Morgunblaðið - 18.03.2010, Blaðsíða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2010
Táknrænt Fólk ritaði falleg orð á litríka miða í gær og festi á trjágreinar við Reykjavíkurtjörn, í tilefni Eineltislausa dagsins sem borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt að verði eftirleiðis
haldinn árlega. Á þessum degi er ætlunin að allar borgarstofnanir hugi að því hvernig hægt er að gera vinnuumhverfið jákvæðara og þannig úr garði gert að þar þrífist ekki einelti.
Árni Sæberg
ÞAÐ ERU bara 2,7
prósent Íslendinga
sem treysta rík-
isstjórninni að öllu
leyti til þess að gæta
hagsmuna þjóðarinnar
í umsóknarferlinu um
aðild Íslands að Evr-
ópusambandinu. Þetta
er niðurstaða skoð-
anakönnunar Capa-
cents, sem unnin var
fyrir Bændasamtökin. Þessi nið-
urstaða getur ekki verið neitt minna
en hreint áfall fyrir stjórnvöld, sem
nú eru lögð af stað í mikinn leið-
angur á fund ESB með
samningsumboð frá
flokkum sínum. Þetta
er í rauninni van-
traustsyfirlýsing á
hendur ríkisstjórninni
og megn vantrú á að
hagsmuna þjóðarinnar
verði gætt í sam-
skiptum við erlend
stjórnvöld.
Til þess að allrar
sanngirni sé gætt, þá
skal tekið fram að 8,5%
treysta þjóðinni síðan
mjög vel til þess að gæta hagsmuna
þjóðarinnar, en 15,6% frekar vel. En
jafnvel þótt þessar tölur séu taldar
ríkisstjórninni til tekna, þá er nið-
urstaðan afgerandi. Það ríkir full-
komin vantrú hjá almenningi á að
ríkisstjórnin gæti þjóðarhags í þess-
um mikilvægu samningum, þar sem
vélað er um þýðingarmestu hags-
muni okkar.
Það er í rauninni merkilegt hve
þessar fréttir úr skoðanakönnun
Capacents hafa litla athygli vakið.
Könnunin er auðvitað gerð þegar
þjóðin er mjög vel meðvituð um hina
hraklegu frammistöðu stjórnvalda í
samskiptum við aðrar þjóðir við að
gæta hagsmuna okkar í Icesavemál-
inu. Niðurstöðu könnunarinnar
verðum við því að skoða sem einn
risastóran áfellisdóm almennt, um
tiltrú almennings á ríkisstjórnina,
þegar kemur að því að gæta hags-
muna þjóðarinnar gagnvart öðrum
þjóðum.
Skiptar skoðanir eru alltaf um
verk og áform ríkisstjórna í ein-
stökum málum. En þegar svona er
spurt þá gegnir öðru máli. Fyrir-
fram gefa menn sér að efst í huga
stjórnvalda sé að gæta þjóðarhags
og svo sannarlega hlýtur það að
vaka fyrir lýðræðislegum stjórn-
völdum á öllum tímum. En einmitt
þess vegna eru það svo alvarleg
skilaboð að þjóðin hafi fullkomna
vantrú á að núverandi stjórnvöld
gæti þjóðarhags í framgöngu sinni
gagnvart öðrum þjóðum.
Sporin frá framgöngu ríkisstjórn-
arinnar hræða bersýnilega. Nið-
urstaða fólksins í landinu er ákaf-
lega skýr og afdráttarlaus: Við
treystum ekki stjórnvöldum okkar
til þess að gæta þjóðarhags í sam-
skiptum við aðrar þjóðir, einmitt nú
þegar mest ríður á.
Eftir Einar K.
Guðfinnsson » Við treystum ekki
stjórnvöldum okkar
til þess að gæta þjóð-
arhags í samskiptum við
aðrar þjóðir, einmitt nú
þegar mest ríður á.
