Morgunblaðið - 18.03.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.03.2010, Blaðsíða 25
                                                                                                                                                                                                                                                                         MYND ársins er sá atburður íslenskrar ljósmyndunar sem er hvað stærstur á ári hverju. Af þeim sök- um hefur maður til hans miklar vænt- ingar en gerir jafn- framt ríkar kröfur. Að keppa í ljósmyndun hljómar í raun ekki gáfulega. Leikreglur eru eins misjafnar og meðlimir dómnefndar og huglægt mat henn- ar ræður mestu um útkomuna. Þó hlýtur hver og einn ljósmyndari að leggja metnað sinn í að senda að- eins það besta til sýningar, eitt- hvað sem vekur fólk til umhugs- unar. Slíkt er eðli góðra fréttamynda að þær vekja spurningar jafnt sem svara þeim. Sumum hverjum verð- launamyndanna hefði mátt sleppa, t.d. yfirmáta „fótósjoppuðum“ port- rettmyndum og auglýsingum fyrir bari. Slíkar myndir hafa engan til- gang á sýningu sem þessari, ekki frekar en þjóðlegasta mynd ársins, sem er í mínum huga sorglegasti verðlaunaflokkur hvers árs. Sú staðreynd að ekki er til hefð fyrir „documentar“-ljósmyndun á Íslandi gerir einnig að verkum að sú sería sem mér þykir skara fram úr á sýningunni, eftir Guðmund Frey Vig- fússon, hlaut ekki verðlaun, enda ekki fréttasería heldur heimildasería og eng- inn verðlaunaflokkur til. Myndröð ársins virðist valin vegna þess að hún var sú skásta fréttatengda. Varla getur það verið vegna hugmyndar dómnefndar um frétt- næmi og myndmál, þar eru heild- arhughrif í seríu Heiðu Helgadótt- ur mun sterkari, þótt sést hafi betri myndir frá byltingunni. Ég verð samt að spyrja mig af hverju hvorki mynd ársins né myndröð ársins er úr flokki stærsta atburð- ar ársins. Að mér læðist sá grunur að sum- ar af bestu myndunum séu alls ekki frá þeim atvinnumönnum sem starfa við fjölmiðla eða geta gengið til liðs við BLÍ. Sá grunur læðist líka að mér að sú saga sé hárrétt að fremstu ljósmyndarar landsins hafi verið að mynda kleinuhringi á venjulegri vakt þegar mesta þjóð- félagsumrót síðari tíma fór fram. Það læðist að mér sá grunur að enginn fjölmiðill hafi hugsað um verðleika myndrænnar frásagnar af atburðum frá upphafi til enda. Því hafi enginn einn, tveir eða fleiri verið tilskipaðir að leggja áherslu á þá atburði. Þeim hafi flestum verið uppálagt að fara í sína röð. Svo kæmi í ljós hvort þeir mynduðu kleinuhringi eða koll- steypu þjóðfélags. Í ljósi þess að tilnefnd til blaða- mannaverðlauna var umfjöllun um húsnæðismarkaðinn sem innihélt myndskreytingu spyr maður sig aðeins um gildismat ráðandi fjöl- miðla, en einnig verður maður að spyrja sig að því hvers vegna þær myndir eru ekki á sýningunni. Hvar eru myndraðirnar um at- vinnuleysi, hálftómar byggingar og hrun? Hefði ekki mátt sjá ein- hverjar slíkar í stað hesta á blóma- engi? Aðeins ein mynd af slíkum raun- veruleika í íslenskri menningu kemur upp í hugann en það er mynd Kristins Ingvarssonar af uppboði í Ölfusi. Hér er á ferð lakasta sýningin í portrettgeiranum sem ég hef séð í mörg ár. Þó þykir mér sem átaka- laus sería Golla af listamönnum slái við þeirri uppskrúfuðu uppstill- ingu af forsetanum sem valin var og er ein af síðri myndum sem ég hef séð frá ljósmyndara sýning- arinnar, nema ef vera skyldi port- rett hennar af Sigmundi Erni. Í mínum huga stendur Heiða upp úr, enda sá ljósmyndari sem er mest leitandi og því fjölbreytni mynda hennar mikil. Gaman er t.d. að bera saman mynd Golla og Heiðu af Snorra Ásmundssyni listamanni. Þar er Heiða mjög leitandi í ramma og mikið að gerast en í lát- leysi sínu nær hins vegar Golli mun betri tengingu við Snorra. Yfirburðaljósmyndari sýning- arinnar hefur á síðustu árum verið að þróa með sér mjög skemmtilegt myndmál og ég hvet alla til að skoða myndir Braga Þ. Jós- efssonar vel og vandlega því þar er á ferð eitthvert þroskaðasta mynd- mál sýningarinnar, fullt af mann- legri hlýju, fyndni og formrænni fagurfræði. Slík tilfinning er ekki landlæg í íslenskum ljósmyndum og frekar að ljósmyndarinn, með hávaða og látum, troði upp á áhorf- andann kunnáttu sinni í tölvu- tækni, lýsingu