Skólablaðið - 01.04.1962, Blaðsíða 15
- 99 -
lengra og lengra. Annars er ég alls
ekki á naóti trúarbrögðum, og ég ber
mikla virðingu fyrir mönnum, sem trúa."
"Hvað heldurðu þá um siðfræði trú-
arbragða? "
"jú, þegar mannkynið þróaðist, fengu
trúarbrögðin siðrænt innihald, og átti
það mikinn þátt í siðferðilegum þroska
mannsins. En hugmyndakerfi trúar-
bragða skírskota meir til tilfinninga
manna en skynsemi, og því hættir þeim
til að staðna og komast í ósamræmi við
tímann. Tilfinningarnar eru eins og út-
haf, og þær þróast ekki eins og skyn-
semin. "
"En hver er þín siðferðisskoðun? "
"Ég er hrifinn af mörgu í siðfræði
Leo Tzes og Búddha, og margt er einnig
gott í fornnorrænum trúarbrögðum, en
kristin siðfræði er hálfgerð þrælasið-
fræði eins og Niétizsche segir. Hún held-
ur því t. d. fram, að launa skuli illt með
góðu, en með hverju á þá að launa gott ?
Mér finnast orð Konfúsíusar miklu betri:
"Launa skaltu illt með réttlæti. "
En ég held, að vesturlandabúum sé það
lífsnauðsyn að endurskoða alveg sína
siðfræði, því að ástandið í þeim efnum
nú er óþolandi. "
"Hvað heldur þú um framhaldslíf? "
"Það er hrein óskhyggja. "
Nú varð mér litið á bókaskáp Þor-
steins og sá ég, að þar var margt bóka
um stærðfræði og heimspeki, svo að ég
spurði :
"Viltu ekki segja mér eitthvað frá
skoðunum þínum á heimspeki? "
"Heimspekin hefur þróazt af trúnni
og er að sjálfsögðu fullkomnari, því að
lögmál hennar eru orðin óhlutstæð.
Fram að síðustu aldamótum hafa flest
vestræn heimspekikerfi sótt hugmyndir
sínar að meira eða minna leyti til
Platós og annarra grískra heimspekinga,
en það hefur breytzt á síðari árum,vegna
þess að nú eru nýjar hugmyndir í vís-
indum og stærðfræði farnar að hafa áhrif
á heimspekina. Sjáðu til, öll heimspeki-
leg vandamál má leysa upp í deilurum
setningafræði, og til að ráða fram úr
þeim verðum við að kanna þau lögmál,
sem málið lýtur. 1 málinu felast frum-
eindir hugsunarinnar. Rökfræði og
stærðfræði eru eitt, og því hlýtur heim-
spekin að verða stærðfræðileg athugun.
Stærði’ræðin er grundvöllur alls, hún er
hin einu algildu sannindi.
En við vorum að tala um Plató áðan.
Samlíking hans með hellinn er fullkomin,
en nútímaheimspeki viðurkennir engar
frummyndir og neitar því, að við getum
gefið hlutunum einræða túlkun.
William James, amerískur heim-
spekingur, skrifaði um síðustu aldamót
ritgerð, sem hann nefndi "D oes Consc-i-
ousness Exist ? " Þar heldur hann því
fram, að vitundin sé ferill en ekki af-
mörkuð eining. Það er eins og munur-
inn á fljóti og stöðuvatni. Með þessu
móti tekst honum að færa hugtökin efni
og anda nær hvort öðru. Ég held, að
þetta sé rétt og hugtökin efni og andi
ekki eins ósamrýmanleg og áður hefur
verið talið. Að vísu verður þá að búa
til nýtt hugtak og það gerir William
James líka, þegar hann talar um efnis-
anda."
Mér varð litið á bókaskápinn, og sá
ég þar einnig nokkrar bækur um sagn-
fræði, svo að ég spurði :
"Finnst þér að við eigum að kynna
okkur fortíðina? "
"Við verðum að kynna okkur hið
gamla til að vita, hvað er nýtt. Sögu-
rannsókn er mjög mikilsverð. "
"Heldur þú að sagan lúti einhverjum
lögmálum ? "
"Sagan þarf ekki að lúta neinum á-
kveðnum lögmálum, en skilningur okkar
á henni gerir það. Þess vegna finnst
okkur hún þróast lögmálsbundið. Ég
tel, að söguskilningur hinna ýmsu tíma-
bila veiti okkur jafnvel betri innsýn í
þau en saga þeirra. "
"En hvaða skoðun hefur þú á nútím-
anum ? 11
"Framtíðin mun líta á nútimann sem
eitt hið merkilegasta tímabil sögunnar.
Það, sem einkum greinir nútímann frá
fyrri öldum, er vald tækninnar. Tæknin
er aðferð til að gera menn heimskari
en þeir hafa annars tækifæri til að verða.
Hún gegnir sama hlutverki og Loki í goð-
sögunum, hið ófullkomna afl meðal goð-
anna sjálfra, sem veldur því að þau tor-
tímast að lokum. Hins vegar held ég
ekki, að maðurinn muni tortímast, þótt
segja megi, að hann lifi nú upp á krít
hjá andskotanum.
Frh. á bls. 111.