Morgunblaðið - 18.03.2010, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.03.2010, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2010 Eftir fremur tíðindalítiðupphafsundanúrslita-kvöld fór allt í gang áþriðjudeginum, þegar annað kvöldið var haldið. Svona geta þau verið ólík kvöldin, það fyrsta ein- kenndist af fullmikilli flatneskju en sólarhring síðar stóð dómnefnd frammi fyrir valþröng, svo mikið var um frambærilegar sveitir. Rokksveitin Fold em Up hóf leik og var hann reyndar nokkuð á skjön við það sem ég var að lýsa hér á und- an. Meðlimir voru óstyrkir, lögin óttalegt kraðak og margt og mikið sem þarf að dytta að, ef menn ætla að halda þessu eitthvað áfram. Hydro- phobic Starfish (hrikalegt nafn) var á hinn bóginn nánast fullmótuð sveit, tónlistin kröftugt og hippískt popp- rokk og söngkonan sýndi mikil tilþrif. Í öðru laginu voru Trúbrotsáhrifin viðruð af fullum krafti og það geislaði bókstaflega af söngkonunni. Eitt best spilandi band Tilraunanna til þessa. Snjólugt fetar dramatískan stíg þann sem Coldplay og ámóta sveitir hafa troðið. Fyrsta lagið var bráð- gott; þungur, hægur og áleitinn stíg- andi framan af en svo sprakk lagið í loft upp með látum. Seinna lagið var síðra og það vantaði nokkuð upp á samspil og þéttleika. Söngvarinn/ píanóleikarinn er þó mikið efni og bar hann með sér mikinn og náttúrulegan sjarma. GÁVA er skipuð kornungu tónlist- arfólki og það mátti glöggt greina á varfærinni, einfaldri tónlistinni. Sú staðreynd er líka styrkur sveitar- innar, textarnir krúttlegir og einlæg- ir, sungnir af söngkonu með flottan stíl og góða nálægð. Það voru engir Mömmustrákar sem komu frá Eyjum þetta árið held- ur Dólgar og einn þeirra tólf ára, bassaleikarinn! Líkt og með GÁVA fóru þeir langt á barnslegri einlægn- inni og reynsluleysinu. Vanþekking á hefðbundnum lagauppbyggingum olli því að af sviðinu streymdu hug- myndaríkar smíðar sem virtu allar reglur að vettugi. Söngvarinn með flotta rokkrödd og hljómurinn hrár og svalur. Minnti helst á „garage“- rokkböndin sem voru á mála hjá Sub Pop í gamla daga. Frábært „stöff“! Lucky Bob var síðastur á svið fyrir hlé. Nýbylgjurokk sveitarinnar var nokkuð óreiðukennt og stíft og full- einhæft. Það er eitthvað þarna, en það þarf að vinna aðeins betur með það. Suddenly Alive þrömmuðu á svið eftir hlé. Það mætti halda að það væri búið að skera niður í grasrótartónlist- arlífinu líka, því að þetta var þriðja bassaleikaralausa bandið. Alltént voru tvö „lög“ sveitarinnar meira eins og djamm inni í skúr en eiginlegar lagasmíðar og fátt skemmtilegt í gangi. MBT lék einhvers konar ný- rokk, fyrra lagið slappt en annað prýðilegt; fullt af flottheitum. Gösli var maður einsamall, rödd og gítar. Einlæg, tregabundin söngvaskálda- tónlist og komst Gösli frábærlega frá sínu. Hann fór aldrei yfir strikið í til- finningaþrungnum flutningnum og gítarleikurinn var skemmtilega á skjön við það sem viðtekið er í þess- um fræðum. Mjög gott. My Final Warning kom eldhress frá Selfossi, uppáklædd í Led Zeppel- in og Guns’n’Roses boli. Tónlistin var hins vegar ungæðislegt og frískandi pönkrokk, dúndurskemmtilegt og það fóru styrkjandi straumar um sal- inn. Dampurinn datt nokkuð niður í seinna laginu en „gaman að vera í hljómsveit“-andinn var ósvikinn út í gegn. Hljómsveitin Vangaveltur lék fönkaða tónlist sem var brotin upp með rappi. Þrjár söngkonur sáu svo um