eða þeirri list að fá viðfangsefnið til að haga sér eins og fífl. Tímaritsmynd ársins er í mínum huga besta myndin í öllum flokkum nema fréttum. Í einni mynd er mér sagt meira en í mörgum hinna myndanna. Hún er mynd sem spyr og svarar. Hún er ljósmynd sem í kristallast list frásagnarinnar. Þá list mættu margir félagsmanna BLÍ íhuga. Ég veit að margir geta betur og veit líka að til eru margir betri og verð því að spyrja: Hvar eru port- rett Kristins eða myndir eftir Rax og Einar Fal? Hvar er metnaður íslenskra blaðaljósmyndara? Dó hann með metnaðarleysi íslenskra blaðaútgefenda sem lítinn skilning virðast hafa á mikilvægi ljósmynd- unar? Þegar hins vegar sú stað- reynd blasir við að margverðlaun- aður ljósmyndari á sýningum BLÍ starfar við pípulagnir í dag en ekki sem aðalljósmyndari fjölmiðils þá blasir í raun ekki við svo björt mynd af ljósmyndun í íslenskum prentmiðlum. Fréttamynd ársins að mínu mati er ekki með á sýningunni. Í þeirri mynd kristallast hins vegar allt það er prýðir góða fréttamynd. Það er augnablikið, mikill kraftur, átök, fréttagildi, hún er myndrænt vel uppbyggð, segir sögu sem og vekur spurningar um einn umtal- aðasta atburð seinni tíma. Sá at- burður hefur meiri áhrif á líf og sjálfsmynd þjóðar til framtíðar en brunnið hótel. Ómynd ársins Eftir Kristján Logason » Að mér læðist sá grunur að sumar af bestu myndunum séu alls ekki frá þeim atvinnumönnum sem starfa við fjölmiðla eða geta gengið til liðs við BLÍ. Kristján Logason Höfundur er ljósmyndari. HALDA Íslendingar að þeir geti neitað að borga skuldir sínar eða skotið sér undan al- þjóðlegum skuldbind- ingum með því að leggja þær undir þjóð- aratkvæði? Ef marka má fjölmiðla undan- farið standa ýmsir evr- ópskir ráðamenn í þeirri trú. Ekki er von að samningsstaða Íslands batni meðan slíkar hugmyndir eru út- breiddar. Dag eftir dag má lesa í erlendum fjölmiðlum að Íslendingar hafi neit- að að standa við skuldbindingar sín- ar vegna Icesave. Eins og deilan birtist þar virðist hún tilkomin vegna skuldseiglu Íslendinga og snúast fyrst og fremst um það hve háa vexti skuli greiða af lánum. Í ljósi þeirra samninga sem Alþingi hefur samþykkt í tvígang er engin furða að slík vitleysa skuli vaða uppi. Ekki er hægt að ætlast til að erlend- ir fjölmiðlar átti sig á því – eða trúi því – að afstaða íslenskra ráðamanna í málinu sé önnur en afstaða þjóð- arinnar. Íslenskir ráðamenn vilja nánast einir Íslendinga verða við öllum kröfum Breta og Hollendinga. Þeim hefur hins vegar mistekist að út- skýra réttmæti afstöðu sinnar fyrir kjósendum. Sá samningur sem þeir samþykktu sjálfir var felldur með 93% greiddra atkvæða í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Ástæða þess var ekki sú, eins og fjármálaráðherra Svíþjóðar virðist telja, að Íslend- ingar vilji ekki greiða skuldir sínar. Hún var sú að íslenskum almenningi hefur ekki verið sýnt fram á að hann beri ábyrgð á þeim kröfum sem ráðamenn þjóðarinnar vilja að hann greiði. Er þessi grundvallar- staðreynd málsins svo flókin að ís- lenskir ráðamenn geti ekki útskýrt hana fyrir starfsbræðrum sínum í öðrum löndum? Engin þjóð axlar ótilneydd skuldir sem óvíst er að hún beri ábyrgð á. Segir það sig ekki sjálft? Íslendingar telja sig ekki hafa gengið á bak orða sinna eða vanrækt skyldur sínar gagnvart öðrum þjóðum. Þeir telja hins vegar að kröfur Breta og Hol- lendinga byggist á óljósum grundvelli. Er óskhyggja að ætlast til þess af ráðamönnum þjóðarinnar að þeir komi afstöðu Ís- lendinga á framfæri erlendis og hagi vinnu sinni að lausn deilunnar í sam- ræmi við hana? Icesave-deilan er milliríkjadeila. Málalyktir hennar velta því mjög á alþjóðlegum stuðningi. Rök mega sín einskis gegn pólitísku ofurefli. Til að eiga nokkra sigurvon verða Ís- lendingar að afla sér bandamanna. Hér hafa íslenskum ráðamönnum fatast tökin og það svo mjög að helstu vinaþjóðir okkar standa nú með óvinum okkar. Meðan svo er munu sanngjarnir samningar aldrei nást. Stattu upp sjálfur, Steingrímur Eftir Flóka Ásgeirsson »Hér hafa íslenskum ráðamönnum fatast tökin og það svo mjög að helstu vinaþjóðir okkar standa nú með óvinum okkar. Flóki Ásgeirsson Höfundur er námsmaður. Umræðan 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.