SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Síða 47

SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Síða 47
5. desember 2010 47 Margir eru mjög hefðbundnir varðandi þær jólasmákök- ur sem þeir baka og borða fyrir jólin. Vilja ekkert nema það sem mamma eða amma bakaði alltaf og fussa yfir einhverju nýju. Persónulega tel ég skemmtilegt að prófa eitthvað nýtt líka svona til að hafa með þessum gömlu og góðu. Það er til svo ótal mikið af gúmmulaði sem gott er að nota í smákökurnar, alls konar súkku- laði, hnetusmjör og úrval af hnetum. Verið líka ófeimin við að prófa ykkur áfram og bæta við uppskriftir og laga að ykkar smekk. Sköpunargáfan er það sem gildir, líka í smákökubakstrinum! Alls konar gúmmulaði Hnetur og þurrkaðir ávextir eru tilvaldar í baksturinn. Morgunblaðið/Kristinn Á haftaárunum svokölluðu, á árunum 1930 til 1960 þurftu húsmæður að vera útsjón- arsamar fyrir jólin. Sykur var skammtaður svo og fleira hrá- efni sem þurfti í baksturinn og því varð að huga að því fyr- irfram að eiga nóg til. Ástand- ið varð sérstaklega slæmt eft- ir seinna stríð en þá var mjög lítið til í verslunum. Algengt var að konur söfnuðu saman skömmtunarmiðum fyrir sykur til að nóg væri til í jólabakst- urinn. Eða að þær spöruðu við sig sykurinn út í kaffið. Í dagblöðum var reynt að koma með hugmyndir að syk- urlitlum uppskriftum og birta uppskriftir bæði að lítt sykruðum kökum og kartöfluvínarbrauði. Þá voru sann- arlega aðrir tímar en nú til dags og fólk kannski ekki vant jafn miklum sætindum og nú. Í dag má segja að eiginlega sé til of mikið af sykri og margir nota nú gjarn- an önnur sætuefni í baksturinn til að draga úr sykr- inum. Enda er of mikil sykurneysla ekki talin æskileg fyrir líkamann en allt er jú gott í hófi. Blessaður sykurinn Þakkað var fyrir syk- urinn áður fyrr. Morgunblaðið/Ernir Á flestum heimilum landsins tíðkast að baka nokkrar góðar smákökusortir fyrir jólin. Ilmurinn tilheyrir aðventunni og jólunum eins og lyktin af mandarínum og negul, greni og öllu slíku sem við setjum upp og skreytum með fyrir jólin. Nú er tíminn til að njóta alls þess sem jólin hafa í för með sér. Tilvaldar gjafir Í desember þarf ekki að óttast komu óvæntra gesta því þann mánuðinn er nóg til af bakkelsi með kaffinu og um að gera að láta gestina smakka á kræsingunum. Á sunnudögum á að- ventu er líka gaman að hóa saman fjöl- skyldu og vinum og hafa það notalegt saman. Borða smákökur með heitu kakói og mjólk, spjalla og spila. Svo er ósköp gott að eiga smákökur til að maula á kvöldin eða jafnvel bara með morgunkaffinu áður en haldið er í vinn- una. Ekki amaleg byrjun á deginum það! Smákökur eru líka tilvalin jólagjöf, sérstaklega frá yngri kynslóðinni til ömmu og afa eða annarra ættingja. Fátt er krúttlegra í jólapakkann en heimabakaðar og skreyttar piparkökur eða konfekt sem fjölskyldan hefur gert saman. Það getur líka verið sniðugt að skreyta jólapakka með fallega skreytt- um piparkökum og gera þá þannig enn persónulegri. Smákökur í jólapakkann Piparkökur eru tilvaldar sem jólagjöf frá yngstu kynslóðinni. Morgunblaðið/Jóra Lífsstíll Þ á er kominn desember og það þýðir bara eitt. Smákökuskrímslið innra með okkur vaknar af værum blundi og hleypur um í sykruðu ánægjukasti. Alls staðar er otað að manni smá- kökum, þessar eru sko nýjar, ekki sama uppskriftin í fyrra og svo þessi sem Sigga gaf uppskriftina að í sauma- klúbbnum … Já þú verður bara að prófa þær líka! Þannig líður desember í dásamlegri smákökualsælu þar til við erum orðin stútfull af súkkulaði, hnetum, marspiani og hnetusmjöri. Í raun hverju því sem manni dettur í hug að baka úr. Húsmæður eru kannski ekki lengur í jafn harðri sam- keppni og hér áður fyrr þegar ekkert undir 20 sortum eða svo þótti fínt. Það baka nú fæstir svo margar tegundir í dag en leggja engu að síður alúð við smákökubaksturinn. Baksturinn er líka ekki lengur eingöngu á ábyrgð kvenna heldur hafa strákarnir einnig tekið upp bökunarkeflið og eru margir alveg jafn duglegir við að vekja smákökuskrímslið. Ég verð að játa að enn sem komið er fer lítið fyrir smá- kökubakstri á mínu heimili. Af þessum ástæðum lenti ég næstum því í slag eitt sinn við ungan mann sem tjáði mér að ég væri ekki almennileg kona sökum þessa. En hvað um það. Mér finnst samt sem áður mjög gaman að baka og lauma mér gjarnan í eldhúsið hjá mömmu þeg- ar hún byrjar að baka. Þá get ég kannski aðstoðað hana smá en aðallega smakkað smákökurnar þegar þær koma rjúkandi heitar úr ofninum. Það skal tekið fram hér að ég gerði einu sinni tilraun á spesíunum hennar mömmu með ensku smjöri. Sá bakstur gekk álíka illa og bollu- dagsbollurnar með sama hráefni. Hins vegar tókst mér ágætlega að baka ensk mince pies einu sinni. Það tók reyndar hálfan dag og svimandi háan rafmagnsreikning þar sem kveikt var á ofninum allan tímann að íslenskum sið. Útkoman var að engu síður mjög góð, þó að ég segi sjálf frá. Einn sunnudag snemma á aðventu er svo orðin hefð fyrir því að mamma smali okkur systkinum út úr bænum til að baka saman piparkökur. Þá spilum við jólalög, gjarnan með glitr- andi hreindýrahorn eða jólasveina- húfu á höfði, drekkum jólaöl og hlæj- um hvert að öðru fyrir að búa til allt of þykkar, klunnalegar eða fyndnar piparkökur. Þessi notalega stund kemur manni alltaf í jólaskapið og gefur manni tækifæri á að verða tíu ára aftur. Tíu ára barn sem þráir ekkert meira en að ná upp í efstu hilluna og klára úr kökuboxinu sem þar bíður ilmandi og lokk- andi. Smáköku alsæla Þá er komið að hinu árlega smákökuæði! Smákökurnar fylla nú hvern munn og maga og um að gera að njóta þess. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir ’ Þannig líður desember í dásamlegri smá- kökualsælu þar til við erum orðin stútfull af súkkulaði, hnetum, marspiani og hnetu- smjöri. Í raun hverju því sem manni dettur í hug að baka úr.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.