Morgunblaðið - 18.03.2010, Blaðsíða 28
28 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2010
✝ Finnbogi KristinnEyjólfsson fædd-
ist í Reykjavík 25. júlí
1925. Hann lést á
heimili sínu í Reykja-
vík 7. mars sl.
Foreldrar hans
voru Eyjólfur Júlíus
Finnbogason, bif-
reiðastjóri, f. 8. júlí
1902 á Útskálahamri í
Kjós, d. 4. nóvember
1979, og Guðrún
Þórðardóttir, hús-
móðir, f. á Folafæti í
Súðavíkurhreppi 10.
janúar 1903, d. 6. júlí 1985. Alsystk-
ini Finnboga eru Halldór, f. 9. mars
1924, d. 21. september 2000, Þórð-
ur, f. 22. júní 1927, Erla, f. 6. ágúst
1929, Hafsteinn, f. 20. júní 1932,
Aðalsteinn, f. 18. apríl 1935, og Örn
Sævar, f. 23. ágúst 1939. Hálfbróðir
sammæðra er Friðrik Rúnar Gísla-
son, f. 26.11. 1945. Hálfsystkini
samfeðra eru Hrafnhildur Stella, f.
un sextán ára gamall og kynntist
fljótlega athafnamanninum Sigfúsi
Bjarnasyni, stofnanda Heklu, og
varð fljótt helsti bíltæknilegur ráð-
gjafi hans og samstarfsmaður þeg-
ar hann byrjaði að flytja inn bíla,
fyrst Land Rover og síðar Volks-
wagen. Finnbogi starfaði í Heklu til
dauðadags, fyrst sem bifvélavirki,
síðar verkstæðisformaður, versl-
unarstjóri bílavarahluta, þjón-
ustustjóri, upplýsinga- og fræðslu-
stjóri og tækniráðgjafi auk ýmissa
sérverkefna og hefði átt 65 ára
starfsafmæli þar 1. apríl nk. Finn-
bogi valdist snemma til trún-
aðarstarfa bæði fyrir Heklu og bíl-
iðnagreinina. Hann var einnig
félagi í Lionsklúbbnum Baldri frá
árinu 1974 og tók virkan þátt í
starfi klúbbsins. Hann var mikill
áhugamaður um íslenskt mál og
veitti m.a. bílorðanefnd forystu frá
stofnun hennar1989. Hann hlaut
heiðursmerki hinnar íslensku
fálkaorðu árið 2004 fyrir störf sín í
þágu bílgreinarinnar.
Útför Finnboga verður gerð frá
Grafarvogskirkju í dag, 18. mars
2010, og hefst athöfnin kl. 13.
17. júlí 1931, Hreinn,
f. 7. október 1932,
Hilmar, f. 3. janúar
1934, Hjördís Elsa, f.
12. febrúar 1935,
Hreiðar, f. 1. apríl
1938, og Hulda Sig-
urlaug, f. 8. október
1940.
Finnbogi kvæntist
Guðrúnu Jónsdóttur
frá Austvaðsholti í
Landsveit, f. 3. októ-
ber 1926. Dóttir
þeirra er Katrín, f.
13. júní 1949, gift
Oddi Eiríkssyni líffræðingi, f. 5.
mars 1946. Dóttir þeirra er Guð-
rún, f. 7. ágúst 1969. Barnsmóðir
Finnboga er Aðalheiður Tóm-
asdóttir, f. 20. mars 1938. Sonur
þeirra er Ragnar, f. 18. júní 1965.
Ragnar er kvæntur Lingdi Shao.
Dóttir þeirra er Ósk og búa þau í
Peking í Kína.
Finnbogi hóf nám í bifvélavirkj-
Finnbogi tengdafaðir minn er lát-
inn á 85. aldursári. Hann hét fullu
nafni Finnbogi Kristinn, skírður í
höfuðið á föðurforeldrum sínum
Finnboga Jónssyni og Kristínu Eyj-
ólfsdóttur á Útskálahamri í Kjós.
