SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Qupperneq 49

SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Qupperneq 49
5. desember 2010 49 LÁRÉTT 1. Veld móðu hjá garmi vegna ákafra. (10) 4. Kona í partíi nær að vera eitthvað þú mátt kjósa. (4,1,4) 7. Beiskur vökvi er í sýningarsal. (7) 9. Sláninn má ruglast yfir skuldunum. (9) 11. Afnuminn hreppur hefur herflokk sem hefur mjög slæmt hlutverk. (11) 12. Rein fær ekkert út úr gerviefni. (5) 13. Alger ávöxtur helvítis. (6) 14. Skarpskyggn á áfengi (5) 16. Met angaskinnið sem loft. (8) 18. Illarnir missa 50 fyrir fet út af dýrunum (10) 21. Ljósfæri labbar með 50 til manns. (10) 23. Æskilegu reikningsdæmin finnast á svæðunum. (9) 25. Glimrandi ljóð. (5) 27. Það vandi með ax og hann fer ekki minnkandi. (7) 28. Ennþá einu sinni maður einn tekur til baka. (10) 29. F eða V á ensku. Það er líka enska fyrir enn eina hnýsni. (8) 33. Nær fjölskylda að setja bor við fallegt? (8) 34. Þið farið af þrælamarkaði með tæki til að meta vætu. (9) 35. Far flækist um með færni til að aka bíl og finnur nytjar. (14) LÓÐRÉTT 1. Það að stúdera veraldarlegar eigur getur leitt til að þær séu teknar gegn vilja þínum. (9) 2. Óp við rúmið hjá þeim sem hefur frumkvæði. (7) 3. Englar úr gulli vefjast fyrir sorgmæddri. (8) 5. Víð rönd á trépalli. (7) 6. Kýs fórnarlamb ekki á slæman hátt. (7) 8. Íþróttafélag fær jörð til að hugsa (7) 9. Norðurátt kemur á býli og dvalarstað. (7) 10. Svipuð fangbrögð hjá óvenjulegri. (7) 14. Eyðileggja eiði. (6) 15. Með hálfgerðri vindgáru sjást þarmar háðfuglanna. (11) 17. Bú til belti í kafla um öðruvísi. (7) 19. Ekki sökkva fyrir ófrýnilega. (6) 20. Nafna Báru og félagi hennar hittu fornvin. (9) 21. Plan hræfugla verður sýnilegt kvenkyns ættingja. (8) 22. Karamellur sýna dugnað. (6) 24. Það var talað um smæsta (6) 26. Efnafræðieining og ólyfjan sjást hjá brúnum. (8) 30. Snjóstormar færa okkur dýr. (5) 31. Hættuleg er á mörkum þess að vera váveifleg. (5) 32. Ást í afkima. (4) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn ásamt úrlausninni í um- slagi merktu: Krossgáta Morgun- blaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 5. desember rennur út 9. desember. Nafn vinningshafans birt- ist í blaðinu 12. desember. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi kross- gátunnar 28. nóvember er Gísli Guðmundsson. Hann hlýtur í verðlaun bókina Indjáninn – skálduð ævisaga eftir Jón Gnarr. Mál og menning gefur út. Krossgátuverðlaun Fáir skákmenn hafa notið við- líkrar hylli hér á landi og Boris Spasskí. Aðdáendum hans og velunnurum hans var því illa brugðið þegar fréttir bárust af því að hann lægi alvarlega veikur eftir heilablóðfall í september sl. Hann var heiðursgestur á skák- móti kvenna í Moskvu þegar hann hné skyndilega niður. Spasskí er fæddur 30. janúar 1937 og þó kominn sé af léttasta skeiði hefur hann alla tíð verið vel á sig kominn líkamlega. Spasskí dvel- ur nú á sjúkrahúsi í París og mun væntanlega útskrifast þaðan um miðjan janúar og horfur á fullum bata munu vera góðar. Hann biður vini sína um að hafa ekki alltof miklar áhyggjur af sér. Árið 1969 vann Spasskí Tigran Petrosjan 12 ½ : 10 og varð þar með heimsmeistari, sá tíundi í röðinni. Nafn hans er í dag ekki minna þekkt á alþjóðavísu en t.d. Kasparovs eða Karpovs en þó er samanburður við þessa tvo hon- um ekkert sérlega hagstæður. Eftir stóra einvígið í Reykjavík var hann lengi eins og skugginn af sjálfum sér. Þó hafa komið fram skákmenn, eins og t.d. bosníski stórmeistarinn Ivan Sokolov, sem telja Spasskí hik- laust einn af merkilegustu skák- mönnum sem uppi hafa verið. Spasskí hefur sjálfur haldið því fram við ýmis tækifæri að tíma- bilið frá 1964 – 1970 sé sitt besta en frá þessum árum er oft vitnað til frábærrar meðhöndlunar hans á flóknum miðtaflsstöðum. Þar er að finna námu fróðleiks. Spasskí yfirbugaði Keres, Geller og Tal í áskorendaeinvígjunum árið 1965 og árið 1968 vann hann Geller, Larsen og Kortsnoj. Ef frá er skilið einvígið við Paul Keres (6:4) vann hann öll þessi einvígi með þriggja vinninga mun. Hann var óumdeildur og glæsilegur heimsmeistari árið 1970, vann þau mót sem hann tók þátt í og lagði Fischer að velli í frægu 1. borðs uppgjöri á Ólympíumótinu í Siegen. Spasskí tefldi á þessu tímabili 462 kappskákir, vann 171 skák, tapaði 28 og gerði 263 jafntefli, um 65% árangur gegn bestu skákmönnum heims. En það var eins og stríðsgæfan yfirgæfi hann árið 1971. Hvað gerðist? Tölvutæknin gerir mönnum kleift að stunda alls kyns sam- anburðarannsóknir og grein- arhöfundur freistaðist til að láta forritið Rybku rýna í skákir Spasskís frá þessu tímabili og niðurstaðan var athyglisverð, ýmis lausatök sem vart sáust áð- ur koma fram í síauknum mæli árið 1971. Á dögunum vann Rybka með yfirburðum þrítug- asta hollenska meistaramótið í tölvuskák. Forritið keyrði á 26 tölvum með samtals 260 örgjörva (kjarna) sem hver var knúinn af a.m.k. 2,93 Ghz, svo öllum ætti að vera ljóst að þarna er öflug vél á ferðinni. Lítum á dæmi frá skák Spasskí, með „augum“ Rybku, frá opna kanadíska meistaramótinu 1971: Sjá stöðumynd Spasskí – Suttles Hvernig skyldu menn meta þessa stöðu? Heimsmeistari situr að tafli, hrókarnir ráða yfir opnu línunum og biskuparnir eru ógn- andi. Suttles lék 31. … Hxd3 32. Dxd3 Rhxg3 en Spasskí vann eft- ir 33. Hfe1. Rybka mat þetta á augabragði og niðurstaðan var óvænt: svartur er með unnið tafl og fyrsti leikurinn er: 31. … Rf4!! Aðalafbrigðið leiðir til unnins hróksendatafls: 32. gxf4 Rd2 33. Dg3 Rxf1+ 34. Hxf1 Dxd5 35. Hd1 Dxd4! 36. Bxg6+ Kxg6 37. Hxd4 He2+ 38. Dg2 Haxa2 39. Dxe2 Hxe2+ 40. Kg3 b3 – og vinnur þó það taki nokk- urn tíma til viðbótar. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Boris Spasskí á batavegi Skák Nafn Heimilisfang Póstfang

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.