Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1962, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 01.04.1962, Blaðsíða 8
92 - ,rHNN 'Efc VISSI KAKLIWK, 5EH 'feLLUM STLíL/PUM VAl/H" "Minnstu þess, að þér er ætlað að leika það hlutverk, sem meistarinn hefur úthlutað þér, hvort sem það er mikið eða lítið. Ætli hann þér að vera lítils- virtur, þá taktu því vel, eða krypplingur eða embættismaður eða borgari, þá stattu í stöðu þinni, og gerðu þitt bezta." Þetta sagði Epiktetos hinn gríski á sínum tíma, og þótt mikið vatn sé til sjávar runnið, siðan hann leið, þá eiga þessi orð alltaf jafnmikinn rétt á sér. Menn eru ætíð að svíkjast undan, þótt á misjafnan hátt sé. Flestallir svíkjast, meira eða minna, undan siðferðislegum skyldum við sjálfan sig, og er það að vísu verst fyrir viðkomandi aðila. Svo eru aftur aðrir, sem láta svik sín bitna á öðrum, og er það öllu verra. Einn af þeim er Sverrir Hólmarsson, sá er ritstýrir þessu blaði. Eftir því, sem mér er tjáð, mun Sverrir hafa fæðzt með þann draum í kollinum að verða fyrr eða síðar rit- stjóri Skólablaðs Lærða skólans f Reykja- vík, og trúi ég því mæta vel, þegar ég hef það í huga, hversu ákaft Sverrir hefur sótzt eftir starfinu. Ættu menn að muna fall hans fyrir Einari Má og nauman sigur yfir Júniusi Kristinssyni. Sögðu sumir, að Sverrir hefði átt sigur- inn að þakka vinsældum sinum meðal kvenpenings 3. bekkjar, og getur það vel verið. Er ég ekki að ásaka stúlku- kindurnar, þar sem ég held ekki, að um þær hefði mátt segja það, sem O. Wilde sagði forðum : "Konur hafa undursam- legt hugboð um hlutina ; þær uppgötva allt nema það, sem liggur í augum uppi". Það lá nefnilega alls ekki í augum uppi, að Sverrir mundi reynast verr en mót- stöðumaðurinn, hefði sá náð kosningu. Sverrir hafði í Skólablaðinu sýnt, að hann var ágætum gáfum gæddur, og um áhugann gat varla nokkur maður efast, þar sem honum virtist svo annt um embættið, að hann hætti á það að falla í annað sinn, einungis til að fá að sjá sólu sina risa sem ritstjóri. £g er alls ekki svo vondur maður, að eg í- myndi mér, að Sverrir hafi verið fyrir- fram ákveðinn 1 þvi að standa sig verr en fyrirrennarar hans í starfinu. Síður en svo. Hélt ég, ( og held reyndar ennþá ) að hann hafi haft ótakmarkaðan áhuga og gert sér vonir um góðan á- rangur. En þvi miður virðist Sverrir hafa misst þennan áhuga, því um hæfi- leikana efast ég ekki. Eins og öllum er kunnugt, greiða þeir nemendur, sem áskrifendur eru að blaðinu, allháa fjárupphæð fyrir blöð sin, án þess þó að hafa nokkra tryggingu fyrir því, hvernig þau verði eða hversu mörg. Þar af leiðandi er ábyrgð rit- stjóra og ritnefndar allmikil og baga- legt, ef þessir menn svíkjast undan skyldum sinum, sem ég fullyrði að þeir hafi flestir gert. Er þá hlutur höfuð- paursins, Sverris Hólmarssonar, ekki minnstur. Þar að auki hafa þeir flestir, ef ekki allir, brotið lög skólafélagsins. Menn þessir eru því komnir á svartan lista hjá mér og öðrum, sem eitthvað hafa nennt að kynna sér þessi mál, og svo að sjálfsögðu hjá Epiktetos, en vona skulum við, að gamli maðurinn rísi ekki upp úr gröfinni, heldur láti sér nægja að bylta sér, þegar verst er svikið. Skal ég nú rökstyðja þessar aðdróttanir mínar : í 23. gr. skólalaganna segir : "Allt efni, sem blaðinu berst, skal bor- ið undir ritnefnd og birtist það því að- eins, að hún samþykki. " Þetta hefur því miður verið brotið. Ég hef að vísu aldrei orðið fyrir þessu sjalfur, en aftur á móti veit ég með vissu um þrjá all- þekkta menn innan skólans, sem sent

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.