Finnbogi lauk lífinu hratt og örugg-
lega líkt og hann lauk öðrum verk-
efnum sínum, hann vaknaði að
morgni, klæddist, settist fram í stól
og gaf upp andann. Andlátið kom á
óvart, hann var enn í starfi hjá
Heklu og hann var enn hrókur fagn-
aðar hvar sem hann kom, svo sem í
afmæli mínu tveim dögum fyrir and-
látið þar sem við spiluðum og sung-
um líkt og svo oft áður við slík tæki-
færi. Það er okkur huggun harmi
gegn að við trúum því að þetta hafi
verið dauðdagi að hans skapi. Eyj-
ólfur faðir Finnboga var einn af
stofnendum Bifreiðastöðvar Reykja-
víkur og ók um tíma áætlunarbíl á
sérleyfi BSR austur í Vík. Fjölskyld-
an flutti austur í Hvolhrepp á sumrin
og Finnbogi fékk oft að sitja í bílnum
hjá pabba sínum. Drengurinn var
áhugasamur og fylgdist vel með því
sem fram fór bæði innan bíls og ut-
an. Hann lærði öll bæjarnöfn á leið-
inni og síðar þegar hann í upphafi
sjötta áratugarins fór hringferðir
um landið til að þjónusta Land Ro-
ver-jeppana sem Hekla hafði þá ný-
verið hafið innflutning á lærði hann
nöfn flestra bæja á landinu og gat æ
síðan þulið þá upp í réttri röð sem og
hreppa þá sem bæirnir tilheyrðu. Í
þá daga ferðuðust menn með áætl-
unarbílum og til að stytta sér stund-
ina í bílunum sungu menn, gjarnan
ættjarðarlögin, ekki bara eitt erindi
hvers lags, heldur öll erindin. Finn-
bogi var músíkalskur og fljótur að
læra lög og texta og þurfti hann því
ekki á söngbókum að halda þegar
lagið var tekið, en það var gjarnan
gert í samkvæmum með Finnboga.
Finnbogi kynntist ungur Sigfúsi
Bjarnasyni í Heklu. Þau kynni urðu
náin og varð Finnbogi fljótt helsti
ráðgjafi Sigfúsar um allt sem varð-
aði bíltæknileg atriði. Sigfús sendi
Finnboga til Englands til að læra
allt um Land-Roverinn og síðar til
Wolfsburg til að læra allt um
Volkswagen. Hluti af þeim lærdómi
var í augum Finnboga að læra
tungumál framleiðslulanda þessara
bíla og það gerði hann svo eftir var
tekið. Hann eignaðist sjálfur fljót-
lega Volkswagen-bjöllu og átti þær
margar. Á þeim fór hann um land
allt, hálendi sem láglendi, jafnvel yf-
ir stærstu jökulár til að komast m.a.
í Þórsmörk og í Landmannalaugar.
Ég tel mig heppinn að hafa kynnst
Finnboga og er þakklátur fyrir hve
vel hann tók mér sem tengdasyni.
Finnbogi var hreinn og beinn með
báða fætur á jörðinni og stóð fast í
þá. Hann var sinnar gæfu smiður og
naut lífsins fram í fingurgóma. Hann
var ljóðelskur og lærði ljóð utanbók-
ar og hann lagði sig fram um að tala
gott mál. Hann naut sín í starfi og
vinnuveitendur hans nutu starfs-
krafta hans, enda ekki algengt að
menn starfi hjá sama fyrirtæki í sex-
tíu og fimm ár. Flestir þekktu hann
sem Finnboga í Heklu og stoltur
kynnti hann sig gjarnan þannig. Að
leiðarlokum þakka ég Finnboga
samveruna og bið guð að styrkja
tengdamóður mína, afkomendur
hans og ættingja.
Oddur Eiríksson.
