Skólablaðið - 01.04.1962, Blaðsíða 18
- 102 -
( ANDANTE PASTORALE )
Um morguninn, þegar fólkið kom út
á hlað, var komið ský yfir Hellubæ.
Enginn vissi hvernig það hafði komizt
þangað, en nokkrir gizkuðu á, að það
væri eftir Margretu Söderholm. Þetta
var stórt ský og steðjalaga og því senni-
lega bólstraský, þótt það væri nokkuð
dökkt til að svo gæti verið.
Og fólkið gekk til starfa, súmir ráku
geitur á stöðul, en aðrir fóru að skera
liilu blómin sundur, með stóru, beittu
ljáunum sínum, og blómin sögðu hviss,
hviss og hnigu örend til jarðar, myrt í
sakleysi sínu, og sólin skein á gulu rand-
irnar á hunangsflugunni, sem stakk langa
beitta broddinum sinum á kaf í fót sláttu-
mannsins, svo að hann emjaði við.
En skýið yfir Hellubæ stóð kyrrt og
þögult og þegar fólkið fór að borða litla-
skattinn, hafði það glatað steðjalögun
sinni og dökknaði í álinn, og það varpaði
skugga á hlíðina vestur af Hellubæ.
Fólkið borðaði litlaskattinn og drakk
svart kaffi úr leirföntum, og svo fóru
allir að sofa.
Um hádegi jarmaði vökukindin í sund-
inu, og fólkið á Hellubæ neri stírurnar úr
augunum og teygði sig og svo fóru allir
að vinna, sumir fóru að raka heyi í
flekki, aðrir veiddu kokvíða urriða f
bæjarlæknum, og sumir óðu berfættir út
f síkin og gripu langa og sleipa ála.með
berum höndum.
En upp yfir Hellubæ þrumdi skýið,
dökkt, stórt og fskyggilegt og varpaði
litlausum skugga á græna hjallana norður
af Hellubæ, og dimmhvftur jökullinn
teygði sig norður við sjónbaug og rak
blágnfpuna upp yfir skýið, sem nu var
einna líkast bát á hvolfi, sem átta menn
réru og snéru niður höfuðin. Um nón
drakk fólkið á Hellubæ miðdagskaffið úr
stóru leirföntunum sínum, og svo fóru
allir að sofa. Um miðaftan jarmaði vöku-
kindin í sundinu og allir vöknuðu og
neru stírurnar úr augunum, og svo fóru
allir að vinna, sumir ráku geitur á stöð-
ul, en aðrir börðu harðfisk á steini,
með öðrum steini með gati, sem vatnið
hafði sorfið á hundrað þúsund árum,
kalt og ferskt úr djúpi jarðarinnar, dul-
djúpu og óræðu eins og kjarni allífsins.
En yfir Hellubæ þrumdi skýið,
dimmt, stórt og ógnþrungið, og sló fölskva
á skógivaxnar engjarnar og hölknin norð-
austur af býlinu, grónu og hugþekku.
Og skýið var vaxið langt úr fyrir enda-
mörk gráa og sakleysislega bólstraskýs-
ins, sem f morgun var fyrirrennari
skuggavaldsins a Hellubæ. En fólkið lét
sem ekkert væri, og af og til sáust
smalar lúta til berja, blárra, rauðra og
safamikiila, með ilm af hungangskrónum
æxlunarfæranna. Og ilmurinn settist í
nasir smalanna og gerði þeim þungt f
höfði og þeir urðu ölvaðir af sumrinu
og stungu sér kollskít meðai grænna
mosaþúfnanna f bleikri lyngbrekkunni.
Og hreiður fuglarnir sungu pí pf pí pf og
klipptu feitu brúnu maðkana sundur með
langa hvassa nefinu sfnu, og þeir horfðu
svörtum fuglsaugum á sólina, sem var
meir en hálf á bak við skýið yfir bænum.
Um náttmál baulaði svefnkýrin f túnfæt-
inum, og allar hinar kýrnar sperrtu eyr-
un og gengu taktföstum skrefum heim
til mjaltakvennanna, troðjúfra og sælar
hringdu þær stóru bjöllunum sfnum f takt,
og sumarfuglarnir toku á sig náðir.
En uppi yfir Hellubæ þrumdi skýið
og nú var það lfkast úfnu og svarthærðu
skessuhöfði og það sló síðum skugga á
sveitina austur af bænum. Og hár skessu-
höfuðsins ýfðist og tættist sundur af ógn-
þrungnum krafti náttúrunnar, og skýið
Frh. á bls. 111.