Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1962, Blaðsíða 24

Skólablaðið - 01.04.1962, Blaðsíða 24
108 - "New York er ekki Ameríka, " segja Bandaríkjamenn. En hún hefur einn kost, segja Bostonbúar norður frá, og hann er sá, að það fara margar járn- brautarlestir á dag þaðan til Boston. 1 Mið-Vestrinu tala trúaðir bændur um New York eins og ísraelsmenn töluðu um Sodomu og undrast lanjjlundargeð guðs, að hann skuli ekki lata rigna eldi og brennisteini yfir syndugan skrílinn. Það má vel vera, að New York sé ekki Ameríka, en hún er þá heil heims- álfa út af fyrir sig - já, jafnvel heimur- inn allur í smáum stíl, ef nokkuð getur smátt kallazt í sjálfri héimsborginni utan smáborgaranna, en af þeim er vist nóg. Þar eru allar þjóðir, öll þjóðerni, öll þroskastig neðan frá kjallarahvelfingu mannlífsins upp á efstu tröppu himna- stigans. Það væri ævistarf að kynnast borg- inni til nokkurrar hlítar, og fátt eitt unnt að segja í smágrein af skammri kynn- ingu. Sú New York, sem allir kannast við með skýjakljúfum og breiðgötum, er mi&- borgin á Manhattan, mjórri og lan^ri eyju 4x20 km með 2 milljónum fbua. Eyju þessa keyptu Hollendingar af Indfán- um fyrir 24 dollara og greiddu með whisky og rauðum treHum og kölluðu Nýju Amsterdam. En New York er raun- ar margar borgir, auk Manhattan Bronx, Brooklyn, Queens og Richmond, sem all- ar eru mun svipminni og lægri 1 loftinu. Borgin er ung og göturnar regluleg- ar. öll byggðin er í reglulegum ferhyrn- ingum og áttirnar eru austur og vestur og upp og niður, uptown og dovmtown. Göturnar eru töluse^tar flestar, nafnlaus- ar og persónulausar. Þar eru engar þjóðsögur tengdar við þær. Þjóðsögur tolla ekki við tölur. Þar eru engir draugar, álfar í steinum eða nykrar í vötnum. Börn í Amerfku eru yfirleitt ekki myrkfælin. Þjóðtrúin varð eftir í gömlu löndunum, en rauði óttinn kom í staðinn. Annars þurfa þeir ekki til að fylla upp í fásinnið. Tilbreytingin er ærin fyrir þá, sem lifa í hringiðu líð- andi stundar. Ekki er þar huldufólkinu fyrir að fara, því að það þolir ekki hávaða, en hann er ærinn þar vestra. Eftir götun- um bruna bflarnir, jrfir þeim strætis- vagnar á hrikalegum bi*úm og neðanjarð- ar eða járnbrautir með mannabein í maganum. Ameríkumenn hafa gaman af þvf, sem er stórt. "Biggest in the world" ^ á þar heima á öllum sviðum. Þeir njóta þess að nefna háar tölur, hvað við telj- um grobb. En veruleikinn er þar hrika- legur og ótrúle^ur, og guð hjálpi þeim sem hægir á ser og fer að hugsa um hin hinztu rök lífsins. Hann verður troðinn undir í umferðinni. Einhvers staðar las ég það, að skýjakljúfarnir á Manhattan væru 700 yfir 20 hæðir, á 2. hundrað yfir 30 hæðir, fáeinir yfir 70 og einn, Empire State Building, 102 hæðir. Heldur eru þessir risavöxnu kassar ljótir og hver öðrum likir, dökkir og skítugir, en þó er glugga- þvottur iðkaður þarna uppi í háloftunum. Einstaka byggingar eru þó mjög fagrar og þeirra fegurst bygging Sameinuðu þjóðanna, sem þó er aðeins 39 hæðir. Þessar byggingar eru mannabústaðir og skrifstofur, þar sem maðurinn sjálf- ur, herra sköpunarinnar, er orðinn eins og lítill maur, sem gengur að starfi eft- ir eðlishvöt án þess að íhuga. íhugun munksins, sem lokar augunum í litlum klefa til að skyggnast inn í huga sinn, er andstæða New Yorkarans, sem lifir borgarlífinu og gengur á kvöldin á Broadway með glýju ljósauglýsinganna í augum og hávaða stórborgarinnar í eyr- um { leit að dægradvöl ytri áhrifa, sem

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.