Skólablaðið - 01.04.1962, Blaðsíða 2
BÓKAÚTGÁFA . BÓKABÚÐ
Laugavegl18
Slmar 18106 . 1 5055
P. O. Box 392
REYKJAVÍK . lSLAND
Meðal skáldsagna, sem gefnar eru út nú f vor 1 Bretlandi, má nefna
Island, Utopiusögu eftir Aldous Huxley, sem hefur hlotið góða dóma
x blöðum, Down There on a Visit eftir Cristopher Isherwood og
The Man Eater of Malgudi eftir R. K. Narayan, hinn indverska
Chechov. Allar þessar bækur eru komnar í verzlunina nú ásamt
hinni nýju bók Richard Yates : Revolutionary Road, sem hlotið hefur
einróma lof amerískra gagnrýnenda, þ. á m. Tennessee Williams.
Tveir rithöfundar, sem fengið hafa Prix des Editeurs í Formentor,
eru nú fyrsta sinni kynntir enskum lesendum, Juan Garcia Hortelando,
Spánverji, með bók sinni Summer Storm og Argentínumaðurinn Jorge
Luis Borges með úrvali smásagna, en hinn siðarnefndi hlaut hin
eftirsóttu verðlaun síðast liðið ár ásamt Samuel Beckett. Leikrit
Beckett: Happy Days verður gefið út bráðlega hjá Faber & Faber,
en það mun verða frumsýnt \ London i sumar.
Hin nýj a ljóðabók George Barker : The View from a Blind I, er
væntanleg innan skamms.
Og svona mætti lengi telja. Ný bók væntanleg í suraar eftir J. B.
Priestley, The Shapes of Sleep; ný bók , Sylva eftir Vercors ; The
Red Peony, ný bók eftir Lin Yutang, nýjar bækur eftir Simenon,
Iris Murdoch, Storm Jameson, Mary Renault o. fl. o. fl.
Sjálfsævisögur Pierre Teilhard de Chardin, Marcel Pagnol, Romain
Gary, Dalai Lama o. fl. o. fl. og Painful Details, Viktoríanskar
hneykslissögur, þar sem útgefendur lofa miklu lesmáli milli lína.
Við látum hér staðar numið að sinni, en veitum nánari upplýsingar
í næsta blaði, þegar vænta má, að gagnrýnendur hafi lýst áliti sinu
á obbanum af vorútgáfunni.
BOKABÍJÐ MALS OG MENNINGAR
Laugavegi 18
Danfels
FMölrltunarBtofa
níela Halldórssonar