Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1962, Blaðsíða 25

Skólablaðið - 01.04.1962, Blaðsíða 25
- 109 - geti haldið huganum föstum milli starfs og svefns. Broadway er eina gatan á Manhattan, sem liggur í bugðum. Hún á rót sína að rekja til gamalla troðninga eftir Indíána og fénað þeirra og er nú mjórri - en ekki breiðari en aðrar götur. En á tím- um hinna fyrstu Hollendinga var hún breiðgata borgarinnar. Broadway tengir New York við hina óskráðu fortíð, og enn er hún lífæð borgarinnar, á kvöldin í einu ljóshafi og mannhafið eins og ólg- andi hrönn. Þar er fjöldi leikhúsa, sem þó hafa sett mjög ofan að undanförnu, og þar hafa þeir sýnt My fair lady í fimm ár. Ein af fegurstu dansmeyjunum á Broadway hafði hoppað út um glugga, hvað varð hennár síðasta hopp. Þetta hafði gefið blöðunum æti, og blaðasalarn- ir hrópa hver 1 kapp við annan og líma upp auglýsingar um þetta hoppmet mann- kynssögunnar. Stórborgarbúinn er ekki áskrifandi að blöðunum ; hann kaupir blað sitt á göt- unni og breiðir úr því 1 lestinni eða strætó, þar sem hann situr, svo að hann þurfi ekki að sjá konurnar, sem ekki hafa fengið sæti. Og blaðamennirnir láta það ekki hamla sér, þótt ekki sé til nógu mikill sannleikur fyrir svona stór blöð, sem á sunnudögum hafa jafnmikið lesmál og biblían. Fréttirnar eru uppmálaðar með stór- um stöfum, svo að jafnvel Alþýðublaðið á ekki svo stóra stafi, og efnið að miklu leyti glæpa- og slúðursögur, svo að Bald- ur Sími fengi þar ærinn starfa. Skemmtistaðirnir draga að sér at- hyglina með titrandi ljósauglýsingum í öllum litum, svo að mannssálin undir fitukembdum skálpinum, sem þrammar áfram á sínum gljáandi skóm, þarf ekki að svelta á hinum breiða vegi New York- borgar. Næturlíf New York -borgar þekkja víst flestir af kvikmyndum, en fáum myndi víst endast aldur til að þefa uppi alla næturklúbba vestri og eystri helm- ings Manhattan. A vestri helmingnum skemmta "sjógörlin" og annar óæðri skemmtilýður, og þangað sætir pöpullinn, en á þeim eystri eru aristokratarnir og reyndar oft heilt "sjó" sjálfir. Þessi munur skýrist bezt á eftirfarandi sögu: Sonur hringdi í föður sinn og sagði : "Father, I'm in jail on the West Side. I've been arrested for rape. " "Son! " shrieked his father. "What do you mean, going over on the West Side of town? " Annars kvarta Kanarnir yfir deyfð í næturlífinu og kaffihúsasetum og kenna sjónvarpinu um. En twistið hefur nú víst hleypt nýju lífi í skemmtanalífið, svo að menn geta ímyndað sér, hvernig líf það er. En nú á ég eftir að leysa upp lýð- inn í þjóðir og einstaklinga með sínum blæ og sálarlífi - segja frá öllum þess- um borgarhlutum, sem eru eins og þjóð- lönd hver fyrir sig. í Chinatown hittum við Kínverjana, sem eru víst einungis fimmtungur af 6000 íbúum hverfisins. Þar eru kínversk hieroglyfur á hverju húsi. Götur eru mjóar og skítugar, en þegar inn kemur er allt sagt hreint og fágað. Gljáandi lakk er þeirra vopn í hinni eilífu bar- áttu mannkynsins við ryk og skít. Þeir eru sjálfir fágaðir að utan, en þögulir og tortryggnir. Þeir lána hver öðrum fé og taka enga kvittun fyrir. Þeir kæra engin vanskil, heldur reka sjálfir réttar sína. Ein blýkúla í hnakkann, þar sem fléttan sat áður, og líkið er dregið nið- ur í svartan kjallara. Það sjást engin spor eftir og kemur ekki öðrum við. Chinatown býr sannarlega yfir miklum leyndardómum. Um allt hittum við Gyðinga, því að fjórði hver New Yorkbúi er Gyðingur. Þeir eru ekki ein þjóð, heldur einn kyn- stofn, sem nú skiptist ekki eftir sonum Jakobs, heldur í rússneska Gyðinga, pólska, þýzka o. s.frv. En þeir eru allir afkomendur Jakobs, sem rúði Laban tengdaföður sinn og eru ýmist auðsafnar- ar eða uppreisnarforingjar. í öðru hverfi hittum við Grikki og Armeníumenn. Það er hættulegt að koma inn og skoða teppin og aðra verzl- unarvöru, því að þeir eru ákafir í söl- unni og hlusta ekki á undanbrögð vesals kaupanda, sem sjaldnast kemst undan. Mér virðist því hafa verið óþarfi af hund-Tyrkjanum að drepa Armeníumenn fyrir kristindóm á sínum tíma. Og ekki minnir Grikkinn á, að hann sé kominn af Sókratesi eða Periklesi.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.