að brjóta flæðið upp með melódískum innskotum. Sveitin var ágætlega spilandi, rappið síðra en eitthvað var það við heildarpakkann sem var fráhrind- andi. Áhorfendur kusu síðan Snjó- lugt áfram á meðan dómnefnd veitti Hydrophobic Starfish braut- argengi eftir þónokkrar bollalegg- ingar, enda kvöldið ríkt að gæða- sveitum. My Final Warning Fölskvalaust stuð, ungæðisleg og frískandi. Lucky Bob Bara aðeins að þétta …GÁVA „Hin guðdómlega æska“.Vangaveltur Fönk, rapp og raddir.Suddenly Alive Djammað í skúr. MBT Fólk fékk að ráða því hvað skammstöfunin þýðir. Fold em Up Kraðak í rokkformi. Dólgarnir Arnar Geir Gíslason, tólf ára bassaleikari úr Eyjum. Gösli Með gítarinn að vopni. „Hin guðdómlega æska“ Músíktilraunir Íslenska óperan Hljómsveitakeppnin Músíktilraunir 2010, haldin í Íslensku óperunni 16. mars. Annað undanúrslitakvöld af fjór- um. Þátt tóku Fold em Up, Hydrophobic Starfish, Snjólugt, GÁVA, Dólgarnir, Lucky Bob, Suddenly Alive, MBT, Gösli, My Final Warning og Vangaveltur. ARNAR EGGERT THORODDSEN TÓNLIST Sjá einnig myndasyrpu á mbl.is Morgunblaðið/Ernir SUMIR ERU HEPPNIR Í ÁSTUM AÐRIR EKKI! FRÁBÆR, GAMANSÖM OG RÓMANTÍSK MYND ÞAÐ ERU TVÆR HLIÐAR Á ÖLLUM MÁLUM FRÁ FRAMLEIÐANDANUM SIGURJÓNI SIGHVATSSYNI KEMUR EIN AF STÓRMYNDUM ÁRSINS „BESTA KVIKMYND SEM HEFUR VERIÐ FRAMLEIDD SÍÐASTLIÐINN 20 ÁR.“ - DAVID LETTERMAN SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í KRINGLUNNI CATHERINE ZETA-JONES JUSTIN BARTHA SÝND Í ÁLFABAKKA HANN PASSAR HANN LÍKA HÚN ÞARF PÖSSUN HÚN ER SEXÝ HVAÐ GÆTI GERST? RÓMANTÍSK GAMANMYND HHHHH - RICHARD ROEPER, RICHARDROEPER.COM HHHH - 88REELVIEWS - JAMES B. HHHH - PETE HAMMOND, BOXOFFICE MAGAZINE HHH - MBL HHH - DV HHH MBL. - H.S.S. HHHH „Scorsese veldur ekki vonbrigðum frekar fyrri daginn.... Shutter Island er útpæld, vel unnin, spennandi og frábærlega leikin.” T.V. - Kvikmyndir.is HHH S.V. - MBL HHH ÓHT - Rás 2 Disney færir okkur hið stórkostlega ævintýri um Lísu í Undralandi og nú í stórkostlegri þrívíddFrábær mynd fyrir alla fjölskylduna Johnny Depp, Helena Bonham Carter,Alan Rickman og Stephen Fry eru stórkostlegir í þessari frábæru kvikmynd Tim Burtons. “...fullkomin...” LEONARD MALTIN, ENTERTAINMENT TONIGHT “Meistaraverk“ PETE HAMMOND - BOXOFFICE MAGAZINE HHHH “…frábær þrívíddar upplifun…” JEFF CRAIG, SIXTY SECOND PREVIEW „Besta mynd Tim Burton‘s í áraraðir“ DAN JEWEL - LIFE & STYLE WEEKLY STÆRSTA OPNUN ÁRSINS! Vinsælasta myndin á Íslandi í dag Besti leikarinn, Robert Downey Jr.SÝND Í ÁLFABAKKA TILNEFND TIL 2 ÓSKARSVERÐLAU NA SÝND Í KRINGLUNNI TILNEFND TIL 2 ÓSKARSVERÐLAUNA HHHH - NEW YORK TIMES HHHH - ENTERTAINMENT WEEKLY BJARNFREÐARSON - Kvikmynd ársins - Leikari ársins í aðalhlutverki - Handrit ársins - Kvikmyndataka ársins - Búningar ársins - Leikstjóri ársins - Meðleikari ársins HLAUT 7 EDDUVERÐLAUN Sýnd með íslensku taliSÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSISÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA / KEFLAVÍK ALICE IN WONDERLAND Gæti valdið óhug ungra barna kl. 8 L LEGION kl. 10:20 16 LOFTKASTALINN SEM HRUNDI kl. 8 - 10:40 14 ALICE IN WONDERLAND Gæti valdið óhug ungra barna kl. 8 L EDGE OF DARKNESS kl. 10:20 16 THE REBOUND kl. 8 L NINE kl. 10:20 L / SELFOSSI ALICEINWONDERLAND Gæti valdið óhug ungra barna kl. 8 L AVATAR - 3D kl. 10:20 10 THE BLIND SIDE kl. 8 - 10:30 10 / AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.