Morgunblaðið - 18.03.2010, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.03.2010, Blaðsíða 44
FIMMTUDAGUR 18. MARS 77. DAGUR ÁRSINS 2010 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana FÓLK Í FRÉTTUM»                       ! " #  $    $  ! %& '!&  !  ( )*+,-- ).),/. )*0,*. *0,)10 *),++2 )-,302 ))2,+2 ),0-3* ).),. )-),.0  456  4 )-"  5 *1)1 )*/,1- ).*,13 )*0,3/ *0,)-) *),/)) )-,3. ))2,2) ),021* ).*,+- )-*,+) **3,.--- %  78 )*/,0- ).*,/0 )*+,1) *0,*0. *),/-+ )-,-+* )).,)+ ),02+* ).0,1+ )-*,2. Heitast 8°C | Kaldast 0°C  Dálítil rigning eða súld með köflum í dag, en úrkomulítið á Norður- og Vestur- landi »10 Kassi með barna- leikritum Thor- björns Egner slær í gegn og slær Diktu út af toppi Tónlist- ans þessa viku. »38 TÓNLIST» Mikki refur og vinir DANS» Dansflokkurinn Spiral frumsýnir Óra. »36 Árs afmæli tónleika- raðarinnar Grape- vine Grassroots haldið hátíðlegt á Hemma og Valda í kvöld. »36 TÓNLIST» Grapevine Grassroots TÓNLIST» Hverjir keppa í Músíktil- raunum í kvöld? »40 AF TÍSKU» Má horfa á tískuna gagn- rýnisaugum? »37 Menning VEÐUR» 1. Segir kröfur á Ísland hæfilegar 2. Sjokk en ekki versta högg lífsins 3. Dregið úr vægi verðtryggingar 4. Útrásarvíkingar vandræðalegir  Íslenska krónan hélst óbreytt. »MEST LESIÐ Á mbl.is  Fyrsta tölublað nýs tímarits um fót- bolta lítur dagsins ljós í dag. Tímaritið heitir GOAL og er ritstýrt af Hall- dóru Önnu Haga- lín sem einnig rit- stýrir unglingablaðinu Júlíu. Birtingur gefur tímaritin út. Halldóra segir að klárlega hafi vantað alvörufótboltatímarit og seg- ist hafa trú á að nú sé eitt slíkt komið fram. Halldóra er áhugamanneskja um fótbolta en segist ekki hafa æft íþróttina, aðeins horft á hana. „Það á betur við mig,“ segir hún. FJÖLMIÐLAR Nýtt tímarit um fótbolta  Dagný Brynj- arsdóttir knatt- spyrnukona frá Hellu hefur spilað sig inn í hið sterka A-landslið Íslands þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára. Dagný spilaði sína fyrstu landsleiki í Algarve-bikarnum í Portúgal í febr- úar og er í landsliðshópnum sem leikur gegn Serbíu og Króatíu í und- ankeppni HM síðar í mánuðinum. Dagný hefur leikið með Val síðustu þrjú árin og lagði á sig akstur frá Hellu til Reykjavíkur til þess að æfa og keppa með félaginu. FÓTBOLTI Keyrði tæplega 100 km til að komast á æfingar hjá Val  Ingó Veðurguð var í spjalli á Bylgj- unni í gærmorgun. Þar kom fram að hann fer með hlut- verk eiturlyfjasala í einum þætti í Rétti á Stöð 2. Áhugavert verður að sjá hvernig drengurinn spjarar sig á leiklistarbrautinni. Einnig var flutt nýtt lag frá Ingó og Veðurguðunum, „Ef ég ætti konu“ sem er sprellandi smellur í þeirra anda. Ingó gaf það líka upp að líklega væri von á tveimur lögum í viðbót frá Veðurguðunum á næstu mánuðum, þeir koma með vorið eins og lóan. TÓNLIST Ingó leikur í Rétti og semur ný lög með Veðurguðunum Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is „HEIMSÓKNIN í barnaþorpið var ævintýri og það var gaman að hitta drenginn sem ég hef borgað með í tíu ár,“ segir Jakob Kárason vélstjóri á Akureyri. Hann kom fyrr í vikunni heim úr ferð til Víetnams þar sem hann tók sig út úr hóp frá Bænda- ferðum sem hann var með og heim- sótti þorp SOS-samtakanna í borg- inni Winh í norðurhluta landsins. Sextíu börn eru í þorpinu, þar á með- al sextán piltar sem búa allir í sama skála. Quang Wan Bay, fósturbarn Jakobs, þeirra á meðal. Tók hann á orðinu „Ég hef talsvert ferðast og gjarnan sent stráknum bréf. Í heimsreisu fyr- ir nokkrum árum sendi ég honum kort frá Indlandi og í framhaldinu fékk ég bréf þar sem Quang spurði hvers vegna ég kæmi ekki í heim- sókn. Og það má eiginlega segja að ég hafi tekið hann á orðinu,“ segir Jakob. Quang Wan er annar í röð þriggja systkina sem misstu föður sinn ung og móðir