Morgunblaðið - 18.03.2010, Blaðsíða 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2010
Það er sjálfsagt hægt að segjamargt um Íslendinga og ekki
þarf svo sem allt að vera samfellt lof
og prís. Og upp á síðkastið hefur eitt
og annað verið sagt. Engir hafa þó
talað verr um hina umræddu þjóð en
landarnir sjálfir.
Umtalið utanlandstein-
anna er miklu
vinsamlegra, þeg-
ar grannt er
skoðað.
Þó má segja aðum eitt atrið-
ið sé bærilegur tvísöngur þeirra sem
tala vilja þjóðina niður. Þá er sungið
í síbylju: Íslendingar vilja ekki
standa við skuldbindingar sínar.
Það þýðir með öðrum orðum að Ís-lendingar séu upp til hópa óá-
byrgir og óprúttnir þrjótar.
Reyndar hefur þessi ólánlegi textiskolast töluvert til í flutningi.
Það viðhorf hefur nefnilega verið
uppi hjá vaxandi fjölda að Íslend-
ingar eigi ekki að borga annarra
manna skuldbindingar. Eigin skuld-
bindingar skorast menn ekki undan
að borga.
Vandinn hefur verið sá að alþekkt-ir rukkarar Íslendinga hafa ekki
þorað með kröfur sínar fyrir dóm-
stóla. Þeir endurtaka bara sönginn
um að Íslendingum beri að borga.
Og nú síðast þótti ástæða til aðsegja frá því í fréttum að sjálf
barónessan Cohen af Pimlico hefði
sagt upphátt þá meiningu sína að Ís-
lendingum bæri að borga það fé sem
bresk yfirvöld ákváðu án nokkurs
samráðs að greiða út til þarlendra
innstæðueiganda.
Er ekki kominn tími til að ræða viðOliver Lodge? Ekki fer annar
eins maður og hann með neina lygi.
Barónessa Cohen
af Pimlico
Barónessa blessar kröfur
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
HVERS vegna er heilbrigði kynjanna mismun-
andi? Þetta er spurning sem dr. Hermann Ósk-
arsson, dósent við heilbrigðisvísindasvið Háskól-
ans á Akureyri, leitast við að svara í málstofu í
heilbrigðisvísindum sem fram fer í dag frá kl.
12.10-12.55 í stofu L101 í húsnæði HA í Sólborg við
Norðurslóð.
„Það eru til ýmsar skýringar á mismunandi
heilbrigði og dánartíðni kynjanna, en þær eru ekki
einfaldar. Í erindi mínu velti ég m.a. fyrir mér
hvaða áhrif væntingar til kynjanna geti haft á heil-
brigði,“ segir Hermann og vís-
ar þar til ímyndar karlmennsku
og kvenleika.
„Í stuttu máli mætti lýsa
þessu sem svo að konur veikj-
ast og karlar hrökkva upp af.
Það er nefnilega margt sem
bendir til þess að karlmennsk-
an sé stórhættuleg því hún ger-
ir ýmsar kröfur til karlmanna
sem geta t.d. leitt til þess að
þeir afneiti eigin breyskleika og
viðkvæmni sem leitt geti til áhættusækni, af þeim
er krafist tilfinningalegrar og líkamlegrar sjálfs-
stjórnar sem og að opinber framkoma þeirra lýsi
styrk og þreki, þeir eigi þannig að hafna hvers
kyns hjálp eða aðstoð,“ segir Hermann og tekur
fram að auðvitað sé þetta mismunandi eftir ein-
staklingum.
„Konur aftur á móti veigra sér síður við að leita
sér aðstoðar og sinna heilsunni. Þær leita til lækna
vegna sín eða barna sinna sem karlar gera mun
síður. Þess vegna segir heilsutölfræðin ekki allt.“
Þess má geta að málstofan verður send út í
beinni útsendingu á slóðinni:mms://media.unak.is/
malstofa, auk þess sem hægt er að hlusta á fyrir-
lesturinn á vefnum www.unak.is frá og með
morgundeginum.
Er karlmennskan stórhættuleg?
Hermann
Óskarsson
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 7 skýjað Lúxemborg 13 heiðskírt Algarve 18 skýjað
Bolungarvík 2 alskýjað Brussel 13 heiðskírt Madríd 18 heiðskírt
Akureyri 2 rigning Dublin 13 skýjað Barcelona 14 heiðskírt
Egilsstaðir 2 rigning Glasgow 12 skýjað Mallorca 16 heiðskírt
Kirkjubæjarkl. 7 skýjað London 15 heiðskírt Róm 14 heiðskírt
Nuuk -2 skýjað París 17 heiðskírt Aþena 13 léttskýjað
Þórshöfn 8 skúrir Amsterdam 12 heiðskírt Winnipeg 4 skýjað
Ósló 2 skýjað Hamborg 10 heiðskírt Montreal 9 skýjað
Kaupmannahöfn 6 heiðskírt Berlín 9 alskýjað New York 15 heiðskírt
Stokkhólmur 2 heiðskírt Vín 9 skýjað Chicago 12 léttskýjað
Helsinki -4 snjókoma Moskva -5 heiðskírt Orlando 16 alskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
18. mars Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 1.41 0,3 7.44 3,8 13.55 0,3 19.59 3,9 7:36 19:37
ÍSAFJÖRÐUR 3.42 0,1 9.37 2,0 16.01 0,1 21.53 2,0 7:41 19:42
SIGLUFJÖRÐUR 5.59 0,1 12.17 1,2 18.15 0,1 7:24 19:25
DJÚPIVOGUR 4.59 1,9 11.04 0,2 17.12 2,0 23.28 0,2 7:05 19:06
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á föstudag
Austan og norðaustan 5-13
m/s. Slydda eða snjókoma með
köflum norðan- og austantil á
landinu, en þurrt að kalla suð-
vestan- og vestanlands. Hiti
kringum frostmark um landið
norðanvert, en annars 0 til 5
stiga hiti.
Á laugardag
Austlæg átt 5-10 m/s. Él fyrir
norðan, en annars rigning eða
slydda með köflum. Heldur
kólnandi.
Á sunnudag
Austanátt með dálitlum éljum,
en víða þurrt og bjart vestantil
á landinu. Hiti breytist lítið.
Á mánudag og þriðjudag
Útlit fyrir áframhaldandi aust-
anátt með smá úrkomu á víð og
dreif, síst um landið vestanvert.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Austlæg átt 1-10 m/s víða á
landinu. Dálítil rigning eða súld
með köflum, en úrkomulítið á
Norður- og Vesturlandi. Hiti 0
til 8 stig, hlýjast sunnanlands.
FRAMBOÐSLISTI Í-listans, sem er sameiginlegt framboð Samfylkingar-
innar, Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Frjálslynda flokksins og
óháðra kjósenda í Ísafjarðarbæ við sveitarstjórnarkosningarnar 29. maí
nk. hefur verið samþykktur. Efstu sæti listans skipa:
1. Sigurður Pétursson bæjarfulltrúi. 2. Arna Lára Jónsdóttir bæjarfull-
trúi. 3. Kristján Andri Guðjónsson útgerðarmaður. 4. Jóna Benediktsdóttir
bæjarfulltrúi. 5. Lína Björg Tryggvadóttir viðskiptafræðingur. 6. Benedikt
Bjarnason, svæðisstjóri Fiskistofu á Ísafirði. Í 18. sæti listans er Magnús
Reynir Guðmundsson bæjarfulltrúi.
Sigurður skipar efsta sæti Í-listans