Morgunblaðið - 18.03.2010, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Miklar um-byltingareru í fjöl-
miðlun og er net-
væðing mestur ör-
lagavaldur í
augnablikinu.
Prentmiðlar hafa
um allan heim
fengið að kenna á þeirri þróun.
Eru þeir sjálfir eða útgáfur
þeirra reyndar einatt fyrirferð-
armiklar á vefnum. Þeir gætu
því virst í samkeppni við mik-
ilvæga starfsemi á eigin vegum.
En það er ekki endilega svo.
Fjölmiðlar geta unnið vel sam-
an og verið til fyllingar og einn
armur fjölmiðlafyrirtækis get-
ur fylgt tækniþróuninni eftir á
meðan annar sinnir hefðbundn-
ari þáttum af myndarskap. Slík
samvinna auðveldar mönnum
einnig að skynja fyrr en ella
hvað hentar best einstökum
greinum fjölmiðlunar.
Í öllu umrótinu hafa tímarit
einnig lent í nokkurri tilvist-
arkreppu. En þau hafa einnig
náð að laga sig að breyttum
tímum með skarpari áherslum
og grípandi efnismeðferð.
Mætti nefna þau mörg þessu til
staðfestingar. Að sinni skal þó
aðeins eitt nefnt. Tímaritið
Þjóðmál sendi 1. hefti 6. ár-
gangs nýlega frá sér. Það er í
senn vandað og forvitnilegt
enda kennir margra grasa.
Þannig er þar gerð vönduð út-
tekt á hinu undarlega máli um
bráðnun jökla Himalaja-fjalla.
Þar er fjallað um mál sem náði
eyrum fjölda ráðamanna og vís-
indamanna og varð suga fjár-
magns og fræðilegrar upphafn-
ingar og margir börðu sér á
brjóst. Á daginn
kom að forsend-
urnar sem á var
gagnrýnislaust
byggt reyndust
feysknar í meira
lagi. Hafa vísinda-
menn sem mjög
hefur verið hampað
verið á harðahlaupum undan
fyrri fullyrðingum.
En einn undarlegasti þátt-
urinn sem Þjóðmál gerir úttekt
á snýst um hvernig íslenskur
þjóðhöfðingi reyndi með undra-
verðum árangri að þrengja sér
upp á hið asíska leiksvið með
fyrrum fréttastjóra Dagblaðs-
ins (!) sem sérlegan hjálp-
arkokk. Má segja að þeir fé-
lagar hafi trónað furðu lengi á
toppum Himalaja-fjalla en nú
sé farið að gusta óþægilega um
þá. Látum hafði ekki verið linnt
fyrr en búið var að tryggja
þeim síðarnefnda loforð um
milljónatuga styrk frá Carne-
gie-stofnuninni í New York, svo
hann gæti í samstarfi við for-
setaskrifstofuna í Reykjavík
fylgt bráðnunarmálinu í Him-
alajafjöllum eftir. Er þessi út-
tekt tímaritsins öll ævintýri lík-
ust. Er með ólíkindum að ekki
hafi verið gerð opinber grein
fyrir þessu sérstæða máli.
Þótt þessi athyglisverða út-
tekt Þjóðmála sé nefnd sér-
staklega er þetta hefti sneisa-
fullt af margvíslegu öðru
áhugaverðu efni, jafnt á sviði
stjórnmála, efnahagsmála,
sagnfræði og bókmennta og er
þá ekki allt nefnt. Fer ekki á
milli mála að þetta tímarit er
gefið út af miklum metnaði og
er árangurinn eftir því.
Hvernig tókst
forseta Íslands og
aðstoðarmanni
utanríkisráðherra
að príla upp á
Himalaja-fjöll?}
Áhugaverð Þjóðmál
Seðlabankinntelur áhættu-
samt að afnema
gjaldeyrishöftin
eða lækka vexti í
stórum skrefum.
Þess vegna ákvað
hann í gær að lækka vexti að-
eins um hálfa prósentu í níu
prósent. Þetta kemur fram í yf-
irlýsingu bankans í gær, en þar
segir einnig að verðbólguþróun
hafi í meginatriðum verið fyr-
irséð og að verðbólgan muni
hjaðna að markmiðum seint á
árinu.
Bankinn telur styrkingu
krónunnar að undanförnu vera
rök fyrir lækkun vaxtanna nú
og vissulega er þróun krón-
unnar athyglisverð í ljósi
þeirra endurteknu hrakspáa
sem gengið hafa yfir þjóðina á
síðustu misserum í tengslum
við umræðuna um Icesave og
fyrirgreiðslu Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins. Miðað við hrak-
spárnar hefði krónan átt að
gefa eftir en þróunin hefur ver-
ið jákvæð sem seg-
ir sitt um hrak-
spárnar.
