Morgunblaðið - 18.03.2010, Blaðsíða 40
Irony Irony er frá Ólafsfirði, ættuð úr tónskóla staðarins. Sveitina skipa söngsveitin Snjólaug Traustadóttir, Agnes Sigríður Sigvaldadóttir,
Kristlaug Sigurpálsdóttir, Brynhildur Antonsdóttir, Erla Vilhjálmsdóttir og Hulda Vilhjálmsdóttir, og undirleikararnir Hallur Már Bald-
ursson á bassa, Marinó J. Sigursteinsson á trommur og Grétar Áki Bergsson á gítar. Snjólaug er 18 ára en hin 13-14.
Bring us Temptation Hafnfiska metalrokksvetin Bring us
Temptation er skipuð þeim Magnúsi Frey Kristjánssyni
söngvara, Pétri Péturssyni trommuleikara, Bjarna Frey
Reynissyni gítarleikara, Gunnari Þorgeir Bjarnasyni gítar-
leikara og Nikulási Búi Birgissyni bassaleikara.
Siðrof Skólasystkini úr Menntaskólanum að Laugarvatni
skipa rokkmetalsveitina Siðrof. Þau eru 17 til 18 ára og heita
Júlíus Grettir Margrétarson, gítarleikari, Elvar Orri Jóhanns-
son, gítarleikari, Helgi Jónsson, söngvari og bassaleikari,
Steinn Daði Gíslason, trommuleikari, Fríða Hansen, söngkona,
og Karl Óskar Smárason, hljómborðsleikari.
Of Monsters and Men Of Monsters and Men er
reykvískt tríó skipað þeim Nönnu Bryndísi Hilm-
arsdóttur, gítarleikara og söngkonu, Ragnari Þór-
hallssyni, söngvara og melódíku- og klukkuspils-
leikara, og Brynjari Leifsson, gítar-, klukkuspils-
og melódíkuleikara. Sveitin spilar draumkennda
folk-tónlist með poppuðu yfirbragði.
Mr. Alexis Mr. Alexis er ættaður úr Garðabæ, af Álftanesi og
úr Hafnarfirði. Sveitarmenn eru Fannar Már Oddsson gítar-
leikari, Gunnar Ingi Jones gítarleikari, Leifur Örn Kaldal
Eiríksson trommuleikari, Sigurboði Grétarsson bassaleikari
og Óli Kristinn Sigurjónsson söngvari. Þeir eru 16 til 17 ára
gamlir og spila það sem þeir kalla penismetal.
Fimbulþul Félagar í Fimbulþuli eru Bjarni Einarsson
gítarleikari, Andri Dagur Sævarsson söngvari og
flautuleikari, Friðrik Svavarsson trommuleikari og
Axel Franz Jóhannsson bassaleikari. Þeir eru á aldr-
inum 17 til 21 árs, búa á Akureyri og spila metal.
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
SÍÐASTA tilraunakvöld Músíktilrauna
verður haldið í kvöld og keppt um síðustu
sætin í úrslitum í næstu viku. Sex sveitir eru
komnar í úrslit og tvær bætast við í kvöld,
en síðan mun dómnefnd velja að minnsta
kosti tvær til viðbótar til að fylla tuginn í úr-
slitum.
Sigursveitin fær 20 hljóðverstíma í hljóð-
veri Sigur Rósar, Sundlauginni, ásamt
hljóðmanni, flugmiða og fleiri verðlaun,
annað sætið gefur upptökuhelgi í Island
Studios í Vestmannaeyjum ásamt hljóð-
manni og gistingu ásamt fleiri verðlaunum
og fyrir þriðja sæti fást fást 20 hljóðvers-
tímar í Gróðurhúsinu og ýmis verðlaun til.
Hljómsveit fólksins fær að launum Upp-
tökutæki frá Tónastöðinni og plötuúttekt
frá Smekkleysu, plötubúð. Efnilegustu hljóðfæraleikararnir verða einnig
verðlaunaðir og Forlagið veitir verðlaun fyrir textagerð á íslensku.