Elskulegur afi minn er látinn. Þótt
hann hafi verið á 85. aldursári kom
dauðsfall hans sem reiðarslag. Hann
sem gekk til vinnu í Heklu hvern
dag, fór í Laugardalslaugina dag-
lega og um helgar gekk hann gjarn-
an á fjöll, svo ern og hress var hann
fram á síðasta dag. Afi var léttur og
kátur að eðlisfari og afar lífsglaður
og naut sín meðal fólks. Hann hafði
mikið yndi af tónlist og tók mjög
gjarnan fram harmonikkuna á góð-
um stundum. Gaman var að bjóða
honum á hestbak og ekki var hann
ánægður nema klárinn væri rjúk-
andi viljugur.
Afi var mikill málamaður, hvort
heldur sem um var að ræða íslenska
eða erlenda tungu. Afi talaði skýrt
íslenskt mál og sló gjarnan um sig
með skemmtilegu orðfæri eða ljóð-
um sem hann kunni mikið af. Hann
las reglulega bókmenntir og tímarit
á erlendu tungumáli til að halda við
kunnáttu sinni, en hann talaði og rit-
aði reiprennandi bæði ensku og
þýsku. Við afi stofnuðum fyrir mörg-
um árum félag sem við nefndum
„Nirflavinafélagið“ og vorum við tvö
einu meðlimir félagsins og skipt-
umst á að vera formaður og varafor-
maður eftir því hvort okkar hafði
gert „betri kaup“ og ef ég hafði eytt
peningum óskynsamlega var ég
snarlega gerð að varaformanni en
aftur á móti ef ég hafði farið varlega
með peninga að hans mati, þá var ég
gerð að formanni á ný.
Afi var samkvæmur sjálfum sér
og lifði eftir gildum sem hann lærði
ungur að árum að „vinnan göfgar
manninn“ og hélt hann til starfa í
Heklu í hartnær 65 ár fullur til-
hlökkunar að takast á við ný verk-
efni sérhvers dags. Ást hans á land-
inu var mikil og þekking hans á
sveitum, fjöllum, vötnum, ám og ör-
nefnum var einstök.
Ég kveð hann með söknuði og bið
Guð að blessa og varðveita minningu
hans.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Guðrún Oddsdóttir.
Það er mikil eftirsjá að Finnboga
bróður okkar. Bogi, eins og hann var
jafnan kallaður, var næst elstur í
okkar stóra systkinahópi. Þrátt fyrir
að hafa ekki alltaf verið saman á
uppeldisárunum var mjög kært á
milli okkar systkinanna. Á æskuár-
unum var ýmislegt brallað og prakk-
arastrikin æði mörg eins og oft vill
verða í stórum barnahópi. Eftir að
við komumst til vits og ára jókst
samgangurinn á milli okkar. Við
systkinin nutum þess þá að hittast
og gleðjast saman.
Þorrablót voru um árabil haldin á
heimili Arnars og Vikkýjar. Þar var
mikið sungið og dansað. Bogi spilaði
undir á harmonikkuna sína og stýrði
söngnum af mikilli festu. Bogi var
mjög orðheppinn maður og hélt
gjarnan ræður við hin ýmsu tilefni.
Ekki var haldið afmæli, brúðkaup,
ferming eða útskrift í fjölskyldunni
án þess að Bogi segði nokkur orð.
Hann var einstaklega skemmtilegur
ræðumaður, mjög fróður og því var
unun að hlusta á hann.
Það er margs að minnast nú þegar
komið er að kveðjustund. Haustferð-
ir okkar systkinanna síðustu árin
eru okkur ofarlega í huga. Þar
skipulagði Bogi dagsferð út í náttúr-
una. Hann var farastjóri í ferðunum
og naut sín við að deila með okkur
fróðleik um merka staði og menn. Í
janúar hittist systkinahópurinn í síð-
asta sinn á heimili Boga og Dúnu til
að ræða næstu ferð. Bogi var í ferða-
hug og hafði þegar gert áætlun um
hvert skyldi haldið þetta árið.
