SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Síða 38

SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Síða 38
38 5. desember 2010 S óttvarnir eru í eðli sínu alþjóð- legar og snar þáttur í starfi Har- aldar Briem og starfsfólks hans hjá Landlæknisembættinu eru því samskiptin við sambærilegar stofn- anir sem sinna sóttvörnum úti í heimi, hvort sem er á vettvangi Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar (WHO), Sótt- varnastofnunar Evrópusambandsins (ESB) eða norræns samstarfs um heil- brigðisviðbúnað. Sóttvarnalæknir starfar eftir sótt- varnalögum frá 1997 sem er löggjöf um það hvernig vakta skal og bregðast við farsóttum. Lögin hafa þróast nokkuð síð- an og árið 2007 var ákveðið að víkka gild- issvið þeirra, þannig að þau taka ekki bara til smitefna, sýkla og þessháttar heldur eiturefna almennt og geislavirkra efna og heilsufarslegra áhrifa þeirra. „Þetta stafar af því,“ útskýrir Haraldur, „að WHO hefur verið að endurskoða svo- kallaða alþjóðaheilbrigðisreglugerð. Það er regluverk þjóðanna sem segir til um hvernig bregðast eigi við heilsufarsógn sem snertir þjóðir heims og landa á milli. Þetta regluverk á rætur að rekja til nítjándu aldar þegar Heilbrigðisráð Evr- ópuþjóða var sett á laggirnar í Konst- antínópel til aða fylgjast með aust- urlenskum farsóttum, einkum kóleru. Reglugerðin var síðast endurskoðuð árið 2005 og tókum við Íslendingar virkan þátt í þeirri vinnu.“ Bar að tilkynna eldgosið Þjóðum sem eiga aðild að WHO ber að til- kynna þegar eitthvað óvænt kemur upp sem ógnað getur heilsu manna á al- þjóðavísu en það er lögbundið hlutverk sóttvarnalæknis. „Þegar Eyjafjallajökull byrjaði að gjósa síðastliðið vor tilkynnti ég um gosið og öskufallið á vettvangi WHO og raunar Sóttvarnarstofnunar Evrópusambandsins (ESB) líka. Í kjölfarið var komið á fót sérfræðingahópum sem fóru að velta fyrir sér hvaða áhrif ösku- fallið gæti haft á heilsu manna og hversu víðtæk áhrifin gætu orðið. Nýttist ráð- gjöfin vel og er þetta gott dæmi um gagn- semi svona samstarfs.“ Sóttvarnastofnun ESB hefur það hlut- verk að vakta og samræma skráningu á smitsjúkdómum og vinna Íslendingar ná- ið með henni líka. Upplýsingaflæðið er í báðar áttir og segir Haraldur þetta sam- starf ganga vel. „Við vinnum heilmikið fyrir þessa stofnun og öfugt,“ segir hann og bætir við að sóttvarnalæknir starfi einnig með framkvæmdastjórn ESB fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins, nánar til- tekið heilbrigðisöryggisnefnd á hennar vegum. „Frá 1998 hef ég setið marga fundi hjá Evrópusambandinu og tekið þátt í að búa til ýmsar reglugerðir. Hvað þetta varðar höfum við starfað þarna eins og aðildarríki þótt við séum á evrópska efnahagssvæðinu (EES) og ég velti fyrir Pöddur þekkja engin landamæri, segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. Gildir þá einu þótt Ísland sé ekki í alfaraleið. Fyrir vikið starfar sótt- varnalæknir í alþjóðlegu umhverfi og á mikið undir traustu flæði upplýsinga milli landa. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir hina alþjóðlegu samvinnu geta verið tímafreka fyrir fámennt embætti. Utanstefnur séu tíðar og stífar. Á móti komi að Íslendingar fái heilmiklar upplýsingar að utan sem nýtist okkur vel. Þegar Eyjafjallajökull byrjaði að gjósa síðastliðið vor tilkynnti Haraldur um gosið og ösku- fallið á vettvangi WHO og Sóttvarnarstofnunar ESB og í kjölfarið var komið á fót sérfræð- ingahópum sem fóru að velta fyrir sér hvaða áhrif öskufallið gæti haft á heilsu manna og hversu víðtæk áhrifin gætu orðið. Morgunblaðið/Ómar Pöddur þekkja engin landamæri!

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.