Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1962, Blaðsíða 27

Skólablaðið - 01.04.1962, Blaðsíða 27
- 111 - út, hvað þá að safria efni. Læt ég hér staðar numið. Björn Bjarnason 3.-C. NtTÍMATONLIST. . . frh. áf bls. 99. Nútíminn hvílir á mjög gömlum for- sendum,svo sem kristni, afdönkuðum heim- spekikerfum og stjórnmálastefnum, sem byggðar eru á átjándu og nítjándu aldar efnishyggju. Þessi efnishyggja hafði mjög takmarkaðan skilning á manninum, og sá skilningur er að koma okkur í koll núna. Það sannast áþreifanlega í deilum stórveld- anna. Nútíminn verður að breyta forsend- um sínum, og nýr skilningur á manninum verður að koma fram. Ég held, að nýrri stefnur í listum geti vfsað mönnum veginn að þeim skilningi. Listirnar eru nú miklu óhlutstæðari en áður og betur til þess falln- ar að sækja djúpt inn í manninn en gamal- dags realismi og naturalismi. Gildi listar- innar er fólgið í því, að ekki er hægt að rökræða hana. Picasso segir á einum stað, að listin sé lygi. En einmitt með þeirri lygi skynjum við sannleikann. " Nú var klukkan orðin nokkuð margt,og ég stóð upp til að fara. Að skilnaði lánaði Þorsteinn mér Lyrísku svituna og sagði : "Þessi tólf tóna músik er stórkostleg, í rauninni byggist hún á hreinni stærðfræði." Og svo gekk ég niður stigann meðan fótónurnar stigu léttan dans í kringum mig. Einar Már. BUSINN, frh. af bls. 101. stundum skrúðmælgi. " Síðan ræðir Sig. Sig. um menningarmál og frið, af orð- gnótt mikilli og stundum af skrúðmælgi. Síðan er grein S. Aðalsteinssonar, er kallast "Hugsum okkur um". Frum- leg tillaga og nýstárleg, sem við styðjum af heilum hug. Greinin Nýji skólinn ( hvers vegna ekki skólinn lika með j ) er stórmerkileg. Heyrzt hefur á götuhornum, að Sólon þessi og Tryggvi Karlsson hafi í hyggju að stofna nýjan stjórnmálaflokk, sem mun eiga að heita Architectural Rearmament. A víð og dreif í blaðinu eru pistlar, sem á góðri íslenzku nefnast bjálfafyndni, en ekki 5 aura brandarar. Fyrir þá, sem hafa gaman að aug- lýsingum er blaðið hreinasta Paradís. Einnig hlýtur prentvillupúkinn að hafa lagt mikla vinnu í að misþyrma fslenzku máli og stafsetningu jafn hroða- lega og raun ber vitni. N. B. Það er óskammfeilin hauga- lygi hjá útgefendum ritsins að nefna ' Busann" 3.bekkjar blað. Þriðjubekk- ingar hafa aldrei gefið Birni Björnssyni og hans nótum umboð til að gefa út blað x nafni þriðja bekkjar. Takist þess- um fuglum að kukka út öðru riti er þeim hollast að nota sín eigin nöfn, án þess að bendla allan 3. bekk við það fyrirtæki. Þráinn Bertelsson Jón Gíslason Til að forðast misskilning vil ég taka fram, að Jón Gíslason ritaði dóm- inn um grein mína í Busann. Þráinn Bertelsson SKÝ YFIR HELLUBÆ, frh. af bls. 102. þandist út eins og hellt væri úr hveiti- sekk í roki og það fór að rigna. En þá voru allir löngu gengnir til náða á Hellubæ, nema elskendurnir, sem vöktu upp á hlöðulofti og horfðu á hvít- fyssandi rigningarvatnið steypast niður um naglagat á þakinu. Böðvar Guðmundsson. SIGURKARL STEFANSSON yfirkennari átti sextugsafmæli fyrir skemmstu . Skólablaðið vill þakka honum langt og farsælt starf við skólann og óska honum allra heilla í framtíðinni. Hans verður nánar getið í næsta Skólablaði. Ritnefnd.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.