Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.04.1962, Side 14

Skólablaðið - 01.04.1962, Side 14
- 98 - viðtal við þorstein j. halldörsson Háværar hljóðbylgjur með sveiflu- tfðni einhvers staðar á milli 64 og 1024 laumuðust í gegnum mitt ytra og innra eyra og settu hamar, steðja og ístað hranalega á hreyfingu. Hljóðgjafinn var hljómskífa svört, sem snerist f næsta herbergi og á var greyptur bátsöngur eftir Chopin. "Þetta er bezta verk Chopins, " sagði Þorsteinn, þar sem hann sat á dívanin- um og horfði út í loftið, "að minnsta kosti segir Nietzsohe það" "Finnst þér gaman að rómantík?" spurði ég. "Rómantfk er á^æt í hófi. Menn ættu að spila hana a vorin. Svo ættu menn að spila Bach á veturna, Beethov- en og Mozart á sumrin, Debussy á haust- in og nútfmatónlist allt árið. " ^'Hvaða tónlist þykir þér bezt? " "Smekkur manna breytist mjög eftir aldri, og er ég ekki undanskilinn því lögmáli. Hrifnastur er ég nú af Beethov- en og Bach, einkum Bach, tónlist hans er stærðfræði tónum klædd. Svo finnst mér einnig mjög gaman að Debussy, en ekki hef ég enn komizt á það þroskastig að hafa gaman af óperum. Annars er ég á móti þvf að gera svona upp á milli forma. Ég hef orðið var við, að ýmsir menn hnýta mjög í píanókonserta. Þetta finnst mér alls ekki rétt. Píanókonsert- ar eru margir ágætir, þeir eru drama- tfskir og túlka vel spennu milli tveggja afla. " list? 'Þú munt hafa áhuga á nútfmatón- II "Já, ég er mjög mikill aðdáandi nú- tímatónlistar. Einkum þykir mér gaman að Bartók, Stravinsky og Ernest Bloch. Það er skelfilega leiðinlegt, hve lítill áhugi er hér á nútímatónlist og hve lítið heyrist af henni. " Nú var skífan runnin á enda, og hljóp þá Þorsteinn fram og setti Lyrfska svítu eftir Alban Berg á fóninn. "Jæja, " sagði ég, þegar hann kom aftur, "Viltu nú ekki í stuttu máli segja mér þína lffsspeki? " Þorsteinn brosti : "Það get ég ekki gert í stuttu máli. Ég er engin vél, svo að það er ekki hægt að setja mig í gang eins og segulband. 1 "En viltu þá ekki byrja á að segja mér, hvaða leiðir þú telur vænlegastar til að þekkja þennan heim? " "Jo, " sagði Þorsteinn og stakk puttanum upp f sig. "Maðurinn hefur fjórar ólíkar aðferðir, trú, list, vísindi og heimspeki, til að skilja og skynja heiminn. Þær eru allar mikilvægar á sinn hátt og eiginlega ekki sambærilegar. Það fer eftir skapgerð hvers og eins, hvaða leið hann velur. Trúin er elzt og hefur loðað við manninn frá fyrstu tfm- um. Hún hefur tekið miklum breytingum °g göfgazt mjög, frá fjölgyðistrú á ein- gyðistrú og loks f fullkomnasta formið. sem er algyðistrú. " "Hvað telur þú að nútfminn geti byggt á trúnni? " "Fyrir okkur er trúin fyrst og fremst tæki til að kynnast viðhorfum eldri kynslóða. Trúin er túlkun manns- ins á heiminum. Hið eina, sem frum- maðurinn þekkti, var hann sjálfur, og hann gæddi þvf tilveruna sinni eigin pers- ónu. Sfðar jókst þekking manna, svo að ekki var hægt að fella hana að einföldum trúarhugmyndum. Þá urðu menn að leita á aðrar slóðir, og við það varð heim- spekin til og sfðar vísindin. Trúin er nú ófullkomið tæki til að kynnast eðli tilverunnar, en samt er það svo, að vísindamenn eins og Heisenberg, Einstein og Jeans eru alltaf að laumast með einhvers konar guðshugmynd fyrir aftan punktinn, sem þeir setja á eftir stærðfræðiformúlunum. Þetta mundi ég segja, að væri sama tilhneigingin og hjá frummanninum. Þekkingin er alltaf að aukast, og guð verður stöðugt að vfkja

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.