SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Blaðsíða 39

SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Blaðsíða 39
5. desember 2010 39 Haraldur Briem segir engum vafa undirorpið að alþjóðlegt samstarf skili árangri á heilbrigðissviðinu. Besta dæmið um það sé útrýming bólusóttar fyrir um þremur áratugum en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin átti stærstan þátt í því. Bólusótt lék okkur Íslendinga löngum grátt. „Núna erum við mjög nálægt því að útrýma lömunarveiki eða mænu- sótt,“ segir Haraldur en bætir við að það hafi verið mikið áfall þegar hundruð manna greindust með veikina í Tadsjikistan síðastliðið vor. „Það segir okkur að bólusetningum er sumstaðar áfátt. En svona bakslag er auðvitað þörf áminning til okkar allra um að herða róðurinn.“ Haraldur segir alþjóðasamstarfið einnig hafa komið í góðar þarfir þegar heimsfaraldur inflúensu skall á í apríl í fyrra. Þá var mikið um símafundi og tölvupóstssamskipti enda áttu menn ekki með góðu móti heim- angengt til að bera saman bækur sínar. „Það gekk á heildina litið vel að bregðast við heimsfaraldrinum enda voru menn búnir að búa sig undir hann árum saman. Því var öðruvísi farið með eldgosið. Þau viðbrögð urð- um við meira að spila eftir eyranu. Rétt er að benda á að viðbragðsáætlun gegn heimsfaraldri inflúensu sem unnin var í samvinnu við Ríkislög- reglustjóra og almannavanadeild nýttist vel í öskugosinu og einnig áttum við til öndunargrímur og hlífðargleraugu sem komu sér vel.“ Meðal annarra aðkallandi verkefna nefnir Haraldur að stemma þurfi stigu við útbreiðslu á ónæmum sýklum og skera upp herör gegn viðvar- andi vandamáli – berklum. Einkum ónæmum stofnum þess lífseiga sjúk- dóms. Baráttan gegn HIV-sýkingu og alnæmi stendur enn. Á þessu áti hefur HIV-tilfellum fjölgað, einkum meðal fíkniefnaneytenda. „Síðan eru áætlanir uppi um að útrýma mislingum og rauðum hundum í Evrópu í síð- asta lagi 2015. Þá þurfa menn að vera mjög duglegir að bólusetja en því miður er það ekki þannig alls staðar.“ Tókst að útrýma bólusótt Gamall vágestur, fuglaflensan, olli aftur fjaðrafoki fyrir skemmstu þegar kona greindist með smit í Hong Kong. Það liggur því beint við að spyrja Harald hvort ástæða sé til að óttast fuglaflensufaraldur í heiminum á næstunni? „Fuglaflensan er sífellt að minna á sig,“ segir hann. „Af og til sýkist fólk af fuglum með alvarlegum afleiðingum. Svo var um konuna sem veiktist nýverið í Hong Kong. Engin merki sáust þó um smit manna á milli. Menn óttast enn að það geti gerst.“ Ekki er langt síðan svínaflensan gerði usla hér á landi sem víðar. Spurð- ur hvort menn óttist að hún blossi upp aftur svarar Haraldur: „Já, svínainflúensan er að öllum líkindum komin til að vera og verður smám saman að árstíðabundinni inflúensu og kemur þá til með að líkjast hefðbundnum inflúensufaröldrum. Bóluefni gegn árstíðabundinni inflú- ensu verður einnig verndandi gegn svínainflúensunni eins og öðrum infú- ensustofnum sem ganga meðal manna. Við leggjum nú áherslu á að bólu- setja starfsmenn á svína- og fuglabúum og dýralækna gegn inflúensu því dýrin deila inflúensunni með okkur mönnunum.“ Fuglaflensan minnir á sig mér hversu miklu það myndi breyta hvað þetta varðar ef við gengjum í sam- bandið.“ Hann segir athyglisvert að Evrópusam- bandið sækist mjög eftir því að koma fram sem einn aðili gagnvart WHO m.a. hvað sóttvarnir varðar. „WHO minnir hins vegar stöðugt á að það samrýmist ekki stofnskrá sinni og hvert ríki sam- bandsins hafi þá skyldu að tilkynna at- burði beint til WHO. Lausnin fyrir ESB- ríkin er að tilkynna samtímis til ESB og WHO. EES-ríkin, Ísland og Noregur, eru ekki bundin af þessu fyrirkomulagi en fylgja því þó.“ Haraldur segir þessa vinnu geta verið tímafreka fyrir fámennt embætti. Ut- anstefnur séu tíðar og stífar. Á móti komi að Íslendingar fái heilmiklar upplýsingar að utan sem nýtist okkur vel. Norrænt samstarf að aukast Norrænt samstarf ríkir á flestum sviðum mannlífsins og sóttvarnir eru þar engin undantekning. „Við erum aðilar að nor- rænu samstarfi um heilbrigðisviðbúnað en vorum lengi vel ekki sérlega virkir þátttakendur í því. Það breyttist þegar árásin var gerð á tvíburaturnana í New York 2001. Í kjölfarið kom upp mikil hræðsla við miltisbrand í heiminum, menn óttuðust um tíma að bólusótt tæki sig upp aftur og svo framvegis. Þá ákváðu norrænu ríkin að efla þetta samstarf og heilbrigðisráðuneytið fól sóttvarnalækni að sinna því af Íslands hálfu. Þetta er mjög gagnlegt samstarf og við hittumst reglu- lega til að bera saman bækur okkar.