Við erum mjög þakklát fyrir að
hafa átt þennan dag saman og haft
tækifæri til að heyra Boga spila á
nikkuna í síðasta sinn. Takk fyrir
allt, elsku bróðir okkar. Minning þín
lifir með okkur.
Þórður, Erla, Hafsteinn,
Aðalsteinn, Örn Sævar
og Friðrik Rúnar.
Heimilisvinurinn í Skarði, Finn-
bogi Eyjólfsson, er látinn. Hann
varð bráðkvaddur morguninn eftir
að hann og fjölskylda hans var við
jarðarför tengdasonar míns hér
heima í Skarði. Þetta var síðasta
ferð þeirra Dúnu og Boga, eins og
þau hjónin voru ætíð nefnd, heim í
Landsveit þar sem þau voru ævin-
lega kærkomnir gestir og hann
hrókur alls fagnaðar bæði meðal
ungra sem aldinna.
Alltaf var Bogi léttur í lund og
umræðugóður svo allir nutu komu
hans. Guðni, maður minn heitinn, og
hann voru sannir vinir og þeirrar
vináttu naut ég einnig eftir að Guðni
lést, því áfram héldu þau hjónin að
heimsækja mig og þá fór Bogi jafnan
út að leiði vinar síns meðan við
frænkurnar áttum okkar spjall inni í
bæ. Þær eru margar minningarnar
hér heima í Skarði sem eru tengdar
Boga. Allar bera þær óm af gleði,
söng og sameiningu.
Bogi var glæsilegur maður, góð-
um gáfum gæddur og ræðumaður
hinn besti. Hann útskrifaðist sem
bifvélavirki frá Iðnskólanum í
Reykjavík og starfaði í tengslum við
bíla alla tíð og það lýsir honum vel
hversu fljótur hann jafnan var að til-
einka sér hinar öru breytingar á
sviði bíla og véla og raun var á og
duglegur að ferðast um landið og
kynna hinar ýmsu nýjungar. En síð-
ast en ekki síst var hann sjálfmennt-
aður og leiftrandi tungumálamaður.
Hér í Skarði nutum við þess oft
hversu greiðvikinn hann var og auð-
velt að biðja hann. Til dæmis þegar
unga húsmóðirin í Skarði var nýbúin
að eignast sitt fyrsta barn í Reykja-
vík og þurfti að komast heim, en allt
var ófært. Bogi átti nýjan bíl og því
var vandamálið leyst og heim í hlað
voru þær mæðgur komnar næsta
dag. Og þá gleymist ekki afmælis-
dagur Sæmundar föður míns. Á ný
vonskuveður og margir afmælis-
gestanna að sunnan gáfust upp við
að koma í afmælið hans. En Bogi
fyllti bílinn sinn af gestum og mætti
með harmonikuna um leið og sveit-
unga dreif að, og úr varð hinn besti
afmælisfagnaður og enginn glaðari
en afmælisbarnið. Þarna sýndi Bogi
enn og aftur hversu lagið honum var
að sameina hina ólíku aldurshópa og
leyfa öllum að njóta sín.
Nú að leiðarlokum er minningin
um vináttu og tryggð efst í huga
mínum og um leið og ég og fjöl-
skylda mín vottum frænku minni og
fjölskyldu hennar innilegustu samúð
læt ég orð Davíðs Stefánssonar
verða mín kveðjuorð:
Ég heyri álengdar hófadyninn.
Ég horfi langt á eftir þér
og bjart er alltaf, um besta vininn
og blítt er nafn hans á vörum mér.
Sigríður Theodóra Sæmunds-
dóttir, Skarði.
