Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1962, Blaðsíða 7

Skólablaðið - 01.04.1962, Blaðsíða 7
91 Þegar við höfðum rétt komið út fyrra tölublaði ''BUSANS", tveim dögum fyrir miðsvetrarpróf, kom stóri broðir "SKÖLABLAÐIÐ", fyrir almenningssjónir 1 þriðja sinn á þessum vetri. Það er alltaf gaman að sjá nýtt Skóla- blað, alltaf einhver eftirvænting. En hve lengi getur vont versnað? Ég held að lengra verði varla komizt, ekki innan M.R. , sem hefur á að skipa 700 nem- endum, sem flestir myndu skrifa, væru þeir hvattir til þess. Blaðið er með allra þynnsta móti, yfirfullt af leiklistar- gagnrvni manna, sem lítið eða ekkert vit hafa a. Þáttinn "leiklist" hefði mátt fylla með annari greininni af hinum tveimur. Flestir eru einnig orðnir leiðir á viðtölum við ölaf R. Grímsson, þó að maðurinn sé hreint afbragð og Einar Már sé vel pennafær, þá er of mikið að eyða þremur síðum í þá kumpána. I ritstjórnargreininni, Editor Dicit, kem- ur skýrt fram lestrarhneigð tittnefnds Sverris og velvilji hans gagnvart bóka- safninu og sé það í lagi, en hann hefur ekki umboð til að úthúða dansinn og hljóðfæraleikinn í íþöku. Ef þeirra hljóð- færaleikara, sem þar hafa lagt fram vinnu í vetur, hefði ekki notið við,hefðu dansiböllin verið ærið fámenn og þar af leiðandi íþaka á hausnum efnahagslega, en dansinn er nú svotil það eina, sem félagslíf í M.R. býður upp á. Forstandsmenn "SKÖLABLAÐSINS" hafa, að þvf er mér virðist, misskilið hvort tveggja : hlutverk sitt og tilgang "Skólablaðsins". Tilgangur "Skólablaðs- ins" er þrískiptur. I. Þar á að koma fram efni FRA NEMENDUM, sem getur verið margþætt: smásögur, ritgerðir, ljóð, ferðasögur og fleira. II. Þar á að koma fram efni UM NEMENDUR, efni eins og slúðurdálkarnir Quid Novi og Blekslettur, einnig ritdómar og önnur gagnrýni. III. Efni til nemenda. Alls- kyns boðskapur og bréf, sem hinar mörgu deildir félaganna í skólanum þurfa að koma fyrir sjónir nemenda, rit- stjórnargreinar og fleira. Sé þessu blandað hæfilega saman held ég að til- gangi skólablaðsins sé náð. Það er alger smekkleysa að eyða allt að 7 síðum ( af 28 ) í blaðinu undir fyrrnefnda leikgagnrýni, tveim undir lé- legar skopmyndir, þá vel á minnst. Hvaða erindi átti mynd Vilhj. Eyþ. í SKÖLABLAÐIÐ ? Auglýsing? Skrýtla? Ég hef ekki ennþá séð nemendur með flösku í lúkunum í tfmum eða kjams- andi á kvenmannskjömmum á fremsta borði. ( Ef Vilhj. Eyþ. heldur að hann geti teiknað Alfred E. Neumann (kannske með reglustiku eins og annað á mynd- inni ), þá getur hann selt sfnar "græjur" strax ! ). En nóg um það. í blaðinu er þó ýmislegt, sém stend- ur fyrir sínu. Til dæmis er Quid Novi Baldurs Símonarsonar alveg f hinum rétta anda, sem á að vera f hverju Skólablaði. Baldur er með snjallan mönnum hvað snertir blaðamennsku. Grein E. H. um fjárstyrkina er athyglis- verð og nauðsynleg. Það er altalað mál, að margir þeir, sem hljóta styrki, sjást á "SKALLA" með "bokku" strax að úthlutun lokinni ( þó að þeir notist við "spíra" þess á milli), Þeir, sem sjá um úthlutun, eiga að athuga efnahag þeirra nemenda, sem eru utanbæjar- menn og þurfa að greiða allt viðuryæri ( húsnæði, fæði, bækur, skólagjöid, þjón- ustu ) úr eigin vasa. Blekslettur Þ. B. standa fyrir sínu. íþróttaþáttur er nauðsynlegt fyrirbæri í hverju Skólablaði. Sá hópur nemenda, sem stundar íþróttaiðkun jafnframt námi, fer alltaf vaxandi og sé það vel. Þá er það grein I. H. "Frá liðnu sumri'.1 Greinin er dável skrifuð. Það mun nú Frh. á bls. 110.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.