Á hinn bóginn er
nauðsynlegt að
hafa hugfast að
þegar gjaldeyr-
ishöft eru við lýði er ekki hægt
að leggja sams konar mat á
þróun gengis krónunnar og við
eðlilegar aðstæður. Ríkisvaldið
hefur tekið ákvörðun um að
viðhalda gjaldeyrshöftunum
langt umfram það sem æski-
legt hefði verið og þar með hafa
lögmál á gjaldeyrismarkaði
verið tekin úr sambandi. Það
sem þó er enn alvarlegra er að
á sama tíma er ákveðið að
halda vöxtum háum, sem hefur
lamandi áhrif á atvinnulífið og
veikir um leið krónuna.
Stjórnvöld geta ekki leyft
sér að bíða lengur. Þau verða
að taka af skarið, afnema höft-
in, lækka vexti og hleypa þann-
ig krafti í atvinnulífið. Skrefið
sem tekið var í gær var í rétta
átt, en allt of stutt.
Atvinnulífið þarf
umtalsverða vaxta-
lækkun og afnám
gjaldeyrishafta}
Allt of stutt skref
K
ristján Þór Júlíusson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, er örugg-
lega flesta daga sanngjarn mað-
ur, eins og íhaldsmenn eru mjög
gjarnan. En stjórnmálamenn
telja sig stundum ekki hafa efni á sanngirni.
Flokkshagsmunir banna þeim slíkan lúxus.
Þetta verðum við hin að umbera, enda hafa
góðmennska og sanngirni ekki komið nokkr-
um manni áfram í pólitík, ekki einu sinni Jó-
hönnu Sigurðardóttur.
Kristján Þór ritar grein í Morgunblaðinu
síðastliðinn þriðjudag undir yfirskriftinni
Þreyttur maður verður að víkja. Þar er að
finna harkalega gagnrýni á sprækasta mann
ríkisstjórnarinnar, Steingrím J. Sigfússon,
manninn sem stendur vaktina öllum stundum
meðan samráðherrar hans í ríkisstjórn fela
sig í ráðuneytum sínum og mæta helst ekki í fjölmiðla af
ótta við að fá óþægilegar spurningar.
Steingrímur sagði á dögunum að hann væri orðinn
þreyttur á því kjaftæði að ríkisstjórnin gerði ekkert fyrir
fólkið í landinu. Kristján Þór grípur þessi orð fjármála-
ráðherrans og snýr út úr þeim á allan hátt. Niðurstaða
hans er að Steingrímur sé úrræðalaus og svo þreyttur að
hann sé sjálfum sér og öðrum til ama, og eigi því að víkja.
Nú ætti öllum sæmilega sanngjörnum mönnum að
vera ljóst að Steingrímur J. Sigfússon var ekki að niður-
lotum kominn þegar hann sagðist vera orðinn þreyttur á
kjaftæðinu um aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar. Hann
var að verja á afdráttarlausan hátt verk ríkis-
stjórnarinnar.
Þar sem Kristján Þór er dyggur
sjálfstæðismaður á hann að skilja að ákveðni
er góður eiginleiki í fari formanns stjórn-
málaflokks. Sjálfstæðismenn hafa alla jafna
lagt mikið upp úr slíkum eiginleika. Þeir vita
að formaður stjórnmálaflokks á að svara fyrir
sig af röggsemi og jafnvel berja í borðið ef því
er að skipta. Ekki er langt síðan Sjálfstæð-
isflokkurinn átti líkan leiðtoga þótt hann eigi
hann ekki nú.
Ítrekað hefur komið fram í skoðanakönn-
unum að Steingrímur J. Sigfússon nýtur
meira trausts meðal þjóðarinnar en aðrir
stjórnmálamenn. Það er ekkert undarlegt að
sjálfstæðismönnum svíði það að færasti
stjórnmálamaður sem nú er starfandi skuli
vera sósíalisti og í flokki sem er á móti atvinnuuppbygg-
ingu, hagvexti og stóriðju, svo einungis sé fátt eitt nefnt
af því sem kemur upp í hugann þegar Vinstri-grænir
eiga í hlut. Það væri ólíkt skemmtilegra fyrir sjálfstæð-
ismenn (og hægri krata) að sjá öfluga forystu í stjórn-
málaleiðtoga sem styður atvinnuuppbyggingu, hefur
hæfilega ást á fjármagninu, trúir á einstaklings-
framtakið og lítur ekki á stóriðju sem aukabúgrein djöf-
ulsins.
Eini mótleikur sjálfstæðismanna gegn hinum óþreytta
Steingrími J. er að tefla fram þrautseigum leiðtoga með
ótvíræða forystuhæfileika. kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Berþórsdóttir
Pistill
Engin þreyta, Kristján Þór!
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
L
ögreglan innir ýmislegt af
hendi sem aðrar stofn-
anir geta gert. Þetta
kom fram við greiningu
embættis ríkislög-
reglustjóra á grunnþjónustu lögregl-
unnar. Verkefni sem lögreglan sinnir
en ekki er kveðið á um í lögum eða
reglugerðum – teljast hvorki til
grunnþjónustu né stoðþjónustu – þarf
að meta og víst þykir að einhver verk-
efni verði flutt til annarra.