Kata byrjaði með okkur í 11 ára
bekk, og þar með hófst ævilöng vin-
átta okkar og ég varð heimagangur
og allt að því heimalningur hjá
Dúnnu og Boga. Mér opnaðist nýr
og öðruvísi heimur. Í veislunum var
fólk ekki fyrr búið að fá sér af öllum
dásamlegu kræsingunum hennar
Dúnnu en allt liðið var farið að
syngja hástöfum; aldrei minna en
þrístemmt. Og þar var alltaf Finn-
bogi fremstur í fylkingu leikandi
undir á harmonikku. Enda er það
síðasta minning mín um hann, eld-
hressan, syngjandi og þenjandi
nikkuna tveim dögum áður en hann
lést. Það var alltaf gaman í kringum
Boga og hann gat lyft upp hverri
samkundu. Dæmigert var þegar
hann kom inn í ferðaskálann á
Hveravöllum þar sem fyrir sátu
eldri konur, ekkert mjög hressar.
Finnbogi kom inn brosandi og glett-
inn: „Sælar stelpur, hvað segið
þið?!“ og brúnir lyftust og fljótlega
voru jafnvel súrustu kerlingar farn-
ar að tísta af ánægju. Það geislaði af
honum glettni og hann var forvitinn
og áhugasamur um allt sem við vor-
um að gera. Hann reyndi að ala okk-
ur upp, en leit á mig sem vonlaust
tilfelli. Viðkvæðið á seinni tímum
var: „Þú máttir alltaf allt,“ og það
gerði auðvitað hans uppeldi ekki
auðvelt. En það rættist nú ágætlega
úr okkur samt. Ég vil þakka Boga
fyrir að hann kenndi mér að syngja,
og þakka dásamlega skemmtilega
viðkynningu.
Nanna Þórunn Hauksdóttir.
Hvað er svo glatt sem góðra vina
fundur,
er gleðin skín á vonarhýrri brá?
Eins og á vori laufi skrýðist lundur,
lifnar og glæðist hugarkætin þá.
Og meðan þrúgna gullnu tárin glóa
og guðaveigar lífga sálaryl,
Finnbogi Eyjólfsson
Gott verð - Góð þjónusta
STEINSMIÐJAN REIN
Viðarhöfða 1, 110 Rvk
Sími 566 7878
Netfang: rein@rein.is
www.rein.is
✝
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og einlægan
hlýhug í okkar garð og fyrir margvíslegan virðingar-
vott við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður, afa, sonar, tengdasonar,
bróður, mágs og frábærs frænda,
SNORRA EINARSSONAR,
Silfurtúni 18b,
Garði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar Landspítalans við
Hringbraut, ættingja, vina, kvenna í kærleikshóp og kvenfélagsins
Gefnar sem og allra er að útförinni komu.
Guð blessi ykkur öll.
Málfríður Jódís Guðlaugsdóttir,
Guðlaugur Jóhann Snorrason, Hulda Björk Pálsdóttir,
Þorsteinn Grétar Snorrason,
Sævar Þór Snorrason, Guðbjörg Björgvinsdóttir,
Hildur Dís Snorradóttir,
Kristjana Margrét Snorradóttir,
Karítas H. Halldórsdóttir,
Guðlaugur Jóhannsson, Geirdís Torfadóttir,
Gunnar Hasler, Brynja Kristjánsdóttir,
Elísabet Einarsdóttir, Hermann Kristjánsson,
Kristjana Vilborg Einarsdóttir, Sigurður Ásmundsson,
Halldór Einarsson, Hrafnhildur Sigurðardóttir,
Daníel Einarsson,
Vilhjálmur Einarsson, Karen Jónsdóttir,
Þorsteinn Kr. Einarsson, Kolbrún Sigfúsdóttir,
Þorsteinn Grétar Einarsson, Erla Gunnarsdóttir,
barnabörn, tengdafjölskylda og frændsystkini.
✝
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
vinarhug við andlát og útför okkar elskulega
ERLINGS GUÐMUNDAR AXELSSONAR,
Brekkustíg 14,
Reykjavík,
sem lést þriðjudaginn 16. febrúar.
Guð veri með ykkur öllum.
Ólöf Snorradóttir,
Lára Erlingsdóttir, Guðmundur Ólafsson,
Gunnar Rafn Erlingsson,
Guðbjörg Axelsdóttir, Skarphéðinn Guðmundsson,
Richard Axelsson,
barnabörn og barnabarnabörn.