Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1962, Blaðsíða 5

Skólablaðið - 01.04.1962, Blaðsíða 5
89 - Busablað "Það hvimleiða fyrirbæri 3.bekkjar',' eins og segir á einum stað í blaðinu, leit dagsins ljós í öndverðum marzmán- uði. Svífur þar nálega sami andinn yfir vötnunum og í þeim busablöðum, er und- anfarin ár hafa verið gefin út, semsé, að efribekkingar séu fullir fyrirlitningar á vesælum busum etc. Menn minnast í þessu sambandi "Saltarans", sem Einar Már ritstýrði og "Spjailara" Júníusar 1 fyrra. Nú hafa þeir ex-editorar eflaust lúmskt gaman að öllu sjálfstæðisbröltinu. í mína tið kom ekkert busablað út; þá miðluðu busar Skólablaðinu af anda- gift sinni. Hins vegar gaf hinn fram- takssami 3.bekkur D þá út vélritað bekkjarblað, sem límt var upp um veggi og hét "Veggjalúsin". Var það firna^ott blað og dafnaði vel, enda stóð að því Markús Antonsson, hinn kunni blaðamað- ur og fótógrafer hjá Mbl. Er snepillinn nú f varðveizlu bókasafnsins. CJm efni "Busans" ætla ég ekki að fjölyrða. Ef að vanda lætur,. verður hann "virtur viðtals" annars staðar hér í blaðinu og fær þá sinn skammt þar. Garpar f vxgamóð Það er misskilningur hjá ritstjóra busablaðsins, að gangáslagir séu úr sög- unni. Þeir eru eingöngu iðkaðir af efri- bekkingum, og fær ritstjórinn því vænt- anlega að kynnast þeim næsta vetur. Menn minnast tveggja stórátaka f vetur : Fyrri rimman varð hálf snubbótt; hún endaði semsé með því, að 5. bekkingur sleit niður bjölluna eftir að hafa dinglað f henni dágóða stund. SíÓari rimman mun lengi í minnum höfð fyrir sakir hreystilegrar framgöngu 4. og 5. bekkinga. Var Gunnar Jónsson fremstur í flokki varnarliðsins og sat á gildum herðum Einars Bollasonar. Eggjaði hann menn sína svo óspart, að ógn stóð af. Um síðir fengu þó 6.bekk- ingar rofið hina traustu breiðfylkingu og áður en varði kom einn þeirra svffandi af himnum ofan og þreif í kólf bjöllunn- ar. Lauk þar með einhverjum þeim grimmilegasta gangaslag, sem sögur fara af. Biðraðir Sú siðvenja hefur tíðkast í íþöku f vetur, þá er frimfnútnasala fer fram, að nokkrar sálir hafa ætíð þyrpzt að sölu- gatinu, án þess að fara f röð, eins og lög gera ráð fyrir. Þeim, er stillt hafa sér upp og beðið tímunxxm saman, hefur að vonum gramizt þetta mjög, og enda þótt formælendur raðverja með hinn tungulipra Gunnar Jónsson í broddi fylk- ingar hafi látið mjöð óðlega um, að sauðum þessum verði bægt frá, hefur það ætfð verið eins og að skvetta vatni á gæs. Skapar ásókn þessi skiljanlega kaos mikið umhverfis gatið og peningabaukinn, enda hefur margur sakleysinginn fengið kakógusu á klæði sín, t. d. snyrtimennið ölafur R. Grímsson. Vonandi tekst félagsheimilisnefnd, sem staðið hefur vel í stykkinu í vetur undir röggsamri stjórn Guðfinnu, að ráða hér bót a. Nýtt embætti? Karlpenin^ur skólans hefur gerzt ali aðsópsmikill í eldhúsinu f íþöku í vetur, enda tilgangurinn augljós. Er það mál manna, að þá gangi afgreiðsla öll helm- ingi fljótar og brauðmeti sé yfirleitt mun kræsilegra, enda er þá hvorki ostur né smjör skorið við nögl. Þykir IV. - B skara fram úr f þessum efnum, að ég tali ekki um hinn ágæta V.-B.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.