SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Page 51

SunnudagsMogginn - 05.12.2010, Page 51
5. desember 2010 51 ákveðið að ég skrifaði bókina. Ég hófst handa í árslok 2001 og vann að handrit- inu til ársins 2008. Þá tók við uppsetning og prentferli.“ Margrét segir verkefnið hafa verið afskaplega skemmtilegt. „Ég er stundum spurð að því hvort ég hafi ekki verið orð- in leið á þessu. Þetta hafi tekið svo langan tíma. Svarið er afdráttarlaust nei, ég varð aldrei leið á þessu verkefni. Þetta var all- an tímann mjög skemmtileg og skapandi vinna. Vonandi skilar það sér í bókinni.“ Margrét lýkur lofsorði á ritnefnd bókarinnar sem mun hafa verið afar frjó. „Ritnefndin var einungis skipuð konum en eins og við þekkjum er þetta mikil kvennastétt. Félagið hafði mikinn metn- að gagnvart þessu verki enda var mark- miðið að sýna stéttinni þá virðingu sem hún á skilið.“ Ætluð almenningi Margrét lagði áherslu á að bókin væri ætluð almenningi, ekki bara hjúkr- unarfræðingum og starfsfólki í heilbrigð- isstéttum en stæðist jafnframt fræðilegar kröfur. „Hjá félaginu er til mikið af bréfaskiptum hjúkrunarkvenna í millum og notast ég talsvert við þær heimildir. Það ljær að mínu mati bókinni persónu- legri blæ. Það er mikilvægt að afstaða stéttarinnar komi fram – konurnar fái að tala. Sú stefna var líka tekin frá upphafi að hafa sjónarhornið breitt, tala um menntunina, störfin, félagsstörfin og hið persónulega líf hjúkrunarkvenna. Í raun var það óhjákvæmilegt enda bjuggu fyrstu hjúkrunarkonurnar inni á sjúkra- húsunum og áttu sitt heimili þar.“ Margrét vitnar til mýmargra heimilda í bókinni og lóðsar þannig þá sem vilja kryfja einstök efnisatriði betur. „Ásta Möller, formaður ritnefndar, tók líka saman afskaplega góða atriðisorðaskrá, þannig að bókin nýtist líka sem upp- flettirit,“ segir Margrét. Bókin er ríkulega myndskreytt og segir Margrét myndirnar ekki aðeins til skrauts, heldur eigi þær að auka við text- ann. „Myndirnar fann ég meðal annars á ljósmyndasöfnum en félagið á líka mikið myndefni sjálft. Síðan auglýstum við snemma í blöðum og það skilaði góðum árangri. Ég birti líka gamlar úrklippur úr blöðum, fréttir og auglýsingar, sem varpa skemmtilegu ljósi á þróun starfsins og ekki síður tíðarandann í samfélaginu. Í einni gamalli auglýsingu er t.d. auglýstur viðtalstími læknisins á Ísafirði en beint fyrir neðan er auglýsing frá líkkistu- smiðnum á staðnum. Það er skemmti- legur húmor,“ segir Margrét hlæjandi. Hún er að vonum hæstánægð með til- nefninguna til Íslensku bókmenntaverð- launanna. „Þetta hefur mikið gildi fyrir mig persónulega en ekki síður fyrir stétt hjúkrunarfræðinga. Félagið hefur lagt mikinn metnað í þetta verk og það er af- skaplega ánægjulegt að uppskera með þessum hætti.“ Tilnefningin skiptir líka sköpum fyrir kynningu á bókinni. „Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga gefur bókina út sjálft en hefur eðli málsins samkvæmt ekki sömu reynslu af markaðssetningu og bókaforlögin. Við höfum til dæmis átt erfitt með að koma bókinni á framfæri í fjölmiðlum. Þeir hafa ekki sýnt henni neinn sérstakan áhuga – fyrr en núna,“ segir hún kímin. Enda þótt saga hjúkrunar sé nú sögð er Margrét Guðmundsdóttir hvergi hætt að herma af vinnu íslenskra kvenna. Hún er nú með tvö verkefni í gangi. Annars veg- ar útgáfu dagbóka sem Elka Björnsdóttir, verkakona í Reykjavík, skrifaði á árunum 1915-23. Hins vegar er hún nýlega byrjuð að safna heimildum um fyrstu kvenverk- fræðinga Íslands. „Hugmyndin er að þetta gæti orðið viðtalsbók við tíu til tuttugu fyrstu konurnar í þessari stétt.“ ’ Ég varð aldrei leið á þessu verkefni. Þetta var allan tímann mjög skemmtileg og skap- andi vinna. Vonandi skilar það sér í bókinni. Margrét Guðmundsdóttir, sagnfræðingur í Akureyrarakademíunni. Henni var frá fyrstu tíð innrætt virðing fyrir hjúkrunarstörfum og öllum sem inna þau af hendi. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sigfússon í formála Ljósvetningasögu, þingeyski sveitastrákurinn sem las utan- skóla og dúxaði óvænt á stúdentsprófi. Gunnar varð að láta sér nægja annað sætið. Það kom snemma í ljós, að Gunnar þótti vel til forystu fallinn. Hann var mikill námsmaður, listrænn og lék vel á píanó, málsnjall og pólitískur. Átti til slíkra að telja: „Thoroddsen, Claessen, Briem“, er yfirskrift eins kaflans. Alla ævi var hann bólginn af metnaði og stefndi á æðstu metorð, en gat orðið heiftrækinn, ef hann náði ekki sínu fram, – „titrandi af reiði eins og ég verð þegar ég er bæði innilega særður og reiður“ skrifar hann í dagbók sína ungur maður úti í Berlín. Akkill- esarhæll hans var áfengið. Hann barðist við vínhneigðina framan af ævi og valt á ýmsu, en eftir forsetakosningarnar 1968 hélt hann sig frá áfengi til dauðadags. Straumhvörf urðu í lífi Gunnars eftir forsetakosningarnar 1968. Þegar forseta- embættið gekk honum úr greipum varð hann staðráðinn í að fara inn á vígvöll stjórnmálanna á nýjan leik. Eftir lát Bjarna Benediktssonar héldu honum engin bönd. Hann stefndi á að verða formaður Sjálf- stæðisflokksins og forsætisráðherra. Mér er minnisstæður fundur á Akureyri í sept- ember 1971. Þar ræddi Jóhann Hafstein um endurkomu Gunnars í pólitík. „Til mín er leikurinn gerður,“ sagði hann og sagðist gefa kost á sér sem formaður Sjálfstæð- isflokksins og var síðan kosinn með þorra atkvæða á næsta landsfundi. Það var margt sem stuðlaði að því að Gunnar næði á ný fótfestu í Sjálfstæð- isflokknum. Hann átti sterk tengsl víða um land, hafði verið vinsæll borgarstjóri og fjármálaráðherra og áhrifamenn í Sjálf- stæðisflokknum höfðu fylkt sér um hann í forsetakosningunum, sem urðu honum sterkur bakhjarl þótt þær töpuðust. Og síðan hurfu Jóhann Hafstein og Magnús Jónsson snögglega úr fremstu víglínu stjórnmálanna vegna veikinda. Áhrif þess skulu ekki vanmetin. Geir Hallgrímsson og Gunnar Thorodd- sen gátu ekki unnið saman. Til þess var persónugerð þeirra of ólík. Geir var heil- steyptur og stefnufastur drengskap- armaður í pólitík og einkalífi. Gunnar sætti sig ekki við hlutskipti sitt, að vera númer tvö, og leitaði sífellt færis á Geir eins og dagbækur hans sýna. Prófkjörið fyrir alþingiskosningarnar 1979 reyndi mjög á hann, enda hafði hann ástæðu til að vera svartsýnn en náði 4. sætinu. „Guð minn, guð minn, ég þakka þér,“ skrifar hann í dagbók sína þennan dag, og er síð- an auð að öðru leyti. Kosningar eru í byrj- un desember og dagar og vikur líða án þess að samkomulag takist um myndun ríkisstjórnar. Sú saga er rakin í bókinni eins og gögn Gunnars gefa til kynna. En þar með er ekki öll sagan sögð, – og verður sennilega seint eða aldrei fullsögð. Eftir kosningarnar 1979 voru línur óljósar. Benedikt Gröndal mátti ekki heyra samstarf við Sjálfstæðisflokkinn nefnt. „Over my dead body,“ sagði hann við Sighvat Björgvinsson og aðrir kostir voru óljósir. Gunnar Thoroddsen gekk á lagið og byrjaði þreifingar, meðan um- boðið var í höndum Geirs Hallgríms- sonar. Gunnar lætur boð ganga til Stein- gríms Hermannssonar um Guðmund G. Þórarinsson að hann sé reiðubúinn til stjórnarmyndunar með hluta Sjálfstæð- isflokksins. Steingrímur kvaðst ekki tala við tvo í einu en bað Guðmund að heyra hljóðið í Gunnari. Svavar Gestsson var áfjáður í slíka stjórnarmyndun af því að hann þóttist sjá fyrir klofning Sjálfstæð- isflokksins og sagðist hafa fyrirheit um það. Tómas Árnason sagðist ekki leggja í slíkt ævintýri nema Ólafur Jóhannesson yrði ráðherra, en hann hafði þá lýst því yfir oftar en einu sinni að hann tæki ekki á ný sæti í ríkisstjórn. Þannig lýkur ævisögu Gunnars Thor- oddsens. Hann náði æðstu metorðum á Íslandi, en varð hvorki forseti þjóð- arinnar né formaður Sjálfstæðisflokksins. Bókin svarar að mörgu leyti þeim spurn- ingum, sem Sólrún Jensdóttir varpaði fram í Helgarpóstinum. En á hinn bóginn veitir hún ekkert svar við því, fyrir hvað Gunnar Thoroddsen stóð í pólitík. Ungur hreifst ég af honum sem fjármálaráðherra í ríkisstjórn Ólafs Thors, – af þeim frjáls- hyggjutón sem þá var sleginn. Og enn ómar hann í eyrum mínum eftir öll þessi ár og öll þau samskipti sem við Gunnar áttum í gegnum árin. Gunnar Thoroddsen gengur á fund forseta Íslands 5. febrúar 1980. Halldór Blöndal Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússson

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.