Morgunblaðið - 18.03.2010, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2010
Hversu hár er fjármagns-
tekjuskatturinn?
Fjármagnstekjur hefur lengst af
verið 10% á Íslandi. Á síðasta ári
var þessi skattur hækkaður í 18%.
Fjármagnstekjuskattur hefur í
flestum nágrannalöndum okkar
verið talsvert hærri. Hann er 28%
í Danmörku, Finnlandi og Noregi,
30% í Svíþjóð, 25% á Írlandi,
27,5% á Ítalíu, 30,1% í Frakklandi
og 25% í flestum ríkjum Þýska-
lands.
Þurfa þeir sem búa erlendis að
telja fram á Íslandi?
Samkvæmt lögum ber ein-
staklingum að gera grein fyrir öll-
um tekjum á skattframtali. Þetta
gildir um þá sem eru með skatta-
legt heimilisfesti hér á landi (búa
hér alla jafna eða starfa hér í 183
daga eða lengur) án tillits til þess
hvort þær hafa verið skattlagðar í
öðru landi. Viðkomandi getur síð-
an fengið frádrátt ef hann hefur
greitt skatt í öðru landi.
Hverjir eiga að draga stað-
greiðslu af fjármagns-
tekjuskatti?
Þeir sem eiga að skila stað-
greiðslu eru innlánsstofnanir,
verðbréfafyrirtæki, verðbréfamiðl-
arar, eignarleigufyrirtæki og aðrar
fjármálastofnanir, lögmenn,
endurskoðendur og aðrir fjár-
vörsluaðilar, tryggingafélög, svo
og sérhverjir aðrir sem hafa at-
vinnu af fjárvörslu, milligöngu eða
innheimtu í verðbréfaviðskiptum
eða annast innheimtu fyrir aðra.
S&S
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
JÓHANNA Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund
á þriðjudaginn að inn í bönkunum
hefði verið „svart skattkerfi“. Þetta
eru nokkuð stór orð en ekki verður
betur séð en innistæða sé fyrir þeim.
Bankarnir buðu viðskiptavinum sín-
um upp á fjármálaþjónustu af ýmsu
tagi sem m.a. byggðist á því að halda
ekki eftir staðgreiðslu á fjármagns-
tekjum þrátt fyrir að það sé alveg
skýrt í lögum að greiða beri 10% skatt
af tekjunum.
Samkvæmt lögum um fjármagns-
tekjuskatt frá árinu 1996 ber lána-
stofnunum „skylda til að draga stað-
greiðslu af vaxtatekjum“ einstaklinga.
Þetta á við um fjármagnstekjur „er
myndast í atvinnurekstri þeirra eða
sjálfstæðri starfsemi“. Bankarnir hafa
alltaf séð um að skila fjármagns-
tekjum sem myndast vegna vaxta á
innlánsreiknum og sama gildir um
vaxtatekjur vegna peningamark-
aðssjóða. Þegar bankarnir byrjuðu að
bjóða svokölluðum góðum við-
skiptavinum eignastýringu í formi af-
leiðuviðskipta virðist hafa verið
ákveðið að skila ekki staðgreiðslu
vegna hagnaðar af þessum við-
skiptum.
Vala Valtýsdóttir, héraðsdóms-
lögmaður hjá Deloitte, segir alveg
skýrt að bönkunum hafi borið að halda
eftir staðgreiðslu vegna hagnaðar sem
viðskiptamenn þeirra höfðu af afleiðu-
viðskiptum.
Bankarnir hafa heldur ekki skilað
staðgreiðslu vegna hagnaðar við-
skiptavina sinna af hlutabréfa-
viðskiptum nema í mjög takmörk-
uðum mæli. Það er kannski alveg eins
skýrt í lögum að bönkunum hafi borið
að skila staðgreiðslu vegna þessara
viðskipta. Það leikur hins vegar eng-
inn vafi á að það ber að greiða fjár-
magnstekjuskatt af hagnaði af hluta-
bréfaviðskiptum og af arði.