þeirra sá sér ekki fært að sjá þeim farborða. Þeirra aðstæðna vegna fékk hann inni í barnaþorpinu og verður enn um sinn. Hins vegar fer vistin þar nú að styttast og Quang Wan stefnir á kokkanám. Sterkur heimilisbragur „Hann verður fínn kokkur. Mér var boðið í málsverð þar sem við feng- um rækjur, hrísgrjón og vorrúllur sem hann matbjó og þetta var býsna lystugt. Sterkur heimilisbragur ríkir í barnaþorpunum og mér fannst áber- andi hve börnin eru háttvís, sem er raunar háttur Víetnama almennt. Konurnar sem starfa í barnaþorpinu eru börnunum sem góðar og ástríkar mæður. Það var gaman að sjá myndir hjá forstöðukonunni sem börn sem hafa verið í þorpinu hafa sent henni. Mörg eru orðin fjölskyldufólk; eiga orðið börn og heimili og hafa komist vel áfram í lífinu. Þetta sýndi mér hve starfið er árangursríkt,“ segir Jakob sem í dag borgar 3.000 krónur á mán- uði með fósturbarni sínu og finnst þeirri upphæð vel varið. „Hann fær peningana greidda út þegar hann yfirgefur þorpið og ætti því að komast vel fyrir vind í lífinu, sem er gleðilegt,“ segir Jakob. Fagnaðarfundir í Víetnam Akureyringur heimsótti fóstur- son í barnaþorpi Ljósmynd / Úr einkasafni Vinir Jakob Kárason og fóstursonurinn Quang Wan Bay. Lengst til hægri á myndinni er forstöðukonan í barnaþorp- inu, þar sem dveljast alls um sextíu börn. Þar fá þau stuðning, meðal annars með fjárframlögum fósturforeldra. „ÉG var gríðarlega ánægður með að fá þessar fréttir og þetta verður spennandi ár fyrir mig,“ sagði borðtennismaðurinn Jóhann Rúnar Kristjánsson við Morgunblaðið í gær, en Suðurnesjamaðurinn verð- ur á meðal keppenda á Heimsmeist- aramóti fatlaðra í borðtennis sem fram fer í Suður-Kóreu í október á þessu ári. „Ég hafði áhyggjur af því að vera ekki í hópi þeirra 18 sem komast á mótið og þetta voru því gleðifréttir fyrir mig og þjálfarana mína, Helga Þór Gunnarsson og Kristján Jónasson.“ Jóhann Rúnar er 37 ára, en hann lamaðist í umferðarslysi árið 1994 og er í hjólastól. Hann lætur fötl- unina ekki há sér í keppni við ófatl- aða því um næstsíðustu helgi varði hann titilinn í 1. flokki karla á Ís- landsmótinu í borðtennis. „Þessir sigrar hafa gefið mér mikið sjálfs- traust. Ég viðurkenni að ég hef vaknað með bros á vör daginn eft- ir.“ | Íþróttir Góður Jóhann Rúnar Kristjánsson sigraði í keppni við ófatlaða. Ánægður að komast á HM í borðtennis í Suður-Kóreu Hvað eru SOS-barnaþorpin? SOS-barnaþorpin veita mun- aðarlausum og yfirgefnum börnum staðgengil fyrir þá fjölskyldu sem þau hafa misst. SOS-móðirin gegnir þar lykilhlutverki. Þorpin í heiminum eru alls rúmlega 500. Hvaða þorp styrkja Íslendingar? Héðan berst stuðningur til um það bil hundrað landa og SOS- barnaþorpin í þeim eru um það bil 400 talsins. Þorp þessi eru í öllum heimsálfum, mörg eru til dæmis í löndum Asíu, Afríku og Suður- og Mið-Ameríku. Hve margir styrkja hérlendis? Ríflega 11.000 Íslendingar styrkja SOS-barnaþorpin eða eiga fóstur- börn í fjarlægum löndum. Margir fylgjast með börnunum til dæmis með reglulegum bréfasendingum og jafnvel heimsóknum. S&S ÍSLENDINGUR var meðal þriggja heppinna spilara í Víkingalottóinu sem skiptu með sér potti gærkvöldsins. Í hlut hvers þeirra komu rúmar 66 milljónir króna. Miðarnir voru seldir í Danmörku, Noregi og hjá N1 í Borgartúni á mánudag. Vinn- ingsmiðinn er 10 raða sjálfvalsmiði með Jóker. Þetta er í 17. skipti sem fyrsti vinningur í Vík- ingalottóinu kemur til Íslands og í þriðja skipti á mjög stuttum tíma sem vinningurinn kemur hing- að til lands. Hinn 11. nóvember á síðasta ári vann heppin fjölskylda á höfuðborgarsvæðinu rúmlega 107 milljónir og 20. janúar í ár vann fjölskylda á Akranesi tæpar 45 milljónir. Yfir 66 milljónir í vasann úr lottói

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.