Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1962, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 01.04.1962, Blaðsíða 12
- 96 - ef krakkarnir ekki hættu að kvelja mig, þá segði hann bara frá þeim, ha, ha, ha, og það fór aftur að verða voða gaman og ég fór niður á klósett og sótti mér aðra blöndu í sturtukássann og þurrkaði burtu tárin og snýtti mér. En ekki er ein báran stök, því þegar ég kom upp aftur, þá var kvenmaðurinn farinn niður að twista við, ég held fjand- ann sjálfan, lítinn horaðan og bólugrafinn déskota, sem fetti sig og bretti og söng með furðulega ljótri rödd um B. B. , og ég fór aftur að gráta og í þetta skipti var það engin uppgerð, og allir horfðu á mig af forundran og Berti Muller fór að spila lag, sem ég held að heiti " baby sitting púki eða eitthvað þess háttar. Þetta þótti greinilega feikna grín og all- ir klöppuðu og æptu , en ég tok á rás til dyra. Ég hljop til fatahengis og náði mér í frakka, sem var miklu verri en sá ,sem ég var í þegar ég kom, og þegar ég var að troða mér í hann kom Einar Már og klappaði á öxlina á mér og sagði : "Taktu þetta ekki svona nærri þér, frændi sæll, ég þekki kvenfólkið, " en ég anzaði þvf engu og hljóp til dyra og út, og brennivínsflaskan, full að 2/5, varð eftir í sturtukassanum á klósett- inu. Eg náði í. síðasta áætlunarvagninn til Hafnarfjarðar og þegar ég kom heim háttaði ég ofan í rum og fór að reyna að lesa í "Fiskarnir" eftir Bjarna Sæ- mundsson, en tárin leituðu fram í augun á mér, svo stafirnir á blaðsíðunni döns- uðu rokk og twist, rokk og twist......... og ég grétt mig x svefn. I Hafnarfirði eru draumar manna öðruvísi erx annars staðar. Þar er fiskiþorp. Þar dreymir menn um fiska, litla fiska með kvikum uggum og gyllt- um sporði, sem skjótast í óþreytandi feluleik milli grænblárra þaragreinanna í djúpinu, stóra, slittislega fiska, með köldum augum og gráðugum kjafti, fiska, sem svamla rólega milli þaratrjánna og djúpgróðursins og bíða þess að sjá lít- inn fisk skjótast, þá gleypa þeir hann með stöðugu hjarta og köldu blóði,depla kannske örlftið sínum freðnu augum og segja : "Tarna var góður biti. " Þessa nótt voru draumfarir mínar lfkar og annarra Hafnfirðinga, mér þótti ég sjá stóran fisk, með köldum augum og gráðugum kjafti, sem gapti við torfu smærri fiska, er rokkuðu og twistuðu í ginihans,en 1 miðri torfunni voru nokkr- ir litlir fiskar, með gylltum sporði og kvikum uggum, sem börðust á móti straumnum, og angistarfullur baráttu- vilji skein úr grænum augum þeirra, en kringum þá rokkuðu bræður þeirra og systur og sógðu : "Blessaðir verið þið ekki að þessu menningarpípi" og litlu fiskpíurnar æptu rokk og twist og stóri fiskurinn með köldu augun og graðuga kjaftinn hló, hann skellihló...... Böðvar Guðmundsson.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.