Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1962, Blaðsíða 17

Skólablaðið - 01.04.1962, Blaðsíða 17
í erindi nokkru, sem Einar Magnús- son flutti eigi alls fyrir löngu, skýrði hann frá því, að x Menntaskólanum væru engir "Busar". Að þessu leiddi hann þau rök, að fyrstu bekkingar í Menntaskólanum, þá er skólinn skiptist í sex bekkjardeildir, voru nefndir "Busar". Þegar fyrsti og annar bekkur voru lagðir niður, hvarf nafngiftin "Busi"þann- ig úr sögunni. Nú er þannig komið, að "Busar" \ sjálfum Menntaskólanum hafa gefið ( eða öllu heldur selt ) út blað. Þetta rit nefnist "Businn" og á að vera ægilegt kjaftshögg á Skólablaðið. Fjrrsta greinin í blaðinu nefnist: Ritstjori, og er rituð af Birni Björnssyni RITSTJÖRA. öll greinin einkennist af ógurlegri minnimáttarlcennd og ofstæki, allfrumlegri árás á hið svo nefnda "snobb " og "gervi- mennsku". Einnig skemmtir RITSTJÖRI sér við að fleygja skít í ritstjóra og rit- nefnd Skólablaðsins. Hafi einhverjir enzt til að lesa fleira en greinina RITSTJÖRI munu þeir hafa komizt að raun um, að næsta vísdóms- grein heitir : Ég ákæri, sem Gunnar Æ. Kvaran hefur ritað. Þykir okkur mjög ánægjulegt, að Gunnar hafi snúið frá tón- list Lárusar hins Lundúnska. Þess má geta, að hetjur eru kvk. og goð hk. Þráinn Bertelsson skrifar pistilinn "Listavikan" og er að vanda hressilegur í orði. Má segja Þráni til hróss, að hann er einn af fáum, sem þora að láta nafn síns getið. Ég held að greininni sé bezt lýst með því að taka undir orð þau og segja, það er einhver prímitívur sjarmi yfir öllu gumsinu. Blaðsiðu 6 er fórnað undir ljóðið "Hvað bíður ". Er það satt að segja allt í hálfgerðum mærðartón og gæti lyst lífs- skoðun sem dó um 1030. Ég veit ekki "hvað bíður'íslenzkrar ljóðagerðar ef slíkar afturgöngur eiga að ganga ljósum logum. Og hræða saklausa menntask. nema til fylgilags við sig. Um "sina ögnina" er lftið að segja nema klausu um (Jtilegumenn. Ef sá, sem hana ritaði heldur að hún sé fyndin, þá er hann, og aðrir aðstaridendur blaðs- ins of langt leiddir f snobbi og sjálfs- blekkingu. Auglýsingin á opnu 8.-9. er fremur ósmekkleg. Myndir af kennurum á bls. 10 eru góðar, nema óþarfi var að sækja lappir Baldurs Ingólfssonar í Mad. Bréf frá Ljósmyndaklúbb er eins gott og við var að búast af þeim ágætu mönnum. Næst er smásaga eftir stúlku, sem af eðlilegum ástæðum vill ekki láta nafn sxns getið. Er sagan skrifuð eftir hinni útjöskuðu Séð og lifað formúlu. Og má reyndar segja hana f nokkrum setning- um, teknum á víð og dreif úr sögunni. Það var hús að brenna,.... Loksins, loksins...... Hún lét sloppinn falla niður af annarri öxlinni. . . . Hún horfði á sterklegar axlir hans og loðið brjóstið. . . . Kannske var tækifærið núna------ Skáldið gaut augunum gremjulega til stúlkunnar. . . . Hann var svangur, nei, hann var hungrað- ur, hann svalt. . . . Hann krafðist síns skammts. . . . "Þökk fyrir," sagði hann svo snöggt. "Það kemur sér vel. " Þau brostu hvort til annars..... Næst er greinin Orðafen eftir Sig. Sig. , sem kveðst vera saklaus sveitapilt- ur. Sig. Sig. kvartar sáran undan ljótu orðbragði kennara. ( Orð í tíma töluo.) Einnig segir hann: "í vetur hefur verið mikið ritað og rætt um menningarmál okkar íslendinga, af orðgnótt mikilli og Frh. á bls. 111.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.