Tregir að veita upplýsingar
Það sem er aftur á móti athyglisvert
er hvað bankarnir hafa verið tregir til
að veita skattyfirvöldum upplýsingar
sem þeir búa yfir um hlutabréfa-
viðskipti viðskiptamanna sinna. Ríkis-
skattstjóri hefur um árabil reynt að fá
upplýsingar frá bönkunum um þessi
viðskipti. Í bréfi sem hann ritaði bönk-
unum árið 2001 segir: „Viðskipti með
hlutabréf hafa farið mjög vaxandi á
undanförnum árum og það því orðið
meira hagsmunamál fyrir ríkissjóð og
brýnna jafnréttismál fyrir skattborg-
arana að tryggt sé eftir mætti að fram-
taldar tekjur séu réttar og skattar
ákveðnir í samræmi við það.“
Mjög erfiðlega gekk hins vegar að
fá þessar upplýsingar og á endanum
fór málið til dómstóla. Það er fyrst
núna, næstum 9 árum síðar, sem þess-
ar upplýsingar eru að skila sér til
skattyfirvalda. Og þá kemur líka í ljós
að þarna hafa verið stunduð stórfelld
skattsvik, að nokkru leyti í skjóli bank-
anna. Samkvæmt bráðabirgðatölum
vantar um 127 milljarða viðskipti með
hlutabréf inn á skattframtöl. Frá þess-
ari tölu dragast kaupverð bréfanna og
eins kann að vera að gerð hafi verið
grein fyrir sumum af þessum við-
skiptum í einkahlutafélögum.
Sú spurning vaknar hvort skatt-
yfirvöldum takist að innheimta þá
skatta sem ekki hafa verið greiddir.
Ljóst er að margir sem voru mjög rík-
ir eru það ekki lengur. Skúli Eggert
Þórðarson sagði að skattayfirvöld
mættu ekki láta það hafa nein áhrif á
sig hvernig gjaldfærni manna væri.
Hann sagðist telja að flestir væru
borgunarmenn fyrir þessum vantöldu
tekjum.
Í þessu sambandi skiptir máli frum-
varp sem er fyrir þinginu sem veitir
skattyfirvöldum heimild til að leggja
hald á eignir. Stefán Skjaldarson
skattrannsóknastjóri sagði í samtali
við RÚV í gær að vitað væri um eignir
sem hefðu verið til staðar, en væru nú
horfnar.
Hópurinn sem grunaður er um
skattsvik vegna afleiðuviðskipta telur
rúmlega þúsund manns. Álíka margir
einstaklingar hafa stundað hlutabréfa-
viðskipti í stórum stíl án þess að telja
viðskiptin fram. Þá er átt við viðskipti
sem telja tugi milljóna eða jafnvel
milljarða.
Morgunblaðið/Ómar
Þvottur Skattyfirvöld eru núna að leita að þeim sem eru með óhreint mjöl í pokahorninu. Upplýsingar sem loksins
hafa fengist frá bönkunum benda til að allstór hópur manna hafi ekki hirt um að telja allar tekjur fram til skatts.
Bankarnir veittu ekki upplýsingar
og skiluðu ekki alltaf staðgreiðslu
Flest bendir til að einstaklingar
hafi í verulegum mæli reynt að
koma sér hjá því að greiða fjár-
magnstekjuskatt. Ábyrgð við-
skiptabankanna á þessum mál-
um er mikil.
Í skjóli bankanna hefur hópur einstaklinga komið sér hjá því að greiða fjármagnstekjuskatt
„ALLAR aðvaranir skattayfirvalda í gegnum árin hafa
margsinnis verið hundsaðar og kröfur ríkisskattstjóra
og skattrannsóknarstjóra hafa ekki fengist í gegn fyrr
en núna með þessum dómum og með lagabreytingu
sem varð í árslok 2008 og í ársbyrjun 2009. Nú er að
koma í ljós það sem okkur hefur grunað alla tíð að
þetta væri ekki í lagi. Það eru býsna alvarlegir atburð-
ir sem þarna virðast hafa átt sér stað,“ sagði Skúli
Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri um hvernig bank-
arnir hafa staðið að skattskilum og upplýsingagjöf.
Skúli Eggert sagði að mál sem væru til skoðunar
hjá skattyfirvöldum varðandi hlutabréfa- og afleiðu-
viðskipti færu núna í venjulegan farveg. Viðkomandi gæfist kostur á að
koma að sjónarmiðum og leiðrétta framtölin. Síðan færu málin í venju-
legt úrskurðarferli. Samkvæmt lögum er heimilt að leggja 25% álag á
tekjur sem ekki hafa verið taldar fram til skatts. Skúli Eggert vildi ekkert
tjá sig um hvort til greina kæmi að beita þessari heimild.
Er að koma í ljós það sem okkur hefur grunað
Skúli Eggert
Þórðarson
afsláttur
Mikill
LAGER-
HREINSUN
Aðeins í BYKO
Breidd
Hreinlætistæ
ki
Blöndunartæ
ki
Stór heimilist
æki
25-80%afsláttur
Gæðavörur á
frábæru verð
i!
EX
PO
·w
w
w
.e
xp
o.
is