ég hef alltaf verið með svo góða textasmiði í kringum mig að ég hef ekki þurft að gera það.“ Alveg á sama hátt munu textahöfundar eftir tíu, tuttugu og þrjátíu ár vísa til laga- texta Memfismafíunnar og detta ekkert annað í hug en að semja á íslensku. Það var því vel til fundið að veita Baggalúti og Hjálmum sérstaka viðurkenningu fyrir stuðning við íslenska tungu þegar Jónasarverðlaunin voru afhent á dögunum. Og það þarf ekki að felast fórn í því fyrir listamenn, að temja sér íslenskuna, eins og Bragi Valdimar bendir á í blaðinu í dag: „Til lengri tíma litið, á meðan það er ennþá töl- uð íslenska hérna, hefur tónlist á íslensku lengri líftíma. Fólk tengir best við tungumál, sem það talar, skilur og hugsar á.“ En Memfismafían leyfir sér engu að síður að bregða á leik með tungumálið, sækja í erlenda strauma, slettur og tökuorð, ekkert síður en Megas. Sigurður Guðmundsson, þriðji mafíósinn sem rætt er við í dag, segir tungumálið ekki staðnað: „Ég held að það sé líka mjög mikilvægt fyrir hverja kynslóð að bæta í. Það er ekkert gaman að vera sífellt að syngja texta eftir Jónas. Það er bara ákveðin heimild um tungumál á ákveðnum tíma. Málið breytist og þróast.“ Það þóttu tíðindi þegar vísindamenn fundu lífsform sem nærist á arseniki. Og það er við hæfi að enda þennan lestur á tilvitnun í fréttasíðu Baggalúts, skilgetið afkvæmi Memfismafíunnar, þar sem lagt er út af þessari merku uppgötvun: „Vísindamenn NASA, geimferðastofnunar Bandaríkjanna, hafa fundið áður óþekkta gerð af lífi. Þetta tiltekna líf deilir ekki sömu líffræðilegu uppbyggingu og önnur þau lífsform sem finnast á jörðinni. Í stað þess að vera með litninga sem innihalda fosfór þá innihalda litningar fyrirbær- isins arsenik, absint og áður óþekktan málm, Megasíum. Þá er lífsformið gætt bæði of- urgreind og að öllum líkindum snert af ódauðleika. Íslendingar ættu þó ekki að kippa sér upp við tíðindin því lífsformið er allþekkt hér á landi og gegnir tegundarheitinu Megas.“ Listhneigða mafían Að skrifa hundrað tölustafi í 25 línur er Íslendingum alveg ofviða. Jónas Kristjánsson fv. ritstjóri og frambjóðandi til Stjórnlagaþings um síðustu helgi. Í gamla daga reyndi ég að komast sem hraðast, en nú reyni ég að hægja á liðinu og sekta þá sem fara of hratt. Bjarni Stefánsson sýslumaður á Blönduósi og fv. ól- ympíukeppandi í spretthlaupum. Það ætti að ráða Assange af dögum. Tom Flanagan ráðgjafi forsætisráð- herra Kanada um stofnanda Wiki- leaks. Þetta var röng ákvörð- un. Barack Obama Bandaríkjaforseti eftir að FIFA ákvað að HM í fótbolta 2022 yrði í Qatar. Bandaríkin sóttu líka um. Ólafur Ragnar hefur setið í 16 ár, fjögur kjörtímabil. Hann gengst upp í því að setja söguleg met. Hann mun bjóða sig fram til fimmta kjörtímabilsins og hann hefur fundið pottþétta aðferð til að tryggja sér kosningu: Hann setur erfið mál í þjóðaratkvæði. Svavar Gestsson fyrrverandi ráðherra Alþýðu- bandalagsins og sendiherra. Allt félagslífið í skólanum er áfeng- is- og vímuefnalaust. Óli Dagur Valtýsson formaður skóla- félags MA. Uppgötvunin snýst um, að lífverur geta lifað af fleiri efnum en þeim sex, sem við höfum til þessa talið. Það þýðir, til dæmis, að það kann að leynast líf víðar en við héldum. Felise Wolfe-Simon, vísindamaður hjá NASA eftir að áður óþekkt gerð af lífi fannst í vatni í Kaliforníu. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal koma til álita sem slík. Svo var þeim skyndilega stórfækkað. Hvernig gerðist það? Svo hefur verið sagt án þess að nægjanlegar skýringar hafi verið gefnar að 78 sinnum hafi þurft að varpa hlutkesti á milli frambjóðenda í þessu furðulega kosn- ingakerfi. En spyrja má: Hvenær fór fram og hvar ítarleg umræða um það hvers vegna þessi kosn- ingaóskapnaður skyldi notaður við þessa mik- ilvægu kosningu. Því þótt svo illa hafi til tekist að þátttökuleysið gefi ráðstefnunni ekki annað um- boð en að leggja niður sitt hjal hið fyrsta, þá hlutu menn að ganga til verks með öðru hugarfari. Kosningin sjálf var í upphafi spurning um hvort íslenskir kjósendur væru hlynntir kosningu af þessu tagi, hvort þeir væru hlynntir svokölluðu persónukjöri og að landið yrði eitt kjördæmi. Kosningaþátttakan hafnaði öllum þessum þáttum með afgerandi hætti. Það er gott að það sé frá. Fyrst að þessi tilraun hefur misheppnast svo hrap- allega, eins og þeir sem töldu að áhrif hennar færu eftir kosningaþátttöku hljóta að viðurkenna, er æskilegast að hið rétt kjörna Alþingi taki málið í sínar hendur, setji punkt aftan við fíflaganginn og ræði á sínum vettvangi, eins og því er skylt, hvort einhver sérstök ástæða sé til að breyta einhverjum ákvæðum stjórnarskrár einmitt núna. Verði sú niðurstaðan er best að samþykkja þær breytingar strax og rjúfa svo þing og efna til kosninga eins og stjórnarskráin mælir fyrir um. Verði niðurstaðan á hinn bóginn sú að þær breytingar sem vissulega hafa verið gerðar á stjórnarskránni á und- anförnum árum séu nægjanlegar og við margvísleg önnur og brýn verkefni sé að fást um þessar mundir þá er það jafn góð niðurstaða. Besta aðgerðin fyrir skuldug heimili Núverandi ríkisstjórn er í hlutverki bilaðrar bremsu á illa smurðu hjóli og reyndar sýnist hún að auki löngu dottin af hnakknum og hefur upp á síðkastið haft stýrið á bögglaberanum. Hún lifir fyrir ruglanda sem er það sem þjóðin sjálf telur sig þurfa minnst á að halda. Þess vegna eru ráðherr- arnir persónulega hinir óvinsælustu sem hér hafa setið í áratugi. Og þykir engum skrítið. Því fyrr sem þeir fara, því betra. Það væri langbesta aðgerð í þágu skuldugra fjölskyldna sem hægt væri að framkvæma. Og hún myndi svínvirka. Ekki eftir helgi, eða öðruhvorumegin við miðja viku í októ- ber sl., heldur strax. Morgunblaðið/Árni Sæberg Lágflug við Lækjargötu.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.