Mikið hefur verið rætt og ritað um
niðurskurð í löggæslu, hvort of langt
hafi verið gengið og hvort lögregla
geti yfirleitt sinnt grunnþjónustu-
hlutverki sínu. Til þess að sannreyna
hið síðara þarf að skilgreina grunn-
þjónustuna. Það hefur ekki verið gert
áður svo vitað sé og er í vinnslu hjá
ríkislögreglustjóra. Fyrir áramót skil-
aði embættið skýrslu sem dómsmála-
ráðherra segir vera fyrsta áfanga í
langri vegferð. Verkefnið er enda ærið
og æskilegt að fleiri komi að slíkri
vinnu en færri.
Vandasöm vinna framundan
Ríkislögreglustjóri metur stöðuna
þannig, að í lögum þurfi að koma skýr-
ar fram að verkefni sem lögreglan
hefur verið að sinna venju samkvæmt
sé á ábyrgð annarra svo að hún geti
einbeitt sér betur að þeim verkefnum
sem henni ber skylda til. Auk þess séu
verkefni sem lögreglumenn sinna skv.
lögum en eru þess eðlis að aðrir opin-
berir starfsmenn geti sinnt þeim.
„Við verðum að flokka hvað telst til
þess sem lögregla á að gera, hvað telst
til grunnþjónustu hennar. Hvað er
nauðsynlegt fyrir samfélagið og án
hvers getum við ekki verið þegar
kemur að lögreglu,“ sagði Ragna
Árnadóttir dómsmálaráðherra á Al-
þingi fyrr í vikunni.
Ragna segir að um vandasama
vinnu sé að ræða, enda geti lögregla
ekki setið uppi með það, að svara fyr-
ir að hún sinni ekki ákveðnum verk-
efnum sem tekin hafa verið af henni,
þó fólki eða samfélaginu eða ríkis-
valdinu finnist kannski að hún eigi að
sinna þeim þrátt fyrir allt.
Lögregla aðstoðar sjúklinga
Hér til hliðar eru dæmi um verk-
efni sem ríkislögreglustjóri mælir
með að verði færð frá lögreglu, en
listinn er ekki tæmandi. Meðal ann-
ars kemur fyrir að kallað er eftir lög-
reglumönnum á hjúkrunarstofnanir
um nætur, s.s. til að færa sjúklinga
sem dottið hafa úr rúmi eða til sam-
bærilegra verkefna. Koma þau útköll
m.a. til þar sem aðeins einn starfs-
maður er á vakt og þarf því aðstoð.
Þetta staðfestir Stefán Eiríksson,
lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins,
og tekur fram að lögreglan skorist
aldrei undan því ef menn þurfi á hjálp
hennar að halda. „En það sem ég tel
mikilvægt, er að ekki sé skorið niður
á öðrum stöðum á þeirri forsendu að
treyst sé á aðkomu lögreglu. Það er
ekki verkefni lögreglu að aðstoða
sjúklinga á hjúkrunarheimilum.“
Hann bætir við að vel sé hægt að
skipuleggja starf hjá öðrum opinber-
um aðilum þannig að það auki ekki
álag innan lögreglunnar.
Stefán segir mikilvægt að fara yfir
öll slík atriði og flytja frá lögreglu
verkefni sem ekki eiga heima þar, og
eiga jafnvel betur heima einhvers
staðar annars staðar. Eins störf sem
ekki er eðlilegt að lögregla sinni, s.s. í
samræmi við það meginhlutverk sem
henni er ætlað lögum samkvæmt.
Morgunblaðið/Frikki
Við störf Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins skrifar stöðumælasekt.
Verkefnum sinnt sem
auðvelt er að færa til
Á lögreglan að sinna þeim 527
verkefnum sem henni er falið
samkvæmt lögum og reglugerð-
um? Dómsmálráðherra segir:
„Nei, það getur hreinlega ekki
verið.“
VERKEFNI SEM
FÆRA Á ANNAÐ
Ríkislögreglustjóri
lagði til í áfanga-
skýrslu sinni að allar
leyfisveitingar sem
eru í höndum lög-
reglu, s.s. vegna sprengiefnis, skot-
vopna og þungaflutninga verði
færðar til annarra stofnana.
Einnig að boðanir, fyrirköll og
birtingar dóma og annarra bréfa
verði færð í hendur stefnuvotta og
póstsins.
Jafnframt að öll að-
stoð vegna minnihátt-
ar umferðaróhappa,
þar sem ekki verða
slys á fólki, verði færð
til tryggingarfélaganna, Umferð-
arstofu eða Umferðarráðs.
Þó ber að taka fram að
hvað varðar birtingar
og boðun er fyrir-
kallsdeild á höfuð-
borgarsvæðinu, en á
öðrum stöðum sinnir lögreglan
þeim verkefnum og teljast þau tíma-
frek.
Jafnframt bjóða tryggingafélögin
upp á þjónustu fyrir viðskiptavini
sína lendi þeir í umferðaróhöppum
á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla
hefur því getað einbeitt sér frekar
að áhættuhegðun í umferðinni, með
góðum árangri.