Einar K. Guðfinnsson
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
Þrjú prósent treysta þeim
AUÐVELDLEGA má
færa fyrir því rök að slök
lagasetning undanfarin ár
eigi einhvern þátt í því
hvernig komið er fyrir okk-
ur sem þjóð. Á Norð-
urlöndum er það liður í
starfsemi ráðuneyta að
starfrækja sérstakar laga-
skrifstofur sem hafa það
hlutverk að fara yfir stjórn-
arfrumvörp og kanna hvort
á þeim séu lagatæknilegir ágallar eða hvort
þau samræmist stjórnarskrá. Yfirgnæfandi
meirihluti lagafrumvarpa sem samþykkt eru
á Alþingi kemur frá framkvæmdavaldinu en
hér á landi er hvorki starfandi lagaskrifstofa
hjá Stjórnarráði Íslands né starfandi laga-
ráð hjá Alþingi sjálfu. Því kemur ekki á
óvart að miklu fleiri hnökrar eru á íslenskri
löggjöf en annars staðar á Norðurlöndum.
Ég hef af þessum ástæðum lagt fyrir Al-
þingi lagafrumvarp um að stofnuð
verði lagaskrifstofa Alþingis til að
bæta lagasetningu. Markmiðið
frumvarpsins er að ekki komi
frumvörp né þingsályktun-
artillögur fyrir Alþingi sem inni-
halda lagatæknilega ágalla eða
samrýmast ekki stjórnarskránni,
að létta álagi af dómstólum lands-
ins og umboðsmanni Alþingis. Í
frumvarpinu er gert ráð fyrir að
starfsmenn lagaskrifstofu skuli
vera alþingismönnum og starfs-
mönnum Alþingis og Stjórnarráðs-
ins til ráðgjafar um undirbúning
löggjafar.
Lagaskrifstofa skal einnig ganga úr
skugga um að frumvörp standist þjóðrétt-
arlegar skuldbindingar og séu í samræmi við
gildandi lög, að þau séu nákvæm, skýr og
auðskiljanleg og gjaldtökuheimildir séu
skýrar. Sú stjórnskipan sem er í gildi hér á
landi og byggist á þrígreiningu ríkisvaldsins
í löggjafarvald, dómsvald og framkvæmd-
arvald hefur réttilega verið gagnrýnd fyrir
það hversu sterkt framkvæmdarvaldið hefur
verið á kostnað hinna þáttanna tveggja. Úr
þessum hnökrum þarf að bæta til að efla og
bæta lýðræðið. Hér er löng hefð fyrir meiri-
hlutastjórnum, með örfáum undantekn-
ingum, og því er nauðsynlegt að starfandi
minnihluti fái notið jafnræðis í framlagningu
mála til að tempra framkvæmdavaldið.
Sem dæmi um slaka lagasetningu undan-
farna áratugi má geta þess að í ársskýrslum
umboðsmanns Alþingis, sem starfað hefur í
rúm 20 ár, er vel á annað hundrað mála sem
embættið hefur vakið athygli á sem varða
„meinbugi á lögum“. Slíkur málafjöldi er
óviðunandi. Meinbugir á lögum geti verið
formlegs eðlis, svo sem misræmi milli laga-
ákvæða, prentvillur, óskýr texti o.fl. Einnig
geti meinbugir verið beinlínis fólgnir í efnis-
atriðum, svo sem mismunun milli manna án
þess að til þess liggi viðhlítandi rök eða að
reglugerðarákvæði skorti lagastoð. Þá hefur
umboðsmaður litið svo á að undir ákvæðið
falli þau tilvik þegar lög eru ekki í samræmi
við þær skuldbindingar sem Ísland hefur
undirgengist samkvæmt alþjóðasáttmálum
til verndar mannréttindum. Jafnframt yrði
gríðarlegu álagi létt af dómstólum landsins,
sem er ef til vill mesti kosturinn.
Hér er á ferðinni þjóðþrifamál sem til
framtíðar felur í sér mikinn sparnað fyrir
þjóðina alla. Það er von mín að málið fái já-
kvæðar undirtektir hjá alþingismönnum og
að frumvarpið verði brátt að lögum.
Eftir Vigdísi
Hauksdóttur » Yfirgnæfandi meirihluti
lagafrumvarpa sem sam-
þykkt eru á Alþingi kemur frá
framkvæmdavaldinu en hér á
landi er hvorki starfandi laga-
skrifstofa hjá Stjórnarráði Ís-
lands né starfandi lagaráð hjá
Alþingi sjálfu.
Vigdís Hauksdóttir
Lagaskrifstofa Alþingis
Höfundur er lögfræðingur og þingmaður
Framsóknarflokksins í Reykjavík.