Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.04.1962, Side 20

Skólablaðið - 01.04.1962, Side 20
- 104 - Körfuknattleikur Körfuknattleiksmót í. F.R.N. var háð dagana 16., 17. og 19.febrúar í íþrótta- húsi Háskólans. í mótinu tóku þátt 20 lið frá 15 skólum. Tókst mótið mjög vel í alla staði. M.R. sendi lið til keppni í öllum þremur flokkum (þ. e. I. og II. flokk karla og kvennaflokk ), og bar M. R. sigur úr býtum bæði f I. fl. karla og kvennaflokki, en það er ágætur árangur. Skal nú skýrt nánar frá úrslitum f hverj- um flokki fyrir sig. Keppni f II. fl. karla (3.bekkur) var geysihörð og tvfsýn. M.R. gersigraði fyrst G. Austurbæjar með 39:10 og keppti síðan við Verzlunarskólann í und- anúrslitum. Var sá leikur mjög tvfsýnn og munaði aldrei meira en tveimur eða þremur stigum á liðunum, en í hálfleik var jafnt 22 : 22. Verzlunarskólamenn reyndust þó drjúgari, er á leið, og sigr- uðu með 34:31 eftir góðan leik. Þá var úti sá draumur, aðM.R. sigraði í öllum flokkum. Verzlunarskólinn sigraði að lokum Vogaskólann í úrslitaleik og vann þar með þann flokk. Stúlkurnar sigruðu G. Vesturbæjar auðveldlega. Léku þær sfðan úrslitaleik við Hagaskóla ( sigurvegarar frá í fyrra) og sigruðu f geysitvísýnum leik með 8:7. Unnu þær fagran bikar, sem Bene- dikt Jakobsson hafði gefið, fyrsta sinni. Mikill munur var á getu liða f I.fl. karla. M. R. sigraði alla andstæðinga sína með yfirburðum, Menntaskólann á Laugarvatni með 81 : 50, Iðnskólann með 84:37 og Verzliínarskólann með 92:73. Hlaut liðið að launum fagran bikar, er rektor Menntaskólans í Reykjavík,Krist- inn Armannsson, hefui- gefið, en nú var keppt um bikarinn í fyrsta sinn. Eigi verður hér rætt um einstaka liðsmenn né getu þeirra, utan Þorsteins Hallgrfmssonar, en hann stuðlaði öðrum fremur að sigri M.R. f I. flokki. Svo mjög bar Þorsteinn af öðrum leikmönn- um liðsins og raunar öllum, er þátt tóku í mótinu, að unun var á að horfa. Þau fjögur ár, er hann hefur stundað nám hér f skóla hefur hann tvisvar sinn- um verið valinn í landslið íslands, f seinna skipti fyrirliði þess, íslands- og Reykjavíkurmeistari f. R. hefur hann og verið síðastliðin 3 ár, og allan þann tíma hefur hann borið uppi körfuknatt- leikslið M.R. og leitt það til margs sig- urs. A þeim tmaa hefur lið M. R. fimm sinnum unnið mót f. F.R.N. og auk þess sigrað á Laugarvatni og Akureyri. Aðeins einn leikur hefur verið tapleikur, þ. e. gegn Háskólanum síðastliðinn vetur. Núna, þegar Þorsteinn er að hverfa á bratit úr skólanum, langar mig til þess að þakka honum góða kynningu, bæði f leik og utan leikvallar, svo og ómetan- legt framlag hans til körfuknattleiksins f þessum skóla. Sigurvegarar M. R. voru : Kvennafl. : Hrafnhildur Skúladóttir 4. -A, fyrirliði Margrét Snorradóttir 4. - A Margrét Georgsdóttir 4.-Y Þóra Asgeirsdóttir 4.-T Erla Björnsdóttir 4.-E Guðrún Svavarsdóttir 3.-L Vilborg Bjarnadóttir 3.-A I. fl. karla: Einar G. Bollason 5. -B, fyrirliði Þorsteinn Hallgrímsson 6.-X Einar Hermannsson 6.-Y Guttormur ölafsson 4.-B Þorsteinn ölafsson 3.-H Agnar Friðriksson 3.-C Körfuknattleiksmóti skolans lauk fyrir skemmstu. Það dróst allverulega á langinn, og kom þar margt. til, mót f. F.R.N. , skfðaferðir, miðsvetrarpróf

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.