Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1962, Blaðsíða 21

Skólablaðið - 01.04.1962, Blaðsíða 21
- 105 - 3. bekkjar, svo og inflúenzan. Mótinu lauk manudaginn 19.marz. Mótið var út- sláttarkeppni, og stóðu að lokum fjögur lið uppi, 6.-X, 6.-B, 5.-B og 3.-C. Léku þau svo sín í milli, og fóru leikar á þann veg, að 6.-X vann 6.-B ( 6.-B gaf leikinn ), en 3.-C vann 5.-B. Léku þá til úrslita 6.-X og 3.-C. Sigraði 6.-X og vann í fyrsta sinn fagran bikar, er rektor, Kristinn Armannsson, hafði gefið til keppni. Sýnir mótið í heild, að körfu- knattleiksáhugi er mikill og vaxandi í skólanum. Sigurvegarar 6. -X : Þorsteinn Hallgrímsson, fyrirliði, Sveinn Björnsson, Vigfús Guðmundsson, Gunnar Gunnarsson, Halldór Bjarna- son, Jón Stefánsson. Flestir þekkja bandaríska blökku- manninn Jesse Owens. Hann varð heimsfrægur á ölympíuleikunum í Berlín árið 1936, en þar vann hann sigur í fjór- um greinum frjálsra íþrótta. Hann átti heimsmet í langstökki um aldarfjórðungs- skeið, og var það sett árið 1935. Sama kvöld setti hann einnig heimsmet í 200 m hlaupi, 220 jarda hlaupi, 200 m grinda- hlaupi, 220 jarda grindahlaupi, en jafnaði heimsmet í 100 jarda hlaupi. 1 eftirfar- andi grein, sem hann nefnir "Free competiti'on,, Berlin, 1936", farast honum svo orð: Þau átta ár, sem ég hafði iðkað íþrótt- ir í menntaskóla og háskóla, notaði ég mestmegnis til að æfa spretthlaup. Aðal- greinar mínar, þegar ég fór til Berlínar, voru 100 og 200 m hlaup. Einkum var 100 m hlaupið mér mikilvægt, en Ralph Met- calfe var aðalkeppinautur minn í því hlaupi. Fáir gera sér grein fyrir því, að Ralph hafði sigrað mig eins oft og ég hann fyrir ölympíuleikana í Berlín , og vildi ég gera út um þessa keppni í eitt skipti fyrir öll með því að sigra í Berlín. Jæja, mér tókst að sigra Ralph í 100 m hlaupinu, og auðvitað var það mikill viðburður í sjálfu sér. Ennfremur sigraði ég í 200 m hlaupi, og það væri skreytni að segja, að það væri ekki æsandi, alveg eins og í 4x100 m boðhlaupi, þegar ég var í banda- rísku boðhlaupssveitinni, sem varð fyrst að marki. Flestir vita,^ að við íþrótta- tilgang Ölympíuleikanna: að frjáls á hatri, heldur leiðir til vináttu og illar áreynslu. menn æfum og neitum okkur um fjölmargt af því, sem margir aðrir veita sér árum saman. Það virðist allt safnast saman á einni áhrifamikilli stundu. Öll þau hlaup, sem við höfum áður sigrað eða tapað í, allur svitinn og öll áreynsla vöðva og lungna, - allt er þetta komið undir einu góðu viðbragði eða einu slæmu þjófstarti. Þarna krjúpum við eftirvæntingarfullir í viðbragðsholunum. Allt í einu ríður skotið af, og við gerum okkur það ljóst, að þetta er síðasta stórhlaup okkar. Það virðist vera mikilvægara að sigra í því en öllum fyrri hlaupum okkar samanla^t. Bláir há- skólabúningar, nafn í metaskýrslum, boð á alþjóðleg íþróttamót - skyndilega hverf- ur það allt. saman og virðist vera lítilvægt, af því að þetta eru Olympíuleikarnir. Svo kynni að virðast, að ég hefði get- að haldið hæstánægður heim frá þessum ölympíuleikum með gullverðlaun í 100 og 200 m hlaupi, auk boðhlaups. En sú er raunin, að langstökkskeppnin varð mér langminnisstæðust á þessum leikum. Ég sigraði í henni, en það var ekki af þeirri ástæðu. Ég setti mét, en það var heldur ekki af þeim sökum, að langstökkið var mér svo þýðingarmikið. Astæðan fyrir því, að þessi íþróttagrein var mér svo mikilvæg var sú, að maðurinn, sem ég keppti við var nazisti og þar að auki vinur minn. Luz Long gerði mér kleift að sigra í þessari baráttu okkar. Hann hirti hvorki um hörundslit né stjórnmálaskoðanir, en tók aðeins tillit til mannkosta, og hann bað ekki um annað x staðinn. Við urðum smám saman tryggir vinir á þessnm leik- um. Luz Long veitti mér eina hina hörð- ustu keppni, sem ég hef nokkru sinni feng- ið í nokkurri íþróttagrein, og varð ég að neyta ítrustu krafta til þess að sigra. Þegar ég hafði stokkið 8, 06 m, en það var nýtt ölympíumet, hljóp Luz Long fyrstur til mín og óskaði mér til hamingju. Þetta handtak var einlægt og án þótta. Hugur fylgdi máli. Jafnvel hinn langþráði sigur minn á Ralph Metcalfe og tvenn gullverðlaun önn- ur gátu vart vegið upp á móti því, hversu mikla þýðingu það hafði að keppa á móti þessum Þjóðverja í langstökki. Það var nokkuð, sem mér mun seint líða úr hug. Ekkert annað gæti hafa gert mér ljósari keppni með frjálsum mönnum elur ei skilnings og færir mönnum laun mik- (J. )

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.