Morgunblaðið - 18.03.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.03.2010, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2010 Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 Nýjar vörur Str. 38-56 Nýtt kortatímabil Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Nýjar vörur frá kjólar, buxur, bolir og tunikur Laugavegi 63 • S: 551 4422 Nýkomnar, léttar stutt- kápur frá Fuchs-Schmitt Borgartún 31 • 105 Reykjavík • www.fjarfesting.is fjarfesting@fjarfesting.is Óskar Þór Hilmarsson, löggiltur fasteignasali Opið mán.-fös. kl. 9-17 TIL LEIGU Vegmúli 2 - Reykjavík Til leigu skrifstofu- og verslunarhúsnæði við Vegmúla 2 í Reykjavík, þar sem SPRON var til húsa. Húsið er allt nýinnréttað á glæsilegan hátt. Frábært útsýni. Ýmsar stærðir í boði t.d. 129 fm og 140 fm. Jarðhæð tilvalin fyrir hárgreiðslu- eða snyrtistofu. Nánari upplýsingar veita Gunnar í síma 693-7310 eða Hilmar í síma 896-8750. BORGARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í fyrradag að Reykjavíkurborg yrði einu sinni á ári sérstakur vettvangur fyrir ís- lenska hestinn undir yfirskriftinni „Hestadagar í Reykjavík“. Fyrsti viðburðurinn verður í mars 2011 og verður svo haldinn árlega. Marsmánuður varð meðal annars fyrir valinu af þeirri ástæðu að þá eru flest hross í húsi og þjálfun. Skólarnir í borginni eru starfandi á þessum tíma og því góður tími til að kynna hestinn fyrir nemendum. Þess má geta að marsmánuður er utan hefðbundins ferðamannatíma og því hagsmunir fyrir ferðaþjón- ustuna að draga til sín ferðamenn í tengslum við íslenska hestinn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hestadagar Í dag, fimmtudag, verður minnst 250 ára afmælis Landlæknisemb- ættisins. Í tilefni afmælisins verður efnt til hátíðardagskrár sem fram fer í hátíðarsal Háskóla Íslands og stendur frá 13:00-17:30. Að loknum tónlistarflutningi í upphafi dagskrár setur heilbrigðis- ráðherra samkomuna með ávarpi, en meginuppistaða hátíðardag- skrárinnar eru fimm erindi fræði- manna um ýmsa þætti í sögu emb- ættisins frá öndverðu til þessa dags. Að erindunum loknum flytur Ólafur Ólafsson, fyrrverandi land- læknir, afmæliskveðju en að því loknu slítur Geir Gunnlaugsson landlæknir samkomunni. Landlæknisembættið 250 ára SJÁVARÚTVEGS- og landbún- aðarráðuneytið hefur gert sam- komulag við Matís ohf. um að Matís vinni greiningu á nýtingar- og gæða- málum smábátaútgerðarmanna í samvinnu við Landssamband smá- bátaeigenda. Markmiðið er að komið sé með allan afla að landi og að ná fram hámarksnýtingu og gæðum hráefnisins að öðru leyti. Allar greinar smábátaútgerðanna verða með í þessari úttekt. Fjallað verður um grásleppuveiðar jafnt sem línu- veiðar afkastamikilla hraðfiskibáta. Matís birti líka nýlega skýrslu um nýtingu sjávarafla og er nú verið að skipuleggja eftirfylgni með þeim at- riðum sem þar komu fram. Rannsókn smábáta Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „ÞETTA eru óformlegir fundir á milli þingflokksformanna um að kanna hvort við getum fundið sam- vinnuflöt á málum sem styrkja þing- ræðið og hvort það geti ekki verið betri bragur, meiri samstaða, á þing- haldinu. Við viljum finna út hvaða málum okkur finnst mikilvægast að vinna saman að,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingar- innar, um viðræður um leiðir til auk- innar samstöðu á Alþingi. – Þú minnist á brag þingsins. Hvað kallar á betrumbætur? „Það eru þessar skotgrafir á þingi. Almenningur fékk nett áfall eftir Silfur Egils [sunnudaginn 7. mars] eftir þjóðaratkvæðagreiðsl- una. Það er svo mikilvægt að við þingmenn hífum okkur upp fyrir þessa hefðbundnu takta inni á þinginu og vinnum að málefnum út frá ástandinu sem við búum við.“ – Í hvaða málum? „Við erum ekki búin að fara efnis- lega í málin heldur tókum stuttan, óformlegan fund til að sjá hvort það væri forsenda fyrir því. Fólk er mjög jákvætt og samvinnufúst.“ – Þú minnist á skotgrafir. Er raunhæft að hægt verði að leggja mál á borð við Icesave til hliðar? „Við erum í samvinnuferli með það mál, þverpólitísku samvinnu- ferli. Ég lagði til að við ýttum til hliðar málum sem mikil sundrung er um og skoðuðum frekar þau mál sem við getum komið okkur saman um að eru mikilvæg.“ Innt eftir dagskrá þingsins segir Ásta R. Jóhannesdóttir þingforseti að þingfundir hefjist að nýju 22. mars og standi út vikuna til og með 25. mars. Þingið fari þá í frí til 12. apríl og starfi svo skv. samþykktri starfsáætlun til 4. júní. Þingfundir falli venju skv. niður í vikunni fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 29. maí. Ekki sé gert ráð fyrir hléum vegna birtingar skýrslu Rann- sóknarnefndar Alþingis. Þingið sameinist um brýn úrlausnarefni Hreyfingin vill hefja þingið upp úr skotgröfum Ásta R. Jóhannesdóttir Birgitta Jónsdóttir Rangt föðurnafn Í frétt í miðvikudagsblaðinu um skattalagabrot var ekki farið rétt með föðurnafn Stefáns Skjald- arsonar skattrannsóknarstjóra. Beðist er velvirðingar á þessum mis- tökum. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.