Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1962, Blaðsíða 23

Skólablaðið - 01.04.1962, Blaðsíða 23
- 107 - FYRIRBÖN ABRAHAMS Og Jahve mælti : hrópið yfir Sódómu og Gómorru, það er vissulega mikið og synd þeirra, hún er vissulega mjög þung------- ----en Abraham stóð enn þá frammi fyrir Jahve og Abraham gekk nær honum og mælti :- (1. Mós. 18. kap. 20-24 ) ö mikli Jahve sjá, vertu sauðum þínum góður því Sódóma er mikil borg og þúsund ára gömul. Þó fórnarhlutur klerkanna sé kannske rýr og naumur og kirkjusóknin vond, má bæta slíkt, og það að svíða beitilönd og bezta þrúgugróður er brennuvargaháttur og ekki Guði líkt. Og er það ekki hróplegt að kæfa ungar konur, sem karlmenn hafa forsmáð með stöku sinnuleysi, því slíkar eru margar í borginni. Heyr bænir bornar fram af Abraham, nú standa hagar grænir, hvort viltu brenna kornið, sem bráðum á að þreskjast ? Nei brenndu heldur rangláta menn og þeirra hreysi. En hvers vegna að gera þetta agg og umstang núna? þú átt að vita Drottinn, að synd var til í borginni, er Sara tók að reskjast og síðan er að mínum dómi nokkuð langur tími. AVOGADROSARTALA Hvort . sást þú Drottins sauði og naut sofna burt í jarðarskaut, kjöftug, lygin, breyzk og blaut; ber og kaunum slegin, guðlastandi ganga á braut? Gott ef hinum megin er þeim nokkuð ætlað þak. Allir þekkja Nonna hrak, sem upp í loft og aftur á bak undi x kirkjugarði og fór út skyrbjúg fyrr en nokkurn varði. Réttlætið er rangur mælikvarði. Böðvar Guðmundsson

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.