Dorian Grey Dorian Grey eru fjórir strákar úr Kópavoginum
sem spila rokkaða jaðartónlist. Þeir eru allir átján ára og
heita Gísli Grímsson, gítar og söngur, Daði Rúnarsson, gítar,
Gauti Bergmann Víðisson, bassi, og Jón Kristófer Sturluson,
trommur.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2010
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
„BYGGÐ Á SANNSÖGULEGUM ATBURÐUM“
TEKJUHÆSTA MYND SÖNDRU
BULLOCK FYRR OG SÍÐAR
„Ein af 10 BESTU
MYNDUM Þessa árs“
Maria Salas TheCW
„fyndin og hrífandi“
Phil Boatwright – Preview Online
„Besta Frammistaða
Söndru Bullock til þessa“
Pete Hammond - Box Office Magazine
SANDRA BULLOCK
HLAUT ÓSKARS-
VERÐLAUNIN
FYRIR LEIK SINN
Í ÞESSARI STÓR-
FENGLEGU SÖGU
MYNDIN SEM GERÐI
ALLT VITLAUST Í USA!
BESTA LEIKKONA
Í AÐALHLUTVERKI
SANDRA BULLOCK
TILNEFND SEM
BESTA MYND
ÓSKARSVERÐLAUNAMYNDIN
/ KRINGLUNNI
THE BLIND SIDE kl. 5:50D - 8:10D - 10:50D 10
ALICE IN WONDERLAND Gæti valdið óhug ungra barna kl. 5:503D - 8:103D - 10:303D L
SHUTTER ISLAND kl. 8 - 10:50 16
INVICTUS kl. 5:30 Síðustu sýningar L
/ ÁLFABAKKA
THE BLIND SIDE kl. 5:20 - 8 - 10:40 10 THE REBOUND kl. 8 - 10:20 L
ALICE IN WONDERLAND Gæti valdið óhug ungra barna kl. 5:403D - 83D - 10:203D L VALENTINE'S DAY kl. 8 - 10:40 L
ALICE IN WONDERLAND Gæti valdið óhug ungra barna kl. 5:40 L SHERLOCK HOLMES kl. 10:20 12
BROTHERS kl. 8 12 PLANET 51 m. ísl. tali kl. 5:50 L
BROTHERS kl. 5:50 - 8 - 10:20 VIP-LÚXUS BJARNFREÐARSON kl. 5:50 L
FYRSTA hljómsveit fer á
svið kl. 19 í kvöld í Óper-
unni. Röð sveitanna:
Of monsters and men
Bakkabræður
Fimbulþul
Bring us Temptation
Irony
- Hlé -
Dorian Grey
Ingvar
Íslenska hljómsveitin
Mr. Alexis
Siðrof
Röð sveitanna
Ingvar Ingvar Egill Vignisson er einn á ferð, spilar á rafgítar og syngur
og skreytir með undirspili af bandi. Hann er nítján ára, úr Mosfellsbæ og
segist spila poppað rokk.
Íslenska hljómsveitin Íslenska hljómsveitin er úr Grafar-
voginum og spilar skemmtilega, frumlega og upplífgandi
músík, eins og liðsmenn hennar lýsa því sjálfir. Þeir eru á
aldrinum 14 til 16 ára og heita Gunnar Atli Davíðsson,
trommuleikari, Jóhannes Bjarki Bjarkason, söngvari og
bassaleikari, Greipur Garðarsson, rafgítarleikari, Viktor
Freyr Hjörleifsson, söngvari, Guðmundur Sigurþórsson,
kassagítarleikari, og Jón Pálsson hljómborðsleikari.
Bakkabræður Félagarnir Gísli Már Guðmundsson, sem er 16
ára, og Stefán Birgir Jóhannesson, sem er 17 ára, kalla sig
Bakkabræður. Þeir eru báðir rapparar.
Lokaútkall
í úrslit