SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Blaðsíða 40
40 5. desember 2010
K
ristín Loftsdóttir var að
senda frá sér á bókina Kon-
an sem fékk spjót í höfuðið
– flækjur og furðuheimar
vettvangsrannsókna. Bókin fjallar um
veru hennar á meðal WoDaaBe-
fólksins í Vestur-Afríku, frá ágúst 1996
til júní 1998, til að safna gögnum fyrir
doktorsritgerð sína í mannfræði. Krist-
ín er nú prófessor í mannfræði við Há-
skóla Íslands og kemur bókin út á veg-
um Háskólaútgáfunnar en er skrifuð
þannig að hún á sannarlega erindi utan
fræðasamfélagsins.
Hægt er að ljóstra upp hér að konan
sem fékk spjót í höfuðið var Kristín
sjálf og notar hún þetta dæmi til að
sýna að margt óvænt getur komið upp
á við vettvangsrannsóknir.
„Ég var að skoða stöðu þessa þjóð-
flokks, WoDaaBe, í hnattvæddum
heimi og hvernig fólk sem tilheyrir
þessum hópi, sem hefur sögulega séð
skilgreint sig sem hirðingja, glímir við
vandamál samtímans eins og það að
hafa misst yfirráðarétt yfir stórum
hluta af landsvæði sínu og aukna jað-
arstöðu innan ríkisins Nígers. Bókin
tekur ekki beinlínis á niðurstöðunum,
meginviðfangsefnið er fyrst og fremst
Farandverkakona í Níamey saumar út og gefur barni sínu brjóst.
Fékk spjót
í höfuðið
Kristín Loftsdóttir var stúlkan Mariyama í tvö
ár á meðan hún bjó í Níger. Kristín, sem er nú
prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands,
kvaddi WoDaaBe-fólkið fyrir tólf árum en rifjar
nú upp reynsluna í nýútkominni bók.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Litlir strákar fylgjast vel með hinum eldri á danshátíðum.