“ Síðasti fundurinn á þessum vettvangi var á Álandseyjum í haust og þar var öskufall einmitt í brennidepli, að sögn Haraldar. „Þar var meðal annars talað um vandamál varðandi sjúkraflug í öskufalli. Meðan gosið í Eyjafjallajökli stóð sem hæst gátu Norðmenn í norðurhluta landsins ekki sent sjúklinga með flugi suður á bóginn en þá var samið um það á þessum vettvangi með skjótum hætti að þeir gætu sent þá á spítala í Norður- Finnlandi. Sama vandamál kom upp á Grænlandi, þeir komust hvorki til Dan- merkur né Íslands suma daga. Þá var búið þannig um hnúta að þeir kæmust til Norður-Skandinavíu í staðinn ef á þyrfti að halda. Reynt var að ná samkomulagi við Kanada, án árangurs. Þetta sýnir að hið norræna samstarf er mjög skilvirkt og menn eru ævinlega boðnir og búnir að hjálpa hver öðrum.“ Nýr áfangi í þessu norræna samstarfi um heilbrigð- isviðbúnað er í uppsiglingu en um þessar mundir er rætt um hvernig koma megi Norðurlandabúum á fjarlægum slóðum til bjargar lendi þeir í hremmingum, svo sem af völdum hamfara eða sjúkdóma. „Umræðan um þetta fékk byr undir báða vængi eftir tsunami-hamfarirnar í Malas- íu og víðar þar sem fjöldi Norðurlandabúa var staddur, og svo aftur eftir jarðskjálft- ann á Haítí enda þótt blessunarlega fáir Norðurlandabúar hafi verið þar. Við erum ennþá að slípa þessa áætlun til en ég er ekki í vafa um að hún eigi eftir að koma í góðar þarfir.“ Á fundi með Pútín Fundirnir sem Haraldur og aðrir starfs- menn embættisins sækja erlendis eru misjafnir að stærð og gerð. Í haust sótti hann árlegan aðalfund Evrópudeildar Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (Euro- WHO) sem fram fór í Moskvu. Var það fyrsti fundurinn sem haldinn er í stjórn- artíð Ungverjans Szuzönnu Jakab sem svæðisforstjóra Euro-WHO. Lýsti hún því yfir að mikið verk væri óunnið í barátt- unni við smitsjúkdóma eins og nýleg dæmi sanna. Segir Haraldur mikilvægi fundarins hafa markast af nærveru Margaret Chan, framkvæmdastjóra WHO, og rússneska heilbrigðisráðherrans. Sátu þau nær allan fundinn, sem stóð í fjóra daga. Þá ávarp- aði Vladimir Pútín, forsætisráðherra Rússlands, fundinn. Í máli hans kom fram að Rússar hafa mikinn metnað við að efla heilbrigðismál í sambandsríkinu. Að ósk fastanefndar og svæðisforstjóra Euro-WHO tók Haraldur að sér stjórn- unarhlutverk á fundinum fyrir hönd Ís- lands. Haraldi þykir athyglisvert að forstjóri skuli á fundinum hafa lagt áherslu á, að hafin verði samvinna við ESB um eitt heilbrigðiskerfi fyrir Evrópusvæðið allt, sem byggist á vöktun og viðbrögðum gegn sýklalyfjaónæmi annars vegar og sameiginlegu heilbrigðisupplýsingakerfi hins vegar. Spannar gríðarstórt svæði Meðal annarra mála sem rædd voru á fundinum var „græn“ heilbrigðisþjón- usta, eldgosið í Eyjafjallajökli, brunarnir í Rússlandi og einnig flóðin í Kaupmanna- höfn sem eyðilögðu meðal annars tölvu- kerfi svæðisskrifstofunnar. Ennfremur var fjallað um svokallaða „ekki-smitsjúkdóma“ sem eru mikilvæg orsök sjúkdómsbyrði. Að sögn Haraldar er unnið að því að þróa landsáætlanir í baráttunni við krabbamein, geðræna sjúkdóma, félagslega áhrifavalda heils- unnar og skaðlega notkun áfengis og tób- aks. „Evrópudeildin spannar gríðarstórt svæði sem nær til 53 þjóða frá Atlantshafi til Kyrrahafsins. Félagslegir áhrifavaldar heilsunnar eru misjafnlega miklir og lífs- líkur manna mjög mismunandi eftir löndum. Lífslíkur manna í Rússlandi eru til dæmis mun minni en á Íslandi. Lífs- líkur íslenskra karla eru 80 ár við fæðingu en einungis 60,5 ár í Rússlandi. Þetta vita menn og Rússarnir töluðu um það af mikilli alvöru á þessum fundi að vinna þyrfti gegn skaðlegum áhrifavöldum heilsunnar og herða þyrfti baráttuna gegn berklum og öðrum smitsjúkdómum þar um slóðir.“ Batnandi mönnum er best að lifa. Vladimír Pútín lýsti því yfir á aðalfundi Evr- ópudeildar WHO fyrir skemmstu að Rússar hefðu mikinn metnað til að efla heilbrigð- ismál í sambandsríkinu. Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.