Morgunblaðið - 18.03.2010, Blaðsíða 37
Stór skammtur Kögur á töskunni
og pilsinu við sepramynstur. Þarna
er farið yfir strikið í hvoru tveggja.
Að gagnrýna það sem er ítísku hefur stundum þóttganga næst helgispjöllum.
Það sem kemst í tísku á að gleypa
hljóðalaust, klæðast því og þegja.
Sem betur fer hafa flestir gagn-
rýna hugsun og gleypa ekki við
hverju sem er, en til eru þeir sem
taka við öllu og eru helst klæddir
í tískuna frá toppi til táar óháð
allri skynsemi.
Það eru margir hræddir við að
horfa gagnrýnisaugum á það sem
kemst í tísku af ótta við að þykja
púkó, með lélega tískuvitund. En
það er alls ekki svoleiðis, því sumt
sem kemst í tísku er einfaldlega
ljótt og svo er smekkur manna
líka misjafn og því er allt í lagi að
laðast ekki að öllu.
Mér hefur til dæmis lengi þóttog mun líklega alltaf þykja
kögur ljótt. Kögur komst aftur í
tísku í fyrra og fór aðallega að
sjást á töskum og skóm en líka
fatnaði. Ég fékk hroll þegar ég sá
að kögrið var að snúa aftur en
hugsaði með mér að líklega myndi
mér þykja þetta flott eftir nokk-
urn tíma, gæti vanist þessu. Síðan
þá er liðinn langur tími og enn
þykir mér kögur ljótt. Jú vissu-
lega getur mér þótt taska með
kögri flott á einhverri stíliseraðri
fyrirsætu á síðum tískublaðanna
en þegar ég sé kögur með eigin
augum hryllir mig enn við. Það
minnir mig alltaf á gamla rokk-
hunda í víðum leðurjakka með
kögri á ermunum og jafnvel í leð-
urbuxum með grófu kögri á hlið-
unum. Flatbotna mokkasínur með
kögurskrauti koma líka upp í hug-
ann og það eru eflaust ljótustu
skór sem til eru.
Svo ég haldi áfram að tala um
það sem mér finnst ekki flott þá
eru fjaðrir nokkuð sem ég hef
aldrei fallið fyrir, hvort sem þær
eru til skrauts á flík eða í hári.
Fjaðrir eiga heima á fuglum, ekki
mönnum, jafnvel þótt þær séu af
páfugli. Fatnaður í daufum past-
ellitum er líka annað sem ég forð-
ast eins og heitan eldinn og mann-
eskjur sem ganga í pastellitum
dæmi ég strax óáhugaverðar.
Það leið nú næstum því yfir mig
í fyrra þegar svartur varalitur
varð allt í einu það heitasta í
förðunar-
deildinni.
Mjög
dökkur
varalit-
ur fer engum vel, hann gerir kon-
ur grimmar á svipinn og ellilegri
og hvernig á að vera hægt að tala
við manneskju með svartan varalit
án þess að stara bara á varirnar á
henni? Sem betur fer voru fáir
sem eltu þessa tísku. Ég verð
hrædd við konur með mjög dökk-
an varalit eins og ég verð hrædd
við konur með langar gervineglur.
Það er ekkert aðlaðandi við þær
frekar en annað ónáttúrulegt eins
og of mikla sólbrúnku og aflitað
hár.
Eitt sem virðist vera að ryðjasér til rúms núna m.v. tísku-
blöð og -sýningar, og ég get ekki
bara skilið, er að vera í háum
nælonsokkum við stuttbuxur eða
stutt pils og láta sjást í sokka-
böndin eða stroffið efst. Fyr-
irgefið mér en þetta á bara ekki
að sjást svona auðveldlega, álíka
asnalegt og þegar það komst í
tísku að láta strenginn á nærbux-
unum sjást upp úr buxna-
strengnum ásamt rassskorunni.
Það á að glitta í sokkaböndin
stundum, það er kynþokkafullt,
ekki að flassa öllu.
Annað sem virðist vera að koma
inn núna eru víðir magabolir í
anda níunda áratugarins. Það að
magabolir skuli vera að koma aft-
ur gefur mér ekki eitt og sér hroll
heldur hvernig þeir verða líklega
meðhöndlaðir. Það er nefnilega
lenska að þegar eitthvað kemst í
tísku þá fara allir að klæðast því,
líka þeir sem ekkert erindi eiga í
það. Því spái ég að magabolir
verði eitt af því heitasta í sumar
og allar stærðir og gerðist af
mögum sjáist berar niðri í bæ á
góðviðrisdögum.
Þótt ég hafi ekki náð því enn aðkunna að meta kögur þá
venst sumt. Mér þóttu t.d. skór
með fylltum hæl, wedges, frekar
óspennandi er þeir sáust fyrst, en
í dag, nokkrum árum síðar, er ég
bara heit fyrir þeim.
Eins og svo oft hefur verið
tönglast á þá er hver og einn
flottastur í því sem honum líður
best í. Reyndar ert þú ekki flott í
flíspeysunni og plastklossunum
þótt þér líði vel þannig. Ekki
reyna samt að troða þér í eitthvað
sem fer þér ekki, þér líður ekki
vel í því þótt það sé það heitasta
um þær mundir. Mér finnst kögur
og daufir pastellitir ljótt en sem
betur fer er til fólk sem finnst það
flott og er flott með kögur og í
pastellituðum flíkum. Þannig er
tískan. Öllum er líka leyfilegt að
lenda í tískuslysi. Það er bara
þroskandi. ingveldur@mbl.is
Að mínu mati …
» Fatnaður í daufumpastellitum er líka
annað sem ég forðast
eins og heitan eldinn og
manneskjur sem ganga í
pastellitum dæmi ég
strax óáhugaverðar.
AF TÍSKU
Ingveldur Geirsdóttir
Stórslys Háir nælonsokkar og
sokkabönd sem sjást. Ávísun á stór-
slys komið á götuna af pöllunum.
Ber bumba Carry Bradshaw verður
með beran maga í næstu Sex and
the City-kvikmynd sem kemur í vor.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2010
Leikfélag Akureyrar
Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is
39 þrep (Samkomuhúsið)
Fös 19/3 kl. 19:00 Fös 26/3 kl. 19:00 Fim 1/4 kl. 22:00 Aukas.
Lau 20/3 kl. 19:00 Lau 27/3 kl. 19:00 Lau 3/4 kl. 19:00
Sun 21/3 kl. 20:00 Fim 1/4 kl. 19:00 Lau 10/4 kl. 19:00 Ný sýn
Frábær fjölskyldu skemmtun!
Horn á höfði (Rýmið)
Mið 31/3 kl. 16:00 1.sýn Fim 1/4 kl. 16:00 3.sýn Lau 3/4 kl. 16:00 5.sýn
Fim 1/4 kl. 14:00 2.sýn Lau 3/4 kl. 14:00 4.sýn
Fúlar á móti (Marina - Gamli Oddvitinn)
Fös 2/4 kl. 21:00 1.sýn Lau 3/4 kl. 21:00 2.sýn
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
FaustHHHH IÞ, Mbl
Gauragangur (Stóra svið)
Fim 18/3 kl. 20:00 fors Fös 9/4 kl. 20:00 Fös 23/4 kl. 20:00
Fös 19/3 kl. 20:00 frums Lau 10/4 kl. 16:00 K.4. Fim 29/4 kl. 20:00 K.10
Sun 21/3 kl. 20:00 K.2. Lau 10/4 kl. 20:00 K.5. Fös 30/4 kl. 20:00 K.11
Þri 23/3 kl. 20:00 Fös 16/4 kl. 20:00 K.6. Fös 7/5 kl. 20:00
Mið 24/3 kl. 20:00 Lau 17/4 kl. 16:00 K.7. Lau 8/5 kl. 20:00
Fim 25/3 kl. 20:00 K.3. Lau 17/4 kl. 20:00 Mið 12/5 kl. 20:00
Fös 26/3 kl. 20:00 Mið 21/4 kl. 20:00 K.8. Fös 21/5 kl. 20:00
Fim 8/4 kl. 20:00 Fim 22/4 kl. 20:00 K.9. Lau 22/5 kl. 20:00
Eftir Ólaf Hauk Símonarson - tónlist Nýdönsk
Faust (Stóra svið)
Lau 20/3 kl. 20:00 Fim 15/4 kl. 20:00 Ný auka Sun 25/4 kl. 20:00 Ný auka
Sun 28/3 kl. 20:00 Sun 18/4 kl. 20:00 Ný auka
Sun 11/4 kl. 20:00 Ný auka Lau 24/4 kl. 20:00 Ný auka
í samvinnu Borgarleikhússins og Vesturports
Skoppa og Skrítla á tímaflakki (Litla svið)
Lau 20/3 kl. 12:00 Lau 10/4 kl. 12:00 Sun 18/4 kl. 12:00
Lau 20/3 kl. 14:00 Lau 10/4 kl. 14:00 Sun 18/4 kl. 14:00
Sun 21/3 kl. 12:00 Sun 11/4 kl. 12:00 Fim 22/4 kl. 12:00
Sun 21/3 kl. 14:00 Sun 11/4 kl. 14:00 Fim 22/4 kl. 14:00
Sun 28/3 kl. 12:00 Lau 17/4 kl. 12:00
Sun 28/3 kl. 14:00 Lau 17/4 kl. 14:00
Dúfurnar (Nýja sviðið)
Lau 10/4 kl. 20:00 Frum Fös 23/4 kl. 22:00 aukas Sun 9/5 kl. 20:00 k.13.
Mið 14/4 kl. 20:00 K.2. Mið 28/4 kl. 20:00 k.8. Mið 12/5 kl. 20:00 k.14.
Fös 16/4 kl. 19:00 K.3. Fim 29/4 kl. 20:00 k.9. Fim 13/5 kl. 20:00 k.15.
Fös 16/4 kl. 22:00 aukas Fös 30/4 kl. 19:00 k.10 Fös 14/5 kl. 20:00 k.16.
Lau 17/4 kl. 19:00 K.4. Fös 30/4 kl. 22:00 aukas. Fös 14/5 kl. 22:00
Lau 17/4 kl. 22:00 aukas Fös 7/5 kl. 19:00 k.11. Lau 15/5 kl. 19:00 k.17.
Mið 21/4 kl. 19:00 K.5. Fös 7/5 kl. 22:00 Lau 15/5 kl. 22:00
Fim 22/4 kl. 20:00 K.6. Lau 8/5 kl. 19:00 k.12.
Fös 23/4 kl. 19:00 K.7. Lau 8/5 kl. 22:00
frumsýnt 10. apríl
Harry og Heimir (Litla sviðið)
Lau 20/3 kl. 20:00 Sun 28/3 kl. 20:00 Síð.
sýn.
Sýningum lýkur 28. mars
Fjölskyldan - ágúst í Osagesýslu (Stóra sviðið)
Lau 27/3 kl. 19:00 síð. sýn
Sýningin er þrír þættir, hver 1 klst að lengd. Sýningin snýr aftur næsta haust.
Eilíf óhamingja (Litli salur)
Lau 27/3 kl. 20:00 Frums Sun 11/4 kl. 20:00 K.4 Fös 23/4 kl. 20:00
Mið 31/3 kl. 20:00 k.2 Fös 16/4 kl. 19:00 K.5 Sun 25/4 kl. 20:00
Fös 9/4 kl. 19:00 K.3 Fim 22/4 kl. 20:00
Fyrir þá sem þora að horfa í spegil
ÞJÓÐLEIKHÚSI
SÍMI: 551 1200 • WWW.LEIKHUSID.IS
Ð
Brennuvargarnir (Stóra sviðið)
Mið 24/3 kl. 20:00 Aukas. Fös 9/4 kl. 20:00 Fös 16/4 kl. 20:00
"Besta leiksýning ársins!" Mbl. IÞ. Allra síðasta sýning 16. apríl!
Oliver! (Stóra sviðið)
Sun 21/3 kl. 15:00 Sun 28/3 kl. 15:00 Sun 18/4 kl. 15:00
Sun 21/3 kl. 19:00 Sun 28/3 kl. 19:00 Sun 18/4 kl. 19:00
Lau 27/3 kl. 15:00 Sun 11/4 kl. 15:00 Sun 25/4 kl. 15:00
Lau 27/3 kl. 19:00 Sun 11/4 kl. 19:00 Sun 25/4 kl. 19:00
Fjórar stjörnur! Mbl. GB - Síðustu sýningar 25. apríl!
Gerpla (Stóra sviðið)
Fim 18/3 kl. 20:00 Fim 25/3 kl. 20:00 Lau 17/4 kl. 20:00
Fös 19/3 kl. 20:00 Fös 26/3 kl. 20:00
Lau 20/3 kl. 20:00 Lau 10/4 kl. 20:00
Fjórar stjörnur! Mbl. I.Þ
Fíasól (Kúlan)
Lau 20/3 kl. 13:00 Sun 11/4 kl. 15:00 Lau 1/5 kl. 15:00
Lau 20/3 kl. 15:00 Mið 14/4 kl. 17:00 Sun 2/5 kl. 13:00
Sun 21/3 kl. 13:00 Lau 17/4 kl. 13:00 Sun 2/5 kl. 15:00
Sun 21/3 kl. 15:00 Lau 17/4 kl. 15:00 Lau 8/5 kl. 13:00
Lau 27/3 kl. 13:00 Sun 18/4 kl. 13:00 Lau 8/5 kl. 15:00
Lau 27/3 kl. 15:00 Sun 18/4 kl. 15:00 Sun 9/5 kl. 13:00
Sun 28/3 kl. 13:00 Fim 22/4 kl. 13:00 Aukas. Sun 9/5 kl. 15:00
Sun 28/3 kl. 15:00 Fim 22/4 kl. 15:00 Aukas. Lau 15/5 kl. 13:00
Mið 7/4 kl. 17:00 Lau 24/4 kl. 16:00 Lau 15/5 kl. 15:00
Lau 10/4 kl. 13:00 Sun 25/4 kl. 13:00 Sun 16/5 kl. 13:00
Lau 10/4 kl. 15:00 Sun 25/4 kl. 15:00 Sun 16/5 kl. 15:00
Sun 11/4 kl. 13:00 Lau 1/5 kl. 13:00
Sprellfjörug sýning um gleðisprengjuna ómótstæðilegu!
Hænuungarnir (Kassinn)
Fim 18/3 kl. 20:00 Lau 10/4 kl. 20:00 Fös 23/4 kl. 20:00
Fös 19/3 kl. 20:00 Þri 13/4 kl. 20:00 Aukas. Þri 27/4 kl. 20:00 Aukas.
Lau 20/3 kl. 20:00 Mið 14/4 kl. 20:00 Aukas. Mið 28/4 kl. 20:00 Aukas.
Þri 23/3 kl. 20:00 Aukas. Fim 15/4 kl. 20:00 Fim 29/4 kl. 20:00 Aukas.
Fim 25/3 kl. 20:00 Lau 17/4 kl. 20:00 Fös 30/4 kl. 20:00 Aukas.
Fös 26/3 kl. 20:00 Þri 20/4 kl. 20:00 Aukas. Lau 1/5 kl. 20:00
Mið 7/4 kl. 20:00 Aukas. Mið 21/4 kl. 20:00 Sun 2/5 kl. 20:00 Aukas.
Fim 8/4 kl. 20:00 Fim 22/4 kl. 20:00 Aukas.
Allt að verða uppselt - aukasýningar komnar i sölu!
Miðasala í Háskólabíói » Sími 545 2500 » www.sinfonia.is
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Í kvöld kl. 18.00 Vinafélagskynning - Súpa og spjall
Árni Heimir Ingólfsson kynnir verkin á Kaffitorginu í
Neskirkju fyrir tónleikana.
Allir velkomnir.
Í kvöld kl. 19.30 60 ára afmælistónleikar SÍ
Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba
Einsöngvarar: Sarah Connolly & Hillevi Martinpelto
Mótettukór Hallgrímsskirkju
Hafliði Hallgrímsson: Norðurdjúp (frumflutningur)
Gustav Mahler: Sinfónía nr. 2
Upprisusinfónían svokallaða verður flutt af rúmlega
tvö hundruð listamönnum.
Ekki missa af þessu einstaka tækifæri!