Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1962, Síða 4

Skólablaðið - 01.04.1962, Síða 4
- 88 - einhver hafi þurft að bæla niður gremju sína. En þegar þáverandi Inspector scholae fór þess á leit við fyrrgreinda stofnun, að nokkur skólaskáld fengju frí í tvo til þrjá tíma til að yrkja, þá fékk hann ekki annað svar en margraddað vandlætingaöskur og slógu sumir læri- feðra sér á lær og höfðu aldrei heyrt annað eins, aðrir börðu brambalda, van- máttugir til andsvara slíkri svívirðu. Og málakennararnir, húmanistarnir sjálf- ir? Hver voru viðbrögð þeirra? Ég veit ekki til að nokkur þeirra hafi hugleitt það í alvöru, að það getur verið I ungum reiðmanni Pegasusar veganesti, sem endist lífið allt, að fá í byrjun sinnar köllunar stuðning þeirra manna, er hann metur sem menntaða og smekk- vísa bókmenntaunnendur. Ættu tungu- málakennarar alveg sérstaklega að hug- leiða slíkt, því að það er trúa mxn, að bókmenntir séu kærari flestum sem text- ar heldur en hagskýrslur og áætlanir um gatna- og holræsagerð. Nú má vel vera, að einhverjum finn- ist það fulllangt gengið að fara fram á verðlaun til handa skólaskáldum, sem 90% nemenda telja hreina vitleysingja. Gg vel má vera, að snobbi og uppskafn- ingshætti væri gert of hátt undir höfði með slíku, en þá vil ég leyfa mér að benda á aðra hreyfingu, sem einnig hef- ur orðið að feta sama stig og skóla- skáldin og laumast í húsasundum. A ég þar við okkar upprennandi vísinda- menn, sem hafa sumir hverjir unnið til verðlauna,( ekki þó á vegum Menntaskól- ans í Reykjavík ) fyrir framúrskarandi þekkingu og smíði á tækjum, sem ég kann ekki einu sinni að nefna. Hafa og sumir þeirra hlotið viðurkenningu frá vísindastofnunum fyrir frábærlega gáfu- legar ritsmíðar um sömu viðfangsefni, en Menntaskólinn í Reykjavík hefur ekki veitt þeim nein tækifæri til að reyna getu sína, og eru þeir þó nemendur þar. Kannske snúa málakennarar þessarar virðulegu stofnunar eftir 50-100 ár þessum sömu ritgerðum á þýzka eða rómverska tungu og nota sem texta. Eg er ekki með þessu að segja, að endilega eigi að verðlauna allt það, sem nemendur þessa skóla gera, ekkert er fjær mér en halda slíku fram. En úr því á annað borð er verið að skipta sér af málum nemenda, hvers vegna þá alltaf íþróttafélagið og aftur Iþróttafélagið? Væri ekki vegur að reyna heldur að styrkja ofurlítið söngmennt nemenda? Og fyrst á annað borð er farið að minn- ast á slíkt, skyldi sú stofnun vera til á þessu landi, þar sem söngmál eru í öðru eins kaldakoli og í þeirri virðu- legu stofnun Menntaskólanum í Reykja- vík ? Þegar ég settist í þriðja bekk þessa skóla hafði ég áður verið í héraðsskóla úti á landi, skóla, sem ekki var sér- stakur um neitt eða frábrugðinn öðrum gagnfræðaskólum. Getur þó verið að söngkennsla hafi verið þar betri en víða annars staðar, að minnsta kosti hef ég aldrei vitað aðra eins breytingu og þá, að koma frá rólegum sæmilegheita skólakór í söngtíma í Menntaskólanum í Reykjavík. Böðvar Guðmundsson. SKÖLABLAÐIÐ Gefið út í Menntaskólanum í Reykjavík Ritstjóri : Sverrir Hólmarsson VI. - B Ritnefnd : Baldur Símonarson VI. - B Jón Ö. Þormóðsson V. - B Björn Bjarnason Jón Gíslason IV. - B IV. - D Þráinn Bertelsson III. -E Abyrgðarmaður : örnólfur Thorlacius Forsíðu gerði Garðar Gíslason. Jón Gíslason gerði fyrirsagnir. ölafur Gíslason gerði myndir við "Úr lífs